Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Viltu hýsa viðbragðsaðila vegna COVID-19? Svona gengur það fyrir sig

  Við svörum algengustu spurningunum um þjónustuna okkar fyrir framlínugistingu.
  Höf: Airbnb, 26. mar. 2020
  7 mín. lestur
  Síðast uppfært 23. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um gestaumsjón í kófinu

  Við svörum algengustu spurningunum um framlínugistingu.

  Þar sem heimsfaraldur COVID-19 truflar daglegt líf um allan heim hefur óbugandi samfélag gestgjafa okkar á Airbnb leitað leiða til að taka áfram þátt. Gistisamfélagið gaf okkur innblásturinn til að opna þjónustu fyrir framlínugistingu svo að gestgjafar geti boðið heilbrigðisstarfsfólki og fyrstu viðbragðsaðilum húsnæði sitt í framlínunni gegn COVID-19.

  Viðbragðsaðilar vegna COVID-19 sem vinna með samstarfsaðilum Airbnb og Airbnb.org geta bókað gistingu og við vinnum hörðum höndum með alþjóðlegum heilbrigðisstofnunum til að uppfæra öryggis- og ræstingarreglur fyrir þá gestgjafa og gesti sem taka þátt.

  Við svörum algengustu spurningum gestgjafa til að styðja við samfélag okkar.

  Gjaldgengi fyrir þjónustu og þátttaka

  Hvernig tek ég þátt?
  Þú getur hjálpað með því að hýsa að kostnaðarlausu eða með afslætti. Sem gestgjafi getur þú boðið viðbragðsaðilum vegna COVID-19 örugga og þægilega gistiaðstöðu. Við munum biðja þig um að lofa að fylgja ítarlegra ræstingarferli Airbnb eða ákveða að loka í 72 tíma eftir hverja dvöl.

  Skráning fer fram á Airbnb.com/COVID19relief.

  Er eignin mín gjaldgeng fyrir þjónustuna?
  Fasteign þín þarf að vera heil eign og engir aðrir gestir mega vera í henni svo þú megir hýsa viðbragðsaðila vegna COVID-19. Aðrar gjaldgengiskröfur gætu átt við eftir því hvar þú tekur á móti gestum en þær er að finna í hjálparmiðstöðinni.

  Þarf ég sem gestgjafi að vita af einhverjum sérreglum?
  Gestgjafar sem taka þátt í þjónustunni (sem og umsjónarmenn fasteigna og ræstitæknar sem vinna með þeim) þurfa að fylgja reglum um nándarmörk. Í því felst að lágmarka persónuleg samskipti við innritun, að halda sig í 2ja metra fjarlægð ef hitta verður gesti og að fara aldrei inn í fasteignina meðan á dvöl gests stendur nema þess sé þörf. Við mælum eindregið með því að bjóða sjálfsinnritun þegar hægt er.

  Gestgjafar þurfa einnig annaðhvort að samþykkja ítarlegri ræstingarreglur Airbnb eða bíða í 72 klukkustundir milli bókana með að þrífa, hreinsa, sótthreinsa og undirbúa eignir sínar nógu vel fyrir nýja gesti. Aðrar viðmiðunarreglur gætu átt við eftir því hvar þú tekur á móti gestum og því skaltu fylgja öllum kröfum sem birtar eru af stjórnvöldum á staðnum eða heilbrigðisyfirvöldum.

  Frekari upplýsingar um ábyrga gestaumsjón

  Hvernig ætti ég að þrífa eignina mína fyrir og eftir að hafa hýst viðbragðsaðila vegna COVID-19?
  Skoðaðu Airbnb.com/cleaningresources fyrir nýjustu leiðbeiningar um þrif og hreinsun fyrir dvöl, hvernig hreinlætisloforð er gefið og fleira. Við mælum með því að allir gestgjafar með framlínugistingu fylgi uppfærðu viðmiðunum og nýti sér önnur úrræði, svo sem handbók með nákvæmum gátlistum, til að undirbúa sig fyrir gesti sem eru viðbragðsaðilar vegna COVID-19.

  Ég tek á móti gestum í borg með fyrirmælum um að halda kyrru fyrir á einum stað. Má ég fara inn í fasteignina mína til að þrífa hana?
  Athugaðu hjá staðaryfirvöldum hvað er heimilt og óheimilt samkvæmt fyrirmælum borgarinnar um að halda kyrru fyrir á einum stað.

  Get ég hætt þátttöku ef ég skipti um skoðun?
  Já. Þú getur alltaf valið að hætta framlínugistingu í stillingunum þínum.

  Verðlagning á framlínugistingu

  Hvernig ætti ég að verðleggja eign mína?
  Marga viðbragðsaðila vegna COVID-19 sem taka þátt í þjónustunni vantar gistiaðstöðu ókeypis eða með miklum afslætti vegna þess að þeir borga hana úr eigin vasa. Ef þú getur boðið viðbragðsaðilunum vegna COVID-19 ókeypis húsnæði biðjum við þig um að íhuga það.

  Ef þú ert ekki gestgjafi á Airbnb en vilt bjóða viðbragðsaðilunum ókeypis gistingu getur þú farið á Airbnb.com/COVID19relief til að hefjast handa. Þú getur búið til skráningu á Airbnb og síðan opnað Umsjón með rýminu þínu til að skrá þig í þjónustuna.

  Ef þú ert nú þegar gestgjafi á Airbnb getur þú skráð þig hér til að hýsa viðbragðsaðila vegna COVID-19. Þú getur boðið afslátt eða boðið gistinguna ókeypis.

  Hvernig býð ég viðbragðsaðilum vegna COVID-19 afslátt?
  Ef þú ert gestgjafi með virka skráningu á Airbnb getur þú tilgreint afslátt fyrir viðbragðsaðila vegna COVID-19 þegar þú nýskráir þig til að hýsa heilbrigðisstarfsfólk og fyrstu viðbragðsaðila. Ef þú vilt hjálpa en ert ekki með skráningu stofnar þú fyrst nýja skráningu á Airbnb og nýskráir þig svo til að setja inn afslátt fyrir viðbragðsaðila.

  Þegar þú tilgreinir afslátt notum við hann einungis sjálfkrafa fyrir bókanir vottaðra viðbragðsaðila vegna COVID-19 og þú færð sundurliðun á verði þegar þú færð bókunarbeiðni eða hraðbókun. Hafðu í huga að dagatalið þitt sýnir ekki afsláttarverð fyrir viðbragðsaðila vegna COVID-19. Afsláttur sem þú býður fyrir framlínugistingu bætist ekki við annan afslátt sem þú býður.

  Innheimtir Airbnb gjöld vegna þessara bókana?
  Við viljum að allt fjármagn nýtist til stuðnings við viðbragðsaðila og gestgjafa þeirra svo að við fellum eins og er niður öll gjöld Airbnb fyrir fyrstu 100.000 bókanir viðbragðsaðila vegna COVID-19 í gegnum þjónustuna.

  Er framlínugisting undanþegin opinberum takmörkunum á útleigu?
  Framlínugisting er sums staðar undanþegin takmörkunum á útleigu vegna COVID-19. Hér eru frekari upplýsingar um ferðatakmarkanir þar sem þú ert. Framlínugisting, þ.m.t. ókeypis dvöl, er eftir sem áður talin með í hámarksfjölda gistinátta og fellur undir sömu lög og reglur á staðnum og aðrar bókanir á Airbnb.

  Hér eru ítarlegri upplýsingar um mál tengd lögum og reglugerðum. Gestgjafar bera ábyrgð á því að fylgja landslögum og reglum.

  Móttaka viðbragðsaðila vegna COVID-19

  Hverjir geta bókað í þessari þjónustu?
  Heilbrigðisstarfsfólk og fyrstu viðbragðsaðilar sem tengjast samstarfsaðilum Airbnb eða Airbnb.org geta bókað sér framlínugistingu.

  Hvaða stjórn hef ég á því hverjir geta bókað eignina mína?
  Ef þú býður ókeypis gistingu getur þú valið að samþykkja eða hafna bókun eins og við aðra hefðbundna bókunarbeiðni. Þessi valkostur á við hvort sem þú hefur kveikt á hraðbókun eða ekki. Við viljum að gestgjafar sem eru svo örlátir að bjóða eign sína án endurgjalds geti nýtt sér þessa aukastjórn.

  Ef þú býður eignina þína með afslætti og hraðbókun geta gjaldgengir gestir bókað eignina þína án þess að óska eftir samþykki. Ef þú vilt frekar hafa meiri stjórn á því hver bókar eignina þína getur þú íhugað að slökkva á hraðbókun meðan þú tekur þátt í þjónustunni. Eins og ávallt skaltu hafa reglur okkar gegn mismunun í huga. Höfnun á framlínugistingu hefur ekki áhrif á stöðu ofurgestgjafa svo lengi sem þú svarar innan 24 klukkustunda.

  Hvernig gestum má ég reikna með að taka á móti í gegnum þjónustuna?
  Viðbragðsaðilar vegna COVID-19 um allan heim leita nú að tímabundnu húsnæði. Margir eru hjúkrunarfræðingar og læknar sem ferðast á áhrifasvæði til að styðja starfsfólk sjúkrahúsa þar, heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur langt að heiman og tekur vakt eftir vakt og bráðaliðar vinna með sjúklingum á hverjum degi og hafa áhyggjur af heilsufari fjölskyldna sinna, og það á sérstaklega við þegar aldraðir foreldrar eða ungbörn eru heima við.

  Hvernig veit ég hvort gestur sé viðbragðsaðili vegna COVID-19?
  Þessir gestir eru með sérstaka auðkenningu vegna COVID-19 á bókunarbeiðnum sínum og staðfestingum. Hvort sem þú býður hraðbók eða ekki þekkirðu strax viðbragðsaðila vegna COVID-19.

  Get ég sent mögulegum gestum skilaboð til að skilja þörfina á framlínugistingu áður en ég samþykki bókun?
  Samstarfsaðilar okkar munu staðfesta að allir gestir vinni við heilsugæslu eða fyrstu viðbrögð fyrir innritun svo að gesturinn leggi örugglega sitt að mörkum í baráttunni gegn COVID-19. Margir viðbragðsaðilar vegna COVID-19 eru undir miklu álagi svo að sýna ber samkennd og skilning í samskiptum. Hafðu reglur okkar gegn mismunun einnig í huga.

  Hvað gerist ef staðfest er að gestur eða viðbragðsaðili vegna COVID-19 sé smitaður af COVID-19 meðan á dvölinni stendur og lengja þarf bókunina?
  Heilbrigðisstarfsfólk og fyrstu viðbragðsaðilar eru í framlínu baráttunnar gegn COVID-19 og stofna heilsu sinni í hættu á hverjum degi. Ef fólkið smitast af veirunni meðan á dvöl þeirra stendur viljum við að húsaskjól sé það síðasta sem þau þurfa að hafa áhyggjur af. Með því að skrá sig í þjónustu um framlínugistingu samþykkja gestgjafar að leyfa gestum að ljúka bókun sinni og/eða gista í þann tíma sem þarf til að jafna sig eða vera í sjálfseinangrun (það getur þýtt að gesturinn þurfi að lengja gistinguna).

  Hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar ef þú þarft að hýsa gest í fleiri nætur eða ef þú ert með aðra bókun á sama tíma. Við leysum málið með gestgjöfum.

  Geta í einhverjum tilfellum verið meira en einn gestur um hverja bókun?
  Þótt gisting sé oftast fyrir staka gesti getur verið að viðbragðsaðilar vegna COVID-19 þurfi í einhverjum tilfellum að dvelja með öðrum. Þar á meðal eru tilfelli þar sem margir viðbragðsaðilar vilja dvelja saman til að borga kostnað eða þar sem viðbragðsaðila vantar vistarverur fyrir sig og fjölskyldur sínar vegna húsnæðisskorts.

  Hvað varir framlínugisting lengi?
  Framlínugistingu eru engin föst takmörk sett. Viðbragðsaðilar vegna COVID-19 gætu þurft lengri gistingu vegna verkefna sinna í starfi. Flestar beiðnir virðast vera frá nokkrum dögum og í allt að mánuð. Sem gestgjafi ræður þú hve margar nætur þú býður. Þú getur hafnað beiðnum sem þér finnst vera óþægilegar. Það hefur ekki áhrif á stöðu þína sem ofurgestgjafi.

  Gildir gestgjafaábyrgð Airbnb um framlínugistingu?
  Þó að gestgjafatrygging og gestgjafaábyrgð upp að USD 1.000.000 gildi um þessa gistingu eru takmörk á gjaldgengi. Takmarkanir geta sem dæmi varðað gjaldgengi krafna tengdum smiti á COVID-19 og ráðstafanir teknar vegna COVID-19. Frekari upplýsingar

  Ætti ég að láta nágranna mína vita að ég hýsi viðbragðsaðila vegna COVID-19?
  Almennt séð er gott að láta nágranna vita af gestaumsjóninni. Þannig gefst þeim tækifæri til að deila sérstökum áhyggjum sínum eða greina frá íhugunarefnum sem þeir kunna að hafa. Frekari upplýsingar um ábyrga gestaumsjón

  Við vitum að þetta er erfiður tími fyrir svo mörg ykkar og við kunnum að meta allar leiðir gestgjafa okkar sem styðja við viðbragðsaðila vegna COVID-19 sem eru í framlínunni. Þakka þér eins og alltaf fyrir að taka þátt í samfélagi Airbnb.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um gestaumsjón í kófinu
  Airbnb
  26. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?