Bókaðu fyrir samstarfsfólkið

Nú er auðveldara en nokkru sinni áður að bóka og hafa umsjón með viðskiptaferðum. Bókunaraðilar hjá fyrirtækinu þínu geta leitað, bókað og greitt fyrir ferðir annarra.

Tengjast Airbnb vegna vinnu

Bókaðu ferð og bættu ferðamanninum því næst við bókunina. Viðkomandi fær upplýsingar um ferðina, breytingar og skilaboð frá gestgjafanum.

Vafra

Leitaðu eftir tegund eignar, verði, þægindum, hverfi og öðrum þáttum til að finna réttu eignina fyrir ferðamanninn.

Bættu ferðamanni við

Veldu Viðskiptaferð, og Ég er að bóka fyrir annan aðila í hlutanum Upplýsingar um ferðina. Staðfestir ferðamenn á vegum fyrirtækisins koma sjálfkrafa fram en þú getur einnig bætt öðrum við.

Myndaðu samband við gestgjafann

Þú, aðalferðamaðurinn og gestgjafinn tengist sameiginlegum skilaboðaþræði þar sem hægt er að leita svara við spurningum og sjá til þess að ferðin gangi snurðulaust fyrir sig.

Hentar fyrirtækjum vel

Hentar fyrirtækjum vel

Haltu þig innan fjárhagsáætlunar

Hafðu stjórn á ferðakostnaði með því að sjá um bókanir fyrir allan hópinn á einum stað.

Hafðu góða yfirsýn

Skipuleggðu ferðaáætlanir allra á einum stað og hafðu yfirsýn um allar upplýsingar fyrir ferðirnar.

Sparaðu þér tíma og vesen

Þegar gengið hefur verið frá bókuninni fáið bæði þú og ferðamaðurinn öll skilaboð og allar upplýsingar frá gestgjafanum.

Þægilegt fyrir ferðamenn

Þægilegt fyrir ferðamenn

Ekki hafa áhyggjur af smáatriðum

Láttu reynda bókunaraðila hjá fyrirtækinu sjá um bókunarferlið svo þú getir einbeitt þér að vinnunni.

Engin þörf á að gera kostnaðarskýrslu

Bókunin er einnig greidd fyrirfram þegar séð er um hana fyrir þig. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta á staðinn.

Fylgstu með því sem er að gerast

Þegar bókunin hefur verið staðfest færðu alla tölvupósta um ferðina og aðrar upplýsingar og þú færð aðgang að öllum skilaboðum við gestgjafann.
Algengar spurningar
Ég er að bóka fyrir hönd annars aðila. Af hverju ætti ég að nota þessa bókunarleið í stað þess að bóka ferð fyrir mig?

Hvernig bóka ég fyrir notendur sem vinna hjá sama, eða öðru, fyrirtæki?

Hvernig fer maður að því að heimila öðrum aðila að sinna hlutverki bókunaraðila fyrir sig?

Hvernig fer maður að því að fá heimild annars aðila til að bóka fyrir hans hönd?

Hver getur gert breytingu á bókun sem bókunaraðili gerði upphaflega?

Get ég aðeins bókað fyrir notendur í viðskiptaferðum?

Hefurðu áhuga á að verða bókunaraðili?

Talaðu við ferðastjórann þinn um að bæta þér við sem bókunaraðila í Starfsmannahlutanum á stjórnborði ferðastjóra. Við erum að bæta þessum eiginleika við hægt og rólega. Fylgstu með ef fyrirtækið þitt er ekki enn komið með hlutverk bókunaraðila.

Frekari upplýsingar um Airbnb vegna vinnu

Frekari upplýsingar