Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

    Vinsælir áfangastaðir á Airbnb í augnablikinu

    Gestir leitast eftir sól, útsýni og gönguferðum á áfangastöðum sem gætu komið þér á óvart.
    Airbnb skrifaði þann 21. jún. 2023
    2 mín. lestur
    Síðast uppfært 21. jún. 2023

    Airbnb gerir ráð fyrir meira en 300 milljónum innritana á þessu ári. Áfangastaðirnir fyrir júní, júlí og ágústmánuð sem voru vinsælastir í leit hjá gestum fyrstu þrjá mánuði ársins gætu þó komið þér á óvart. Vinsælir áfangastaðir miðast við staði þar sem mest aukning varð í leit, samanborið við árið þar á undan.

    Vinsælir áfangastaðir um allan heim

    Vinsælir alþjóðlegir áfangastaðir, sem ná yfir fjórar heimsálfur, voru:

    1. Kuta Utara, Balí

    2. Ksamil, Albanía

    3. Barselóna, Spánn

    4. London, England

    5. Gotland, Svíþjóð

    6. Louisville, Kentucky, BNA

    7. Róm, Ítalía

    8. Rouen, Frakklandi

    9. Marrakesh, Marokkó

    10. Grindelwald, Sviss

    Vinsælir áfangastaðir innanlands fyrir bandaríska ferðalanga

    Bandarískir ferðalangar virðast vera í leit að sól og sandi þó að nokkur landlukt svæði séu einnig á listanum. Vinsælir áfangastaðir í Bandaríkjunum voru:

    1. Louisville, Kentucky

    2. Laconia, New Hampshire

    3. Lexington, Kentucky

    4. Pittsburgh, Pennsylvanía

    5. Panama City, Flórída

    6. Milwaukee, Wisconsin

    7. Surf City, New Jersey

    8. Bolivar Peninsula, Texas

    9. Kansas City, Missouri

    10. North Topsail Beach, Norður-Karólína

    Vinsælir alþjóðlegir áfangastaðir fyrir bandaríska ferðalanga

    Bandarískir ferðalangar hafa einnig áhuga á að fara til útlanda. Vinsælir áfangastaðir í leit voru:

    1. Mýkonos, Grikkland

    2. Níagarafossar, Kanada

    3. Interlaken, Sviss

    4. Amalfí, Ítalía

    5. Flórens,Ítalía

    6. Bangkok, Taíland

    7. Sorrento, Ítalía

    8. Tórontó, Kanada

    9. Ríó de Janeiro, Brasilía

    10. Banff, Kanada

    Vinsælir áfangastaðir fyrir Airbnb Herbergi

    Þeir fimm áfangastaðir þar sem bókanir á sérherbergjum jukust mest á milli 1. apríl 2022 og 31. mars 2023, samanborið við sama tímabil árinu þar á undan voru:

    1. Mapo-gu, Seúl, Kórea

    2. Melbourne, Ástralía

    3. Varsjá, Pólland

    4. Sydney, Ástralía

    5. Flórens,Ítalía

    Ef þú ert gestgjafi á einhverjum þessara áfangastaða eru nokkrir hlutir sem þú getur gert til að búa þig undir háannatímann. Ef þú ert ekki gestgjafi á þessum stöðum gætu þessar upplýsingar samt sem áður veitt þér innblástur til að gera breytingar á skráningunni þinni.

    Ef þú ert til dæmis með sundlaug gætir þú tekið góða mynd af henni og haft sem forsíðumynd skráningarinnar. Ef eignin er nálægt skemmtilegum gönguslóðum gætir þú tekið það fram í skráningartitlinum eða -lýsingunni.

    Vinsælustu flokkarnir sem fengu bókanir á alþjóðavísu á Airbnb á milli maí 2022 og mars 2023, voru ströndin, magnaðar laugar, vinsælt núna, þekktar borgir og þjóðgarðar. Gestir setja því greinilega sólskin, útsýni og gönguferðir í forgang. Jafnvel þótt eignin þín sé ekki á neinum af þessum listum getur þú notað þessar upplýsingar til að leggja áherslu á alla þætti skráningarinnar sem samsvara þessari eftirspurn.

    Hvar sem þú ert í heiminum ertu hluti af samfélagi sem skapar einstakar upplifanir fyrir gesti sem er aðeins hægt að finna á Airbnb. Nýlega tóku yfir 19.000 gestir og gestgjafar þátt í alþjóðlegri könnun þar sem fram kom að yfir 60% töldu að ferðalög á Airbnb veittu nánari tengingu við menninguna á staðnum, samanborið við dvöl á hóteli eða orlofssetri.

    Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

    Airbnb
    21. jún. 2023
    Kom þetta að gagni?