Hvernig dagatals- og bókunarstillingar virka

Stilltu verð og framboð hjá þér til að fá þær bókanir sem þú sækist eftir.
Airbnb skrifaði þann 1. des. 2020
4 mín. lestur
Síðast uppfært 3. apr. 2023

Dagatals- og bókunarstillingar gefa þér fulla stjórn á því hvernig þú hagar framboði á eigninni, allt frá nokkrum helgum hér og þar til alls ársins um kring. Með því að tileinka þér þessar stillingar getur þú mætt þörfum gesta og bætt gistireksturinn.

Svona stillir þú dagatalið í samræmi við þarfir þínar.

Stilling á framboði í dagatalinu

Þú getur opnað dagsetningar í dagatalinu allt að tvö ár fram í tímann. Því fleiri dagsetningar sem eru í boði hjá þér, því fleiri valkosti hafa gestir.

Þú ættir að uppfæra dagatalið reglulega til að koma í veg fyrir afbókanir. Afbókanir geta leitt til gjalda og annarra afleiðinga fyrir þig og slæmrar upplifunar fyrir gesti.

Svona nýtir Kevino, ofurgestgjafi í Mexíkóborg, sér dagatals- og bókunarstillingarnar:

  • Uppfærðu verð miðað við eftirspurn á svæðinu. „Ég hækka verðið oftast í október og nóvember sem telst til háannatíma í Mexíkóborg vegna þeirra fjölmörgu hátíða sem fara fram. Allir vilja taka þátt í degi hinna dauðu!“
  • Tilgreindu nákvæma tímasetningu fyrir inn- og útritun. „Gestir geta innritað sig frá kl. 14:00 og útritað sig hvenær sem er fyrir kl. 12:00. Ég vil að gestirnir mínir geti haft tíma til að slappa af og borða morgunmat áður en þeir fara. Ég býð einnig gestum sem vilja vera áfram í borginni eftir útritun upp á læst rými til að geyma farangur sinn.“

  • Taktu frá dagsetningar sem eru fráteknar fyrir fjölskyldu, vini eða fastagesti. „Ég á mér nokkra fastagesti sem koma aftur ár eftir ár á sama tíma þannig að ég tek oft þær dagsetningar frá.“

Einnig má nota bókunarstillingarnar til að:

  • Velja undirbúningstíma til gera eignina klára á milli gesta.
  • Tilgreina lágmarks og hámarksdvöl .

  • Samstilla dagatalið þitt á Airbnb við önnur dagatöl á Netinu. Samstilling dagatalsins hjálpar þér að koma í veg fyrir tvíbókanir og gerir þér kleift að nálgast allar upplýsingar á einum stað.

Dagatalið heldur einnig utan um bókanir gesta. Þú getur valið að sýna eða fela ítarupplýsingar til að skoða framboðið yfir lengri tíma, fara yfir fyrri gistináttaverð, breyta verði og kynningartilboðum fram í tímann og sinna skipulagningu á einfaldan hátt.

Val á hvernig gestir geta bókað eign þína

Þú getur heimilað gestum að bóka eignina með hraðbókun eða gegn bókunarbeiðni.

Bókunarbeiðnir gera gestgjöfum kleift að samþykkja hverja bókun fyrir sig innan 24 klukkustunda frá því að beiðni berst. Gestgjafar velja oft þessa leið þegar:

  • Framboðið er ófyrirsjáanlegt vegna persónulegra þarfa og skipulags.
  • Eignin er frábrugðin því sem gengur og gerist, t.d. vegna mjög fábrotinna aðstæðna og gestgjafinn vill gefa gestum réttar væntingar fyrir bókun.
  • Boðið er upp á gistingu sem varir í 28 nætur eða lengur.

Hraðbókun gerir gestum sem uppfylla allar kröfur þínar og samþykkja húsreglurnar kleift að bóka lausar dagsetningar samstundis. Þetta tól flýtir fyrir bókunarferli gesta og kemur í veg fyrir að þú þurfir að fara yfir og samþykkja hverja bókunarbeiðni fyrir sig.

„Ég gerði prófun þar sem ég birti skráninguna mína fyrst með handvirkum beiðnum og síðan með hraðbókun,“ segir Kevino. „Með hraðbókun fékk ég töluvert fleiri bókanir.“

Með þessum eiginleikum og öðrum stillingum getur þú stjórnað því hvenær og hvernig eignin þín er bókuð og útbúið dagatal sem hentar þínum þörfum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
1. des. 2020
Kom þetta að gagni?