Einfaldar leiðir til að gleðja gesti meðan á langtímagistingu stendur

Fylgdu þessum ábendingum til að ýta undir vellíðan gesta og góðar umsagnir.
Airbnb skrifaði þann 28. feb. 2023
3 mín. lestur
Síðast uppfært 28. feb. 2023

Gestir sem gista í 28 nætur eða lengur hafa oft aðrar þarfir en gestir sem gista yfir helgi. Með því að koma til móts við þessar þarfir bætir þú ferðaupplifun gesta og stuðlar að fimm stjörnu umsögnum.

Prófaðu að huga að þessum einföldu atriðum um það bil viku eftir komu til að gleðja gesti í langdvöl.

Hlúið að þörfum gesta

Heill mánuður er langur tími til að vera án einhvers sem þú notar reglulega en gast ekki pakkað með. Sem gestgjafi getur þú spurt gesti þína hvort þeir þarfnist einhverja nauðsynja.

Hugsanlega gætu þeir viljað auka kodda eða ábreiðu; regnhlíf eða eldhúsáhöld eins og brauðrist eða blandara. Með því að koma til móts við þessi tiltölulega smávægilegu atriði getur þú skipt sköpum fyrir gesti þannig að betur fari um þá og boðið næstu gestum upp á sömu þægindin.

Andrea, ofurgestgjafi í Leavenworth, Washington, segir að hún passi upp á að eldhúsið sé vel útbúið þegar um langtímagistingu sé að ræða. „Ég passa alltaf að útvega gestum mínum nóg af telaufum, kaffi, valkostum til að hella upp á kaffi ásamt olíu og kryddi til matargerðar.“

Ræstingar boðnar þegar dvöl er hálfnuð

Ræstingar án endurgjalds þegar liðið er fram á miðja dvöl er eitthvað sem margir gestir kunna að meta. Það kemur sér vel fyrir þá og veitir þér tækifæri á að sinna léttu viðhaldi, eins og að skipta út rafhlöðum, ljósaperum og síum.

Annette, ofurgestgjafi í San Francisco hefur þann vana á að segja við gesti: „Þar sem þú verður hér í að minnsta kosti mánuð getur verið að þú þurfir á okkur að halda. Ekki taka að þér neinar viðgerðir ef eitthvað bilar, sama hversu smávægilegt það er. Hafðu strax samband við okkur og við leysum úr málinu.“

Þegar þú gerir ráðstafanir til að sinna ræstingum í miðri dvöl er gott að láta gesti vita hver kemur til með að koma inn í eignina, klukkan hvað og hversu lengi viðkomandi verður á staðnum. Skýr samskipti gefa til kynna að þér sé annt um friðhelgi og öryggi gesta þinna.

Þú gætir einnig boðið upp á tíðari ræstingar gegn gjaldi sem koma ræstiteymi þínu vel og halda eigninni hreinni.

Mælt með þjónustu á staðnum

Gestir eru oftast ekki jafn staðkunnugir og þú. Handbók eða skilaboð með staðbundnum ábendingum geta hjálpað gestum að fá sem mest út úr dvöl sinni.

Taktu saman stuttan lista yfir þjónustu sem gestir í langtímadvöl gætu þurft á að halda, svo sem hundapössun, heimsendingu á matvöru eða viðgerðarþjónustu fyrir fartölvur. Með því að mæla með fyrirtækjum á staðnum eflir þú tengsl þín við gesti á sama tíma og þú eykur hagvöxt samfélags þíns.

Vektu athygli gesta á uppáhaldsstöðunum þínum, sérstaklega stöðum sem eru minna þekktir og fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Ekki gleyma að minnast á hátíðir eða aðra stóra opinbera viðburði sem eiga sér stað meðan á dvölinni stendur.

Persónuleg smáatriði

Gestir kunna að meta persónuleg smáatriði. Þú gætir skilið eftir kort við dyrnar með þakklætisorðum („Takk fyrir bóka gistingu hjá okkur“) og hugulsama gjöf:

  • Vínflösku frá svæðinu
  • Nýbakað brauð
  • Minjagrip frá svæðinu

„Því minna og léttara, því betra,“ segir Donna, ofurgestgjafi í San Francisco. „Mér finnst best að gefa eitthvað matarkyns þannig að gestir geti notað það strax ef þeir vilja.“ Hlutir frá svæðinu geta glatt gesti og minnt þá á eignina þína að ferð lokinni.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Airbnb
28. feb. 2023
Kom þetta að gagni?