Ábendingar til að spara orku og lækka orkureikninga

Litlar breytingar geta leitt af sér mikinn sparnað og dregið úr sóun.
Airbnb skrifaði þann 14. des. 2022
4 mín. lestur
Síðast uppfært 14. des. 2022

Aðalatriði

  • Komdu í veg fyrir súg og settu upp blöndunartæki með litlu flæði

  • Skiptu út stórum raftækjum og taktu minni tæki úr sambandi

  • Láttu gesti þína vita hvað þú gerir til að stuðla að sjálfbærni

Með hækkandi orkuverði getur reynst kostnaðarsamt að halda eigninni þægilegri fyrir gesti. Sem gestgjafi getur þú beðið gesti um að huga að upphitun, kælingu og vatnsnotkun en þú ættir ekki að treysta á að þeir hjálpi þér að halda reikningunum lágum. Betri lausn er að gera ráðstafanir til að bæta orkunýtni eignarinnar. Það getur leitt til mikils sparnaðar og hjálpað til við að vernda plánetuna.

Airbnb vinnur með sérfræðingum um sjálfbærni til að gefa gestgjöfum ráð og úrræði til að uppfæra eignir sínar. Prófaðu þessar ábendingar frá Energy Saving Trust, samtökum í Bretlandi sem sérhæfa sig í að hjálpa fólki að draga úr orkunotkun sinni og losun gróðurhúsalofttegunda.

Komdu í veg fyrir súg og settu upp blöndunartæki með litlu flæði

Gestir gera almennt ráð fyrir eign með loftkælingu eða upphitun og tiltæku heitu vatni. Þú getur komið til móts við þarfir þeirra ásamt því að lækka kostnaðinn hjá þér með því að bæta einangrun og vatnsnotkun eignarinnar.

  • Vindþétting í kringum glugga, dyr, skorsteina, lagnir og innstungur er ódýr en skilvirk leið til að spara orkunotkun á hvaða heimili sem er. Með einangrunarfilmu, þéttingu, frauðþéttingu, rúllugardínum og þykkum gardínum eða gardínuklæðningum má koma í veg fyrir súg.
  • Með því að einangra gamla vatnshitara til að halda hitanum betur og bæta tímastilli við þannig að vatn hitni ekki þegar eignin er ekki í notkun má spara orku.
  • Með því að skipta út hefðbundnum blöndunartækjum fyrir skolventla, krana og sturtuhausa með litlu flæði má draga úr vatnsnotkun. Sturtuhausar sem byggja á loftblöndun með því að blanda lofti við vatn til að halda háum þrýstingi draga úr vatnsnotkun um allt að 16 lítra (4,25 gallon) í hvert skipti. Athugaðu einnig með vatnsleka reglulega og gerðu við til að koma í veg fyrir sóun.
  • Með því að þvo aðeins þegar vélin er full og stilla þvotta- eða uppþvottavélina á „eco“ stillingu eða lágt hitastig getur þú sparað bæði vatn og rafmagn. Þegar þú undirbýrð eignina fyrir næstu gesti skaltu láta diska og þvott loftþorna þegar mögulegt er.

Anna, ofurgestgjafi og meðlimur ráðgjafaráðs gestgjafa í Newgale, Wales, notar einangrandi skreytingar til að halda bústöðunum sínum hlýlegum fyrir gesti. „Við settum teppi á gömul steingólfin og fallegar, þykkar gardínur sem koma í veg fyrir súg,“ segir Anna sem situr í sjálfbærnisnefnd ráðsins. „Þetta veitir rýminu bæði persónuleika og hjálpar til við að spara orku.

Skiptu út stórum raftækjum og taktu minni tæki úr sambandi

Margir gestir vilja þægindi eins og vel útbúið eldhús og áreiðanlegt þráðlaust net. Þú getur dregið úr rafmagnsnotkun án þess að draga úr gestrisni þinni.

  • Með því að skipta ljósaperum úr glóðar- og halógenperum yfir í LED getur þú sparað þér allt frá 4 til 16 Bandaríkjadali á hverju ári.
  • Ljósaskynjarar og stýringar er tiltölulega ódýr og einföld lausn en það er leið til að koma í veg fyrir að ljós séu skilin eftir kveikt þegar þau eru ekki í notkun eða kveikt sé á þeim fyrir slysni. Hreyfiskynjarar geta sparað rafmagn með því að kveikja og slökkva sjálfkrafa á ljósum þegar þeir skynja nærveru gesta.
  • Með því að skipta stórum raftækjum þegar tími er kominn til út fyrir orkunýtnari tæki má draga úr rafmagnsnotkun. Með því að velja ísskáp í hærri orkuflokki getur þú lækkað orkureikninga hjá þér töluvert yfir venjulegan endingartíma vörunnar.
  • Með því að taka minni tæki úr sambandi, þar með taldar hleðslusnúrur fyrir síma sem eru ekki í notkun, getur þú komið í veg fyrir sóun á rafmagni. Einnig er mögulegt að tengja tæki við fjöltengi eða snjalltengi sem þú getur slökkt á með fjarstýringu þegar eignin er ekki í notkun. Með því að vera ekki stöðugt með hin og þessi tæki í biðstöðu gæti rafmagnsreikningurinn hjá þér lækkað um 5% á mánuði.
„Það er svo margt sem þarf að þrífa og þvo,“ segir Anna. „Með tilliti til orkunýtni skiptir það mig miklu máli að nota þvottavél og þurrkara í háum orkuflokki.“

Segðu gestum sögu þína

Frásögn þín í skráningarlýsingunni getur gert viðleitni þinni til sjálfbærni betri skil og mótað upplifun gesta þinna.

„Ég tel að það skipti miklu máli að gera grein fyrir umhverfissjónarmiðum okkar í skráningarlýsingunni,“ segir Anna. „Þú getur látið í ljós hve sjálfbærni er þér mikilvæg ásamt því sem þú gerir til að stuðla að henni og þá laðar þú að réttu gestina sem er jafn annt um umhverfið og þér.“

Opin samskipti veita gestum einnig hvatningu til að fylgja þínu fordæmi. „Við viljum að sjálfsögðu veita gestum góða og huggulega dvöl,“ segir Anna. „Með því að greina frá væntingum um hvernig við leitumst við að spara orku í eigninni getum við þó komið í veg fyrir sóun eins og að skrúfa upp hitann og fara svo út yfir daginn.“

Þetta eru aðeins fáeinar leiðir til að stuðla að betri orkunýtni í eigninni þinni. Stærri breytingar eins og að setja upp sólarsellur, skipta út gluggum og bæta einangrun geta skapað enn meiri sparnað. Slíkar breytingar gætu uppfyllt skilyrði fyrir afslætti, skattafrádrætti og öðrum efnahagshvötum.

Frekari upplýsingar um sjálfbæra gestaumsjón

Aðalatriði

  • Komdu í veg fyrir súg og settu upp blöndunartæki með litlu flæði

  • Skiptu út stórum raftækjum og taktu minni tæki úr sambandi

  • Láttu gesti þína vita hvað þú gerir til að stuðla að sjálfbærni

Airbnb
14. des. 2022
Kom þetta að gagni?