Kynntu þér Airbnb

Gaman að fá þig í ferðasamfélag Airbnb. Við erum með eignina fyrir þig hvert sem þú ferð.

Gistiaðstaða fyrir allar ferðir

Hvort sem þú ert að leita þér að trjáhúsi fyrir helgina eða heilu heimili fyrir alla fjölskylduna bíða þín hlýjar móttökur. Að baki hverri dvöl er raunverulegur einstaklingur sem getur gefið þér upplýsingarnar sem þú þarft til að innritast og láta þér líða eins og heima hjá þér.

Skoðaðu dvalarmöguleika

Einstakar upplifanir

Upplifanir Airbnb eru ekki dæmigerðar pakkaferðir. Hvort sem þú ert á ferðalagi, að skoða eigin borg eða heima hjá þér getur þú lært eitthvað nýtt af sérhæfðum gestgjafa. Veldu milli danstíma, pastagerðar...eða jafnvel jóga meðal geita.

Skoða upplifanir

Einföld skref til að byrja

Síaðu til að finna fullkomnun

Sérsníddu leitina með síum, svo sem innan verðbils eða með sundlaug, til að finna nákvæmlega það sem þú vilt.

Sjáðu allt saman

Skoðaðu myndirnar. Lestu svo umsagnir fyrri gesta til að komast að því hvernig er að vera á staðnum.

Bókaðu með hugarró

Við höldum upplýsingum þínum öruggum og fylgjum alþjóðlegum öryggisstöðlum við úrvinnslu greiðslna.

Mættu og njóttu lífsins!

Þú getur alltaf sent gestgjafanum skilaboð ef einhverjar spurningar vakna. Gestgjafar geta gefið staðbundnar ábendingar og ráð.

Það sem ber af við Airbnb

Alþjóðlegt ferðasamfélag

Airbnb er í boði í meira en 191 landi og með samfélagsviðmiðum okkar er stuðlað að öryggi og því að allir geti verið með.

Hugulsamir gestgjafar

Hvort sem er á heimilum eða hótelum láta gestgjafar sig varða allt sem þarf til að þér finnist vel tekið á móti þér hvert sem þú ferð.

Við erum þér innan handar jafnt að nóttu sem degi.

Við bjóðum alþjóðlega aðstoð á 11 tungumálum allan sólarhringinn og getum hjálpað þér hvar sem þú ert.

Allar ferðir njóta verndar hjá Airbnb

Reglur um endurgreiðslu til gesta ná yfir mörg ferðavandamál og ef eitthvað þeirra kemur upp á endurbókum við fyrir þig eða endurgreiðum þér.

Algengar spurningar

Hvernig bregst Airbnb við COVID-19?

Fáðu nýjustu upplýsingar um viðbrögð okkar og úrræði vegna COVID-19 fyrir gesti, þ.m.t. reglubreytingar, ferðatakmarkanir, sveigjanlega ferðavalkosti og fleira. Frekari upplýsingar

Nákvæmlega hvað er gestgjafi?

Airbnb er einstakt vegna gestgjafanna. Að baki hverri dvöl er raunverulegur einstaklingur sem getur gefið þér upplýsingarnar sem þú þarft til að innritast og láta þér líða eins og heima hjá þér. Frekari upplýsingar

Hvaða upplýsingar þarf ég að leggja fram þegar ég bóka?

Við biðjum alla notendur Airbnb um tilteknar upplýsingar fyrir bókun svo sem fullt nafn, netfang, símanúmer og greiðsluupplýsingar. Frekari upplýsingar

Hvernig ætti ég að borga fyrir bókunina mína?

Greiddu aldrei utan Airbnb. Bókaðu og borgaðu allar bókanir beint í gegnum Airbnb. Þá nýtur þú alltaf verndar greiðsluskilmála okkar. Frekari upplýsingar

Hafið þið einhver önnur ráð um örugg ferðalög?

Þú getur gert ýmislegt þegar þú bókar á Airbnb svo sem að lesa umsagnir með eldri bókunum, að halda samskiptum og greiðslum innan Airbnb og margt fleira. Frekari upplýsingar

Hjálp! Hvað ef ég þarf að hætta við?

Ef þú þarft að afbóka af óvæntum ástæðum sem þú hefur ekki stjórn á getum við mögulega endurgreitt þér eða fallið frá afbókunarviðurlögum. Frekari upplýsingar

Voru þetta gagnlegar upplýsingar? ·