Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvað ef þú getur ekki tekið á móti gestum vegna takmarkana varðandi COVID-19

  Gestgjafar eru tryggðir á svæðum sem eru með takmarkanir á gestaumsjón sem hið opinbera leggur á.
  Höf: Airbnb, 17. nóv. 2020
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 28. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Þú berð ábyrgð á því að fylgja staðbundnum reglum vegna COVID-19, þar á meðal öllum takmörkunum vegna ferðalaga og gestaumsjónar þar sem þú ert

  • Ef þú ert gestgjafi á svæði með takmarkanir sem hið opinbera leggur á getur þú fellt niður bókanir á næstunni án viðurlaga

  Þetta hefur verið erfitt ár og gestgjafar á mörgum svæðum eru loksins farnir að taka aftur á móti gestum. Þar sem tilfelli COVID-19 halda áfram að aukast um allan heim eru sum svæði að setja takmarkanir á ferðalög og gestaumsjón á staðnum í viðleitni við að hefta smit.

  Við vitum að þetta getur valdið gestgjöfum miklu álagi og við viljum að þú vitir að við stöndum með þér. Þý býrð yfir ákveðnum valkostum ef þú tekur á móti gestum á svæði með takmarkanir á ferðalögum eða gestaumsjón vegna COVID-19 sem hið opinbera leggur á og ert með bókanir sem þú hefur áhyggjur af.

  Nánari upplýsingar er að finna í ráðleggingum frá staðaryfirvöldum

  Gott er að skoða takmarkanir á ferðalögum og gestaumsjón á staðnum reglulega þar sem staðan breytist hratt um allan heim eins og er. Við höfum tekið saman lista yfir ferðatakmarkanir vegna COVID-19 og ráðleggingar til að hjálpa þér að hefjast handa.

  Ef þú finnur ekki svæðið þitt skráð þar skaltu fara inn á vefsíðu yfirvalda eða skoða aðrar staðbundnar ráðleggingar til að nálgast leiðbeiningar. Hafðu í huga að þú berð ábyrgð á því að fylgja staðbundnum reglum, þar á meðal öllum takmörkunum á gestaumsjón sem hið opinbera leggur á sem banna eða takmarka ferðalög eða gestaumsjón þar sem þú ert.

  Hafðu samband snemma og oft við gestina þína

  Ef þú sérð fram á að þú gætir þurft að fella niður bókun á næstunni mælum við með því að þú hafir samband við gestinn eins snemma og unnt er til að láta vita að gestaumsjón eða ferðatakmarkanir geti haft áhrif á ferð viðkomandi.

  Reyndir gestgjafar hafa sagt okkur að þeir leggi til að gestir bóki aftur síðar og bjóða stundum aukadaga eða annan afslátt til að auka líkurnar á að gestir vilji bóka aftur síðar.

  Settu þig og samfélag þitt í forgang

  Gestgjafar á svæðum með takmarkanir á ferðalögum og gestaumsjón vegna COVID-19 sem hið opinbera leggur á geta fellt niður bókanir á næstunni án viðurlaga eða án þess að tapa stöðu ofurgestgjafa. Ef innritun bókunarinnar er eftir meira en 48 tíma má gera þetta á bókunarsíðunni án þess að hringja í þjónustuverið.

  Ef gestur vill afbóka vegna ástæðu varðandi COVID-19 verða bókanir vegna gistinga og Airbnb upplifana sem eru gerðar eftir 14. mars 2020 samkvæmt afbókunarreglunni sem þú varst með þegar gengið var frá bókun nema gesturinn eða gestgjafinn hafi veikst af COVID-19.

  Ef þú vilt vinna með gestum þínum og bóka aftur í framtíðinni eða sýna sveigjanleika varðandi afbókunarreglur þínar geturðu einnig fundið út úr slíku með gestinum þínum.

  Ítarlegar upplýsingar um reglur okkar um gildar málsbætur hvað varðar COVID-19 er að finna í hjálparmiðstöðinni ásamt öðrum upplýsingum um afbókanir.

  Öryggi þitt og öryggi samfélagsins er ávallt í forgangi hjá okkur. Gættu öryggis og sinntu heilsunni þarna úti.

  Aðalatriði

  • Þú berð ábyrgð á því að fylgja staðbundnum reglum vegna COVID-19, þar á meðal öllum takmörkunum vegna ferðalaga og gestaumsjónar þar sem þú ert

  • Ef þú ert gestgjafi á svæði með takmarkanir sem hið opinbera leggur á getur þú fellt niður bókanir á næstunni án viðurlaga

  Airbnb
  17. nóv. 2020
  Kom þetta að gagni?