Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

  Ábendingar frá gestgjöfum í Airbnb Plús: Hvernig eignum er haldið tandurhreinum

  Auktu hreinlæti fyrir gesti með þessum ábendingum Airbnb Plús fyrir gestaumsjón.
  Höf: Airbnb, 21. apr. 2021
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 21. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Hafðu allt snyrtilegt og vel skipulagt til að auðvelda notkun

  • Fylgstu með viðhaldi innan- og utanhúss til að hafa engar áhyggjur

  • Eigðu samstarf við ræstingaþjónustu þegar þú getur ekki sinnt öllu án hjálpar

  • Staðfestu að allt sé í góðu ástandi, virki vel og sé öruggt

  Gestgjafar í Airbnb Plús passa að eignir sínar séu tandurhreinar, skipulagðar og í góðu ástandi til að heilla gesti. Leitaðu þér innblásturs í helstu ráðum þeirra um hreinlæti:

  Hafðu allt snyrtilegt og skipulagt

  Allir hlutir sem sjást ættu að vera til skreytingar eða afnota gesta. Feldu persónulega muni. Reyndu að setja ekki föt þín eða eigur í skápa, skúffur eða kommóður sem standa gestum til boða. Settu persónulega muni í geymslu eða fjarlægðu þá áður en gestir koma svo sem pappírsstafla, gæludýravörur, dót, tæki, tól og annað sem er ekki ætlað gestum. Skipuleggðu eignina þína til að skapa rólega stemningu og þannig að gestum líði notalega.

  Fylgstu með viðhaldi

  Eignin þín ætti að vera í frábæru ástandi innanhúss sem utan og slit ætti að vera í lágmarki. Skiptu út blettóttum eða rifnum textílefnum svo að gestir geti slakað á með hreinum rúmfötum, ábreiðum og mottum. Lagaðu bletti og för á gólfum, veggjum og lofti, þ.m.t. að laga eða hreinsa bletti, sprungur, holur, för, bil eða aflitun sem veldur hættu eða lítur illa út.

  Passaðu að allar ruslafötur séu tómar, hvergi sé rusl og ryk á yfirborðum og að fúgan í sturtunni sé tandurhrein áður en gestir innritast. Ekki gleyma eigninni utanverðri. Þetta er það fyrsta sem gestir taka eftir.

  Justina, gestur sem gisti í íbúð Chris í Airbnb Plús í London, tók eftir því hversu mikið Chris lagði í eignina sína. „Þetta er stórkostleg íbúð, í ótrúlega góðu viðhaldi og með góðri þjónustu,“ segir Justina. „Þetta var eins þægilegt og glæsilegt og að dvelja á hóteli en með öllum hlýleika og notalegheitum heimilisins.“

  Eigðu samstarf við ræstingaþjónustu

  Sumir gestgjafar geta ekki hreinsað eignina sína vandlega sjálfir. Lykillinn er að búa þannig um hnúta að ræstingaþjónustan skili árangri og að allir gestir komi að eigninni í sama standi. Gott getur verið að sýna myndir af því hvernig þú vilt að hlutum sé raðað (þar á meðal koddum, húsgögnum, þægindum o.s.frv.) eða vera með gátlista svo að tilteknir staðir eða verkefni detti ekki upp fyrir.

  Staðfestu að allt virki vel

  Allir eiginleikar eignarinnar þinnar verða að vera öruggir og virka vel svo að dvöl gesta verði þægileg og eftirminnileg. Gakktu úr skugga um að dyrnar og gluggarnir virki; lamir ættu að vera traustar, ryðlausar og án ískurs og auðvelt ætti að vera að opna og loka dyrum og gluggum. Gakktu úr skugga um að öll ljós virki vel og að ljósstyrkur sé réttur. Passaðu að sérbúnaður sé í mjög góðu standi, þ.m.t. sundlaugar, heitir pottar, gufuböð og leikherbergi.

  Þegar útlit og notalegheit eignarinnar fylla þig stolti taka gestir eftir því og kunna að meta það sem þú hefur lagt á þig. Ef þú sérð um þrif og viðhald geta gestirnir slappað af og notið dvalarinnar.

  Aðalatriði

  • Hafðu allt snyrtilegt og vel skipulagt til að auðvelda notkun

  • Fylgstu með viðhaldi innan- og utanhúss til að hafa engar áhyggjur

  • Eigðu samstarf við ræstingaþjónustu þegar þú getur ekki sinnt öllu án hjálpar

  • Staðfestu að allt sé í góðu ástandi, virki vel og sé öruggt

  Airbnb
  21. apr. 2021
  Kom þetta að gagni?