Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Mikilvægi umsagna

  Umsagnir skapa traust innan samfélagsins og bæta reksturinn.
  Höf: Airbnb, 29. nóv. 2019
  4 mín. lestur
  Síðast uppfært 13. maí 2021

  Aðalatriði

  • Umsagnir eru mikilvægur drifkraftur viðskipta hjá gestgjöfum og undirstaða áreiðanlegs samfélags Airbnb

  • Ekki bíða eftir umsögninni. Vertu í sambandi við gestina og biddu um athugasemdir snemma til að leysa úr vandamálunum

  • Líttu á umsagnir sem eru ekki fullkomnar sem tækifæri til að bæta eignina þína eða gestaumsjón

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um að gleðja fyrstu gestina

  Umsagnir eru nauðsynlegar fyrir allt samfélag Airbnb. Þær hjálpa gestum að gera góða ferðaáætlun og gera gestgjöfum eins og þér kleift að opna heimili sín með öryggi og vekja athygli gesta sem munu njóta sín á staðnum.

  Reyndar er óhætt að segja að rekstur þinn á Airbnb byggist á jákvæðum umsögnum. Hver umsögn hjálpar gestum að ákveða hvort þeir vilji bóka hjá þér og gögn Airbnb benda til þess að samræmi sé á milli aukins fjölda jákvæðra umsagna og hærri tekna.

  Hvernig umsagnir ganga fyrir sig

  Eftir hverja gistingu geta gestgjafar og gestir gefið hvorum öðrum umsögn. Báðir aðilar hafa 14 daga frá útritun til að skrifa umsögn sem er falin þar til bæði gestgjafi og gestur hafa sent umsagnir sínar. Eftir það eru umsagnirnar birtar við notandalýsingu gestsins og við skráningu og notandalýsingu gestgjafans. Þú getur alltaf skrifað opinbert svar við umsögn.

  Kynntu þér hvernig umsagnir ganga fyrir sig

  Það er jafn mikilvægt að skrifa umsagnir um gesti og að útbúa herbergið fyrir þá.
  Beverlee and Suzie,
  Oakland, Kalifornía

  Hvernig gestir skrifa umsögn um gistinguna þína

  Ferðamenn elska að lesa um upplifanir annarra varðandi eignir og gestgjafa. Gestir nota skriflega athugasemdarsvæðið til að leggja áherslu á það sem þeim líkaði (eða líkaði ekki) við gistinguna.

  Stjörnugjöf

  Auk þess að gefa skriflega umsögn gefa gestir einkunn fyrir heildarupplifunina með 1–5 stjörnum. Heildareinkunnin þín birtist á skráningunni þinni eftir að þrír gestir hafa birt umsagnir. Hún er mikilvægur þáttur bæði fyrir gesti sem meta eignina þína og til að ná stöðu ofurgestgjafa (ofurgestgjafar verða að hafa meðaleinkunn sem nemur að minnsta kosti 4,8 stjörnum).

  Gestir geta einnig gefið stjörnugjöf á skalanum 1–5 stjörnur varðandi mikilvæga og sérstaka þætti upplifunar sinnar en þær eru ekki teknar inn í heildareinkunnina þína. Sérstakir flokkar eru:

  • Hreinlæti: Gestir gera ráð fyrir því að eignin sé eins hrein og snyrtileg og hún lítur út á myndum við skráningarlýsinguna. Skoðaðu þessar ábendingar til að tryggja að eignin sé eins hrein og mögulegt er.
  • Gæði: Gestir gefa eigninni þinni einkunn eftir því hvort verðið hjá þér er sanngjarnt fyrir það sem þú býður.
  • Samskipti: Skýr samskipti af fyrra bragði skipta sköpum til að mæta þörfum gesta. Hér eru nokkrar af bestu starfsvenjunum fyrir frábær samskipti gestgjafa.
  • Staðsetning: Gestir geta gefið skoðun sína á því hvort skráningin greini vel frá staðsetningu eignarinnar.
  • Aðkoma: Skýrt og einfalt ferli við innritun setur tóninn fyrir jákvæða upplifun gesta. Skipuleggðu fyrirhafnarlausa innritun með þessum ábendingum.
  • Nákvæmni: Nákvæmar og réttar skráningarlýsingar hjálpa ferðamönnum að ákveða hvort eign henti þeim með skýrum og nauðsynlegum upplýsingum.

  Að fá jákvæðar umsagnir

  Þú getur minnt gesti á að skrifa umsögn eftir útritun. Gestgjafar gefa almennt sama ráð til að fá jákvæðar umsagnir: eigðu reglulega í samskiptum við gestina frá bókun, meðan á gistingunni stendur og fram að útritun. Gestgjafinn Chris frá Cleveland segir að það mikilvægt að halda sambandinu meðan á gistingunni með skilaboðum í Airbnb appinu. „Ég svara spurningum samstundis. Ef greiða þarf úr einhverju gerum við það samstundis.“

  Notkun athugasemda til að bæta skráninguna þína

  Stundum eru umsagnir gesta ekki alveg fullkomnar. Þetta getur verið pirrandi en það getur einnig verið tækifæri til að bæta skráninguna eða gistinguna. Gestir geta gefið þér sjónarhorn sem þú hefur hugsanlega ekki velt fyrir þér. Þú gætir notað þessar upplýsingar til að uppfæra þægindin hjá þér, breyta innritunarferlinu eða gera skráningarlýsinguna nákvæmari.

  „Skrifaðu kurteislegt svar, yfirfarðu skráninguna þína til að sjá hvað þú getur gert betur og haltu einfaldlega áfram að taka á móti gestum!“ segir gestgjafinn Ira frá Aþenu á Grikklandi. „Þetta er besta leiðin til að vinna bug á slæmum umsögnum og einkunnum og öðlast góða reynslu.“

  Að fá einkaathugasemdir

  Þú getur einnig beðið gestina um einkaathugasemdir. Þetta er frábært tækifæri, sérstaklega fyrir nýja gestgjafa, til að biðja gesti um uppbyggilegar athugasemdir sem koma sér ekki illa og eru ekki birtar opinberlega. Ef þér finnst að umsögn um þig sé röng eða brjóti gegn reglum Airbnb um efnisinnihaldgetur þú skrifað svar innan 30 daga sem er birt strax á eftir umsögninni og aðrir gestir og gestgjafar geta séð svarið.

  Að skrifa umsögn um gesti

  Þér gefst tækifæri til að sýna þakklæti þitt og veita gagnlegar athugasemdir með því að skrifa umsagnir um gestina þína. Það minnir þá einnig á að skrifa umsögn um þig. Þetta á einkum við gesti sem eru að ferðast með Airbnb í fyrsta sinn. Athugasemdir þínar hjálpa þeim að verða betri ferðamenn. „Það er jafn mikilvægt að skrifa umsagnir um gesti og að útbúa herbergið fyrir þá“ segja Beverlee og Suzie frá Oakland, Kaliforníu. „Þú ert að leyfa öðrum mögulegum gestgjöfum að ákveða hvort þeir vilji taka á móti þeim eða ekki.“

  Hérna eru nokkrar ábendingar sem þú þarft að hafa í huga svo að athugasemidr séu sanngjarnar og uppbyggilegar:

  • Sýndu heiðarleika og virðingu
  • Leystu úr viðkvæmum málefnum með vingjarnleika og af fagmennsku
  • Vertu með skýr dæmi um hegðun sem gestir geta breytt þegar þess er kostur

  Þú getur einnig gefið gestum þínum einlægar og skýrar einkaathugasemdir. Gestum finnst oft gott að ræða viðkvæm mál í einrúmi áður en nokkuð er birt opinberlega.

  Athugaðu hvernig þér gengur

  Fáðu yfirlit í rauntíma um mat gesta á eigninni þinni og gestrisni.
  Fylgjast með frammistöðu

  Aðalatriði

  • Umsagnir eru mikilvægur drifkraftur viðskipta hjá gestgjöfum og undirstaða áreiðanlegs samfélags Airbnb

  • Ekki bíða eftir umsögninni. Vertu í sambandi við gestina og biddu um athugasemdir snemma til að leysa úr vandamálunum

  • Líttu á umsagnir sem eru ekki fullkomnar sem tækifæri til að bæta eignina þína eða gestaumsjón

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um að gleðja fyrstu gestina
  Airbnb
  29. nóv. 2019
  Kom þetta að gagni?