Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Mikilvægi umsagna

  Umsagnir á Airbnb byggja upp traust og bæta reksturinn.
  Höf: Airbnb, 29. nóv. 2019
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 22. nóv. 2022

  Aðalatriði

  • Gestgjafar og gestir hafa 14 daga til að skrifa umsagnir að útritun lokinni

  • Óskaðu eftir athugasemdum frá gestum sem fyrst þannig að hægt sé að leysa úr vandamálum áður en umsagnir eru skrifaðar

  Umsagnir eru nauðsynlegar fyrir samfélag Airbnb. Þær hjálpa gestum að taka réttar ákvarðanir þegar ferðir eru skiplagðar og gera gestgjöfum kleift að opna heimili sín af öryggi.

  Umsagnir eru undirstaða gistireksturs þíns. Hver umsögn hjálpar gestum að ákveða hvort eign þín henti þeim. Gögn Airbnb benda til þess að gestir sem skoða skráningarsíðu séu líklegri til að bóka eignina ef hún er með hærri stjörnugjöf.*

  Hvernig umsagnir ganga fyrir sig

  Eftir hverja dvöl geta gestgjafar og gestir gefið hvorum öðrum umsögn. Gestgjafi og gestur hafa 14 daga frá útritun til að skrifa umsögn sem birtist ekki þar til báðir aðilar hafa sent umsagnir sínar eða 14 daga umsagnartímabilinu lýkur. Að því loknu birtast umsagnirnar við notandalýsingu gestsins og á skráningarsíðu og notandalýsingu gestgjafans.

  Stjörnugjöf

  Auk þess að skrifa umsögn geta gestir gefið heildarupplifun sinni einkunn með einni til fimm stjörnum. Heildarstjörnueinkunn þín birtist á skráningarsíðunni þinni eftir að þrír gestir hafa gefið þér umsagnir.

  Þetta skiptir miklu máli fyrir gesti sem meta hvort þeir vilji bóka eignina og hvort þú náir stöðu ofurgestgjafa. Ofurgestgjafar verða að hafa meðaleinkunn sem nemur að minnsta kosti 4,8 stjörnum fyrir 10 ferðir í það minnsta eða þrjár bókanir sem vara að minnsta kosti 100 nætur.

  Gestir geta einnig gefið stjörnur í tilteknum flokkum og tekið fram hvað gekk vel eða hefði mátt ganga betur. Sé eignin til dæmis einstaklega hrein gæti gestur gefið fimm stjörnur og valið „tandurhreint baðherbergi“. Stjörnugjöf þessa flokks hefur ekki áhrif á stöðu ofurgestgjafa eða heildareinkunnina þína.

  Flokkarnir sem standa gestum til boða þegar þeir skrifa umsögn eru:

  • Innritun: Skýrt og einfalt ferli við innritun er undirstaða jákvæðrar upplifunar fyrir gesti.
  • Hreinlæti: Gestir gera ráð fyrir því að eignin sé eins hrein og snyrtileg og hún lítur út á skráningarmyndunum.
  • Nákvæmni: Nákvæmar skráningarupplýsingar hjálpa ferðamönnum að ákveða hvort eignin þín uppfylli þarfir þeirra.
  • Samskipti: Mikilvægur þáttur í að taka tillit til þarfa gesta er að senda gestum skilaboð að fyrra bragði og svara tímanlega.
  • Staðsetning: Gestir geta veitt athugasemdir um hvort staðsetningu þinni hafi verið gerð nákvæm skil í skráningarlýsingunni.
  • Virði: Gestir gefa eigninni einkunn með tilliti til þess hversu vel þeir telja að verðið hjá þér endurspegli það sem þú býður.

  Að fá jákvæðar umsagnir

  Til auka líkurnar á jákvæðum umsögnum leggja gestgjafar almennt til að eiga reglulega í samskiptum við gesti, jafnt við bókun, meðan á gistingunni stendur og við útritun. Með skilaboðakerfi Airbnb appsins er auðvelt að eiga í samskiptum. Ef þú kveikir á tilkynningum verður þér gert viðvart þegar gestur sendir þér skilaboð.

  Að nýta athugasemdir til að bæta eignina

  Stundum geta umsagnir gesta verið neikvæðar. Það getur verið svekkjandi en á sama tíma tækifæri til að bæta eignina eða gestrisni þína. Gestir geta veitt þér nýja sýn á atriði sem þú hefur hugsanlega ekki velt fyrir þér.

  Þú getur alltaf svarað umsögnum á skráningarsíðu þinni opinberlega. Með því að svara á uppbyggilegan hátt sýnir þú að þú takir athugasemdir gesta og ánægju þeirra alvarlega.

  Einkaathugasemdir

  Gestir geta veitt einkaathugasemdir í gegnum Airbnb sem verða aðeins deilt með þér. Þetta er frábært tækifæri, sérstaklega fyrir nýja gestgjafa, til að fá uppbyggilegar athugasemdir sem eru ekki birtar opinberlega. Þú getur einnig skrifað einkaathugasemd til gesta sem gefur þér tækifæri til að veita ítarlegri og hreinskilnari athugasemdir.

  Að skrifa umsögn um gesti

  Þér gefst tækifæri til að láta þakklæti þitt í ljós og veita gagnlegar athugasemdir með því að gefa gestum þínum umsögn. Þetta minnir gesti einnig á að gefa þér umsögn.

  Hér eru nokkrar ábendingar sem gott er að hafa í huga þegar þú gefur gestum umsögn:

  • Sýndu hreinskilni og virðingu
  • Nefndu tiltekin dæmi þegar það er mögulegt
  • Talaðu um viðkvæm málefni af góðvild og kurteisi eða geymdu þau fyrir einkaumsögn
  Þú getur gefið gestum einkunn fyrir hreinlæti, samskipti og að fylgja húsreglunum hjá þér. Athugasemdirnar munu einnig auðvelda framfylgni grunnreglna fyrir gesti og hægt verður að tilkynna gesti sem fylgja þeim ekki.

  *Byggt á innanhússgögnum Airbnb um virkar skráningar frá nóvember 2022.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Gestgjafar og gestir hafa 14 daga til að skrifa umsagnir að útritun lokinni

  • Óskaðu eftir athugasemdum frá gestum sem fyrst þannig að hægt sé að leysa úr vandamálum áður en umsagnir eru skrifaðar

  Airbnb
  29. nóv. 2019
  Kom þetta að gagni?