Ofurgestgjafi: Viðurkenning á því besta í gestrisni

Þjónusta ofurgestgjafa heiðrar og umbunar vinsælustu og reynslumestu gestgjöfunum á Airbnb.

Þjónusta ofurgestgjafa heiðrar og umbunar vinsælustu og reynslumestu gestgjöfunum á Airbnb.

Fríðindi ofurgestgjafa

Sem ofurgestgjafi hefur þú meiri sýnileika, tekjumöguleika og einstakan ávinning. Þannig þökkum við þér fyrir framúrskarandi gestrisni.

Sem ofurgestgjafi hefur þú meiri sýnileika, tekjumöguleika og einstakan ávinning. Þannig þökkum við þér fyrir framúrskarandi gestrisni.

Aflaðu viðbótartekna

Ofurgestgjafar njóta oft verulegrar tekjuaukningar. Aukinn sýnileiki og traust gesta getur aukið tekjur fyrir þig.

Ofurgestgjafar njóta oft verulegrar tekjuaukningar. Aukinn sýnileiki og traust gesta getur aukið tekjur fyrir þig.

Náðu til fleiri gesta

Þú birtist í leitarniðurstöðum gesta, tölvupóstum og með fleiri leiðum. Einnig er boðið upp á leitarsíu til að finna skráningar ofurgestgjafa. Auk þess setjum við merki ofurgestgjafa við notandalýsinguna þína svo að þú getir skarað fram úr.

Þú birtist í leitarniðurstöðum gesta, tölvupóstum og með fleiri leiðum. Einnig er boðið upp á leitarsíu til að finna skráningar ofurgestgjafa. Auk þess setjum við merki ofurgestgjafa við notandalýsinguna þína svo að þú getir skarað fram úr.

Njóttu einstakra fríðinda

Þú færð 20% ofan á almennan kaupauka fyrir að vísa á nýja gestgjafa. Eftir hvert ár sem ofurgestgjafi færðu auk þess USD 100 í ferðainneign.

Þú færð 20% ofan á almennan kaupauka fyrir að vísa á nýja gestgjafa. Eftir hvert ár sem ofurgestgjafi færðu auk þess USD 100 í ferðainneign.

Hvernig maður verður ofurgestgjafi

Á þriggja mánaða fresti athugum við hvort þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði fyrir undanfarið ár. Ef þú gerir það nærð þú eða heldur stöðu ofurgestgjafa.

Á þriggja mánaða fresti athugum við hvort þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði fyrir undanfarið ár. Ef þú gerir það nærð þú eða heldur stöðu ofurgestgjafa.

4,8+ í heildareinkunn

Meðalheildareinkunn ofurgestgjafa undanfarið ár er 4,8 eða hærri miðað við umsagnir gesta þeirra á Airbnb. Gestir vita að þeir ganga að framúrskarandi gestrisni frá þessum gestgjöfum.

Meðalheildareinkunn ofurgestgjafa undanfarið ár er 4,8 eða hærri miðað við umsagnir gesta þeirra á Airbnb. Gestir vita að þeir ganga að framúrskarandi gestrisni frá þessum gestgjöfum.

10+ gistingar

Lokið hefur verið við minnst 10 gistingar hjá ofurgestgjöfum undanfarið ár eða meira en 100 nætur í a.m.k. 3 loknum gistingum. Gestir þínir geta verið vissir um að gistingin sé hjá reyndum gestgjafa.

Lokið hefur verið við minnst 10 gistingar hjá ofurgestgjöfum undanfarið ár eða meira en 100 nætur í a.m.k. 3 loknum gistingum. Gestir þínir geta verið vissir um að gistingin sé hjá reyndum gestgjafa.

<1% afbókunarhlutfall

Ofurgestgjafar afbóka í minna en 1% tilvika, að undanskildum gildum málsbótum. Þetta þýðir 0 afbókanir fyrir gestgjafa með færri en 100 bókanir á ári. Gestir geta skipulagt sig áhyggjulaust vitandi af því að afbókanir eiga sér mjög sjaldan stað.

Ofurgestgjafar afbóka í minna en 1% tilvika, að undanskildum gildum málsbótum. Þetta þýðir 0 afbókanir fyrir gestgjafa með færri en 100 bókanir á ári. Gestir geta skipulagt sig áhyggjulaust vitandi af því að afbókanir eiga sér mjög sjaldan stað.

90% svarhlutfall

Ofurgestgjafar svara 90% nýrra skilaboða innan 24 klukkustunda. Þegar gestir spyrja þig spurninga vita þeir að þú svarar hratt.

Ofurgestgjafar svara 90% nýrra skilaboða innan 24 klukkustunda. Þegar gestir spyrja þig spurninga vita þeir að þú svarar hratt.

Svör við spurningum þínum

Hvað ef ég þarf að afbóka vegna neyðarástands?

Ef þú þarft að hætta við bókun vegna neyðarástands eða óhjákvæmilegra aðstæðna skaltu athuga hvort ástæðan teljist til gildra málsbóta. Ef svo er föllum við frá öllum viðurlögum og afbókun þín mun ekki hafa áhrif á gjaldgengi þitt sem ofurgestgjafa.

Mundu að stofna kröfu hjá Airbnb innan 14 daga frá því að þú afbókar (eða áður en næsti gestur kemur). Þú gætir þurft að senda inn gögn sem Airbnb fer yfir.

Frekari upplýsingar um reglur Airbnb um gildar málsbætur

Þarf ég að vera gestgjafi í að minnsta kosti eitt ár til að verða ofurgestgjafi?

Enginn lágmarkstími er áskilinn til að verða ofurgestgjafi. Þú getur orðið ofurgestgjafi ef þú fullnægir öllum skilyrðum fyrir matstímabilið (en matið fer fram á þriggja mánaða fresti).

Við hvert mat á viðmiðum ofurgestgjafa er farið yfir frammistöðuna undanfarið ár.

Hver er munurinn á Airbnb Plús og ofurgestgjöfum?

Airbnb Plús er þjónusta fyrir heimili þar sem gæði og hönnun eru á hærra stigi.

Gestgjafar í Plúsþjónustunni þurfa að viðhalda gestrisni á stigi ofurgestgjafa auk þeirra krafna sem eru gerðar til heimila þeirra:

  • að meðaltali 4,8+ í heildareinkunn undanfarið ár
  • engar afbókanir undanfarið ár (án gildra málsbóta)

Frekari upplýsingar um Airbnb Plús

Hvernig get ég sem ofurgestgjafi komist inn í Plús?

Í þjónustu Airbnb Plús eru sett hæfisskilyrði fyrir gestgjafa og heimili þeirra. Ofurgestgjafar standast sjálfkrafa skilyrði gestgjafa:

  • að meðaltali 4,8+ í heildareinkunn undanfarið ár
  • engar afbókanir undanfarið ár (án gildra málsbóta).

Hvert heimili í Plús þarf einnig að fullnægja viðmiðum þjónustunnar varðandi haganlega hönnun, góðan útbúnað og gott ástand. Einkaherbergi og heimili eru gjaldgeng.

Þér gæti verið boðið í þjónustuna ef þú ert ofurgestgjafi og Airbnb Plús er í boði í borginni þinni. Farið verður yfir kröfur á gátlista í vettvangsskoðun hjá gestgjöfum sem þiggja boðið og þeim verður hjálpað frekar eins og með atvinnuljósmyndun.

Frekari upplýsingar um að ganga í Airbnb Plús

Vertu í sambandi við ofurgestgjafa

Vertu í sambandi við ofurgestgjafa

7ea7a12ce79accdd78b31edb5d391f01