Ofurgestgjafar: Bjóða upp á bestu gestrisnina

Ofurgestgjafar Airbnb eru best metnu og reynslumestu gestgjafarnir á Airbnb sem einsetja sér að taka höfðinglega á móti þér.

Hvað gerir ofurgestgjafa að ofurgestgjafa?

Á þriggja mánaða fresti er gestrisni hvers gestgjafa metin. Ofurgestgjafar standast öll skilyrðin; þeir eru vel metnir, reyndir, áreiðanlegir og röskir.

4,8+ í heildareinkunn

Allir ofurgestgjafar bjóða gistingu með hæstu einkunn sem þýðir að þú átt von á framúrskarandi gestrisni.

10+ gistingar

Ofurgestgjafar eru reyndir gestgjafar sem hafa sýnt fram á góða gestrisni á Airbnb.

<1% afbókunarhlutfall

Vertu áhyggjulaus við skipulagninguna. Ofurgestgjafar afbóka sjaldan.

90% svarhlutfall

Fáðu skjót svör þegar þú hefur samband. Aðeins þarf að senda skilaboð til að fá aðstoð og svör frá ofurgestgjafa.

Leitaðu að merki ofurgestgjafa

Merki ofurgestgjafa er táknmynd úrvalsgestrisni og er sýnt við allar skráningar og notendalýsingar ofurgestgjafa. Þú getur einnig síað leitina til að sjá aðeins heimili ofurgestgjafa.

Leitaðu að merki ofurgestgjafa

Merki ofurgestgjafa er táknmynd úrvalsgestrisni og er sýnt við allar skráningar og notendalýsingar ofurgestgjafa. Þú getur einnig síað leitina til að sjá aðeins heimili ofurgestgjafa.

Ofurgestgjafi fyrir hverja ferð

Ofurgestgjafar leggja sig fram um að taka vel á móti þér hvort sem þú gistir hjá þeim eða hefur eignina út af fyrir þig. Þó svo að ofurgestgjafar geti gefið þér ábendingar um staðinn og gott sé að ræða við þá stýrir þú því alveg í hve miklum samskiptum þið eigið.

Ofurgestgjafi fyrir hverja ferð

Ofurgestgjafar leggja sig fram um að taka vel á móti þér hvort sem þú gistir hjá þeim eða hefur eignina út af fyrir þig. Þó svo að ofurgestgjafar geti gefið þér ábendingar um staðinn og gott sé að ræða við þá stýrir þú því alveg í hve miklum samskiptum þið eigið.

Svör við spurningum þínum

Hver er munurinn á Airbnb Plús og ofurgestgjöfum?

Airbnb Plús er þjónusta fyrir heimili þar sem gæði og hönnun eru á hærra stigi.

Gestgjafar í Plúsþjónustunni þurfa að viðhalda gestrisni á stigi ofurgestgjafa auk þeirra krafna sem eru gerðar til heimila þeirra:

  • að meðaltali 4,8+ í heildareinkunn undanfarið ár
  • engar afbókanir undanfarið ár (án gildra málsbóta)

Frekari upplýsingar um Airbnb Plús

Eiga ofurgestgjafar alltaf samskipti við gesti meðan á dvöl varir?

Þú ræður í hve miklum samskiptum þú átt við gestgjafann. Gott er að spjalla við ofurgestgjafa og fá ábendingar um staðinn hjá þeim en þeir vita einnig hvenær gestir vilja fá næði.

Bókun hjá ofurgestgjafa þýðir ekki endilega að þú gistir hjá viðkomandi; þú gætir haft eignina út af fyrir þig. Gestrisni ofurgestgjafa er einfaldlega framúrskarandi.

Hvernig leita ég að ofurgestgjöfum?

Á meðan þú skoðar heimili á Airbnb geturðu þrengt leitina og skoðað aðeins heimili með ofurgestgjafa. Efst á skjánum stillir þú einfaldlega á „ofurgestgjafi“ undir annaðhvort „fleiri síur“ (á vefsetrinu) eða „síur“ (í appinu). Þú getur alltaf beðið ofurgestgjafa um ábendingar um staðinn eða spurt viðkomandi spurninga. Aðeins þarf að senda skilaboð til að fá skjóta þjónustu.

Hvað útvegar ofurgestgjafi?

Gestrisni ofurgestgjafa á Airbnb er framúrskarandi sem þýðir að þeir eru vel metnir, reyndir, áreiðanlegir og röskir. Þó að hver ofurgestgjafi sé með sinn eigin stíl hafa þeir öðlast stöðu sína af því að þeir standast, og fara oft fram úr, væntingum gesta.

Viltu bóka hjá ofurgestgjafa?