Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Gestgjafi þinn eða gestur kann að vera með COVID-19. Hvað nú?

  Gestgjafi þinn eða gestur kann að vera með COVID-19. Hvað nú?

  Fáðu upplýsingar um hvern þú átt að hafa samband við, hvernig Airbnb getur aðstoðað og fleira.
  Höf: Airbnb, 1. apr. 2020
  6 mín. lestur
  Síðast uppfært 3. apr. 2020

  Við vitum að ástandið getur verið ruglingslegt. Til að gæta öryggis samfélags okkar viljum við segja frá því sem þarf að gera sért þú gestur eða gestgjafi með einkenni um smit af kórónaveirunni (COVID-19) eða með staðfest smit. Við erum einnig með gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn sem vilja vita að gestgjafar taki varúðarráðstöfunum alvarlega og þrífi fasteignir sínar samkvæmt nýlegum leiðbeiningum Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC).

  Gestgjafar og gestir hafa áhyggjur af því sem gera þarf ef komist þeir í snertingu við kórónaveiruna í eign skráðri á Airbnb. Við viljum draga úr þeim áhyggjum svo að þið getið áfram fengið gesti og fundið gistiaðstöðu. Hér er yfirlit frá okkur um það sem gera þarf vakni grunur um smit á COVID-19, eða fáist smitið staðfest, hjá nokkrum gestgjafa, gesti eða öðrum sem fer inn í eignina.

  Þessar leiðbeiningar gilda bæði ef þú hýsir viðbragðsaðila vegna COVID-19 í þjónustu okkar um framlínugistingu og ef þú ert viðbragðsaðili vegna COVID-19 sem gistir hjá gestgjafa á Airbnb. Hér eru frekari upplýsingar um framlínugistingu.

  Ef þú ert gestgjafi og gætir verið með COVID-19

  Þetta þarft þú að gera ef þú hefur ekki verið í fasteign þinni, og þú hefur ekki komið nærri gestum eða öðru fólki sem hefur komið nærri gestum þínum eða farið inn í fasteign þína, undanfarna 14 daga:

  1. Leitaðu þeirrar læknishjálpar sem þú þarft.
  2. Hafðu samband við heilbrigðisyfirvöld á staðnum og mundu að gefa þeim upplýsingar um hvernig löggæsla hefur samband við okkur svo að þau geti leitað aðstoðar hjá okkur.
  3. Hafðu samband við Airbnb og láttu okkur vita af stöðunni svo að við getum hjálpað.
  4. Viljir þú fella niður bókun á næstunni vegna veikinda átt þú líklega rétt á afbókun án gjalda samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur.
  5. Ef þú vilt fá gesti áfram eins og ekkert hafi í skorist skaltu halda þig fjarri fasteign þinni og gestum og fá einhvern sem ekki er vitað til að hafi komið nálægt þér né nokkrum öðrum sem gæti verið með COVID-19 að sjá um þrif og annað almennt viðhald.
  6. Hjá ofurgestgjöfum hafa afbókanir við þessar aðstæður ekki áhrif á 1% afbókunarhlutfallið sem verður að vera með til að halda stöðu ofurgestgjafa. Frekari upplýsingar
  7. Til að draga úr smitdreifingu verður beitt takmörkunum á aðgang þinn að Airbnb og þú munt ekki geta bókað á Airbnb fyrir þig á þessu tímabili.

  Þetta þarft þú að gera hafir þú verið inni í fasteigninni og/eða verið nálægt gestum þínum, eða öðrum sem voru nálægt gestum þínum eða inni í fasteign þinni, undanfarna 14 daga:

  1. Leitaðu þeirrar læknishjálpar sem þú þarft.
  2. Hafðu samband við heilbrigðisyfirvöld á staðnum og mundu að gefa þeim upplýsingar um hvernig löggæsla hefur samband við okkur svo að þau geti leitað aðstoðar hjá okkur.
  3. Hafðu samband við Airbnb og láttu okkur vita af stöðunni svo að við getum hjálpað.
  4. Ef þú greinist með smit á sama tíma og þú ert með gesti í virkri bókun í fasteign þinni er sérstaklega mikilvægt að þú einangrir þig tafarlaust og látir gesti vita svo að þeir geti gripið til viðeigandi ráðstafana til að vernda sig.
  5. Aðgangur þinn að Airbnb og fasteignir sem verða fyrir áhrifum sæta takmörkunum í minnst tvær vikur svo að þú hafir tíma til að láta þér batna og til verndar fyrir ókomna gesti. Þetta þýðir að þú getur ekki samþykkt nýjar bókanir og þú getur ekki gengið frá bókun fyrir þig á Airbnb á þessu tímabili.
  6. Í fasteignum sem verða fyrir áhrifum munum við í varúðarskyni einnig fella niður bókanir á næstunni og þangað til þú getur aftur tekið á móti gestum og þegar fasteign þín er örugg. Þú getur afbókað án gjalda samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur.
  7. Aðgangur þinn verður aftur virkur þegar Airbnb berst gild staðfesting á því að þér sé aftur heimilt að taka á móti gestum. Hyldu viðkvæmar upplýsingar í öllum samskiptum við okkur og ekki gefa okkur heilbrigðisupplýsingar (svo sem læknisvottorð).
  8. Áður en þú getur aftur fengið gesti förum við fram á að hún verði þrifin vandlega í samræmi við nýjustu leiðbeiningar okkar. Leitaðu frekari upplýsinga hjá teyminu okkar og haltu utan um alla reikninga svo að við getum yfirfarið þá og staðfest.
  9. Hjá ofurgestgjöfum hafa afbókanir við þessar aðstæður ekki áhrif á 1% afbókunarhlutfallið sem verður að vera með til að halda stöðu ofurgestgjafa. Frekari upplýsingar

  Athugaðu: Ef staðfest er að samgestgjafi, ræstitæknir eða einhver annar sem sinnir fasteign þinni hafi COVID-19 og sá hinn sami hefur verið nærri gestum þínum eða fasteign skalt þú fylgja sama ferli og lýst er hér að ofan.

  Ef þú hefur fengið gest sem gæti verið með COVID-19

  Þetta þarft þú að gera ef núverandi eða fyrri gest þinn grunar sig hafa COVID-19 eða ef smitið er staðfest:

  1. Láttu gesti þína fylgja leiðbeiningunum í gestahlutanum hér að neðan miðað við ástandið hjá þeim.
  2. Passaðu upp á að þú og gestur þinn hafið samband við staðbundin heilbrigðisyfirvöld. Gefðu upplýsingar um hvernig löggæsla hefur samband við okkur svo að yfirvöld geti leitað aðstoðar hjá okkur.
  3. Hafðu samband við Airbnb og láttu okkur vita af stöðunni svo að við getum hjálpað.
  4. Skráning þín verður gerð óvirk og bókanir á næstunni verða felldar niður. Samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur átt þú rétt á að fella án gjalda niður bókanir sem eru ekki hafnar. Við þessar aðstæður hafa afbókanir engin áhrif á 1% afbókunarhlutfallið sem verður að vera með til að halda stöðu ofurgestgjafa. Frekari upplýsingar
  5. Þegar öruggt er fyrir gest þinn að fara úr fasteigninni förum við fram á að hún verði þrifin vandlega í samræmi við nýjustu leiðbeiningar okkar. Leitaðu frekari upplýsinga hjá teyminu okkar og haltu utan um alla reikninga svo að við getum yfirfarið þá og staðfest.
  6. Hafir þú hvorki komið nærri umræddum gesti né farið inn í húsnæðið, og ekki heldur neinum öðrum sem hefur komið nærri gestinum eða farið inn í húsnæðið, getur þú eftir sem áður fengið gesti í öðrum eignum þar sem COVID-19 er ekki til staðar og þú getur bókað gistingu fyrir þig sem gest.

  Athugaðu: Ef þú hefur verið inni í fasteign þinni og/eða verið nálægt gesti þínum undanfarna 14 daga vísum við á ofangreindar leiðbeiningar okkar um það sem gestgjar sem gætu verið með COVID-19 eiga að gera.

  Ef þú ert gestur og gætir verið með COVID-19

  Þetta þarft þú að gera ef þú ert gestur sem gistir, eða sem gisti nýlega, í fasteign skráðri á Airbnb::

  1. Leitaðu þeirrar læknishjálpar sem þú þarft.
  2. Hafðu samband við heilbrigðisyfirvöld á staðnum og mundu að gefa þeim upplýsingar um hvernig löggæsla hefur samband við okkur svo að þau geti leitað aðstoðar hjá okkur.
  3. Hafðu samband við Airbnb og láttu okkur vita af stöðunni svo að við getum hjálpað. Láttu gestgjafann vita svo að hann geti gripið til viðeigandi ráðstafana.
  4. Aðgangur þinn að Airbnb sætir takmörkunum þar til Airbnb fær gilda staðfestingu á því að þú getir aftur ferðast til að draga úr smitdreifingu. Hyldu viðkvæmar upplýsingar í öllum samskiptum við okkur og ekki gefa okkur heilbrigðisupplýsingar (svo sem læknisvottorð).

  Þetta þarft þú að gera ef þú ert gestur með eina eða fleiri bókanir á næstunni:

  1. Leitaðu þeirrar læknishjálpar sem þú þarft og hafðu samband við heilbrigðisyfirvöld á staðnum.
  2. Hafðu samband við Airbnb og láttu okkur vita af stöðunni svo að við getum hjálpað. Gott er að kynna sér reglur okkar um gildar málsbætur vegna COVID-19.
  3. Við mælum með því að þú hafir einnig samband við gestgjafann til að láta vita að þú getir ekki innritað þig og að þú sért að vinna að afbókun með okkur.
  4. Aðgangur þinn að Airbnb sætir takmörkunum þar til Airbnb fær gilda staðfestingu á því að þú getir aftur ferðast til að draga úr smitdreifingu. Hyldu viðkvæmar upplýsingar í öllum samskiptum við okkur og ekki gefa okkur heilbrigðisupplýsingar (svo sem læknisvottorð).

  Athugaðu: Gestir sem hafa greinst með COVID-19 ættu ekki að bóka húsnæði á Airbnb til vera í sóttkví. Þetta, og takmarkanir á aðgangi þínum, er nauðsynleg varúðarráðstöfun til að gæta velferðar samfélags okkar.

  Ef þú hefur áhyggjur af því að ferðast að svo stöddu

  Við vitum að margt er óvissu háð eins og er og við hvetjum gesti til að hafa samband við gestgjafa sína til að fá svör við spurningum sínum fyrir innritun. Til dæmis er gott að senda gestgjafa skilaboð með spurningum um ferli við þrif og til að staðfesta að enginn hafi farið inn í fasteignina með staðfest smit, eða grun um smit, af COVID-19. Gestir geta einnig spurt um sérstakar ráðstafanir sem gestgjafinn getur gripið til (eins og að bjóða sjálfsinnritun eða hætta við almennt viðhald) til að takmarka bein samskipti við fólk og svo að ykkur líði betur í dvölinni.

  Hafðu samband við þjónustuver okkar hvort sem þú ert gestur eða gestgjafi ef þú finnur af einhverjum ástæðum til óöryggis. Öryggi þitt og velferð er algjört aðalatriði hjá okkur. Þakka þér eins og alltaf fyrir að vera í samfélagi okkar. Við munum áfram uppfæra Airbnb.com/COVID með fleiri gagnlegum ráðum og úrræðum til að ná áttum við gestaumsjón og ferðalögum í þessu erfiða árferði.

  Airbnb
  1. apr. 2020
  Kom þetta að gagni?