Það sem á, og á ekki, að gera þegar sjálfsinnritun er í boði
Aðalatriði
Með sjálfsinnritun geta gestgjafar boðið framúrskarandi gestrisni um leið og nándarmörk eru virt
Lyklabox, snjalllásar og talnaborð eru þrjár vinsælar leiðir fyrir örygga sjálfsinnritun
- Bættu sjálfsinnritun við eignina
- Kynntu þér meira í handbók okkar um undirbúning fyrir viðreisn ferðaþjónustu
Gestgjafar eru að aðlaga ferlið hjá sér að þörfum gesta nú þegar ferðalög eru að aukast á ný og ein besta leiðin til að höfða til ferðamanna er að bæta sjálfsinnritun við eignina.
Ekki hafa áhyggjur ef sjálfsinnritun er ekki meðal þægindanna sem þú býður upp á: Við sýnum þér hinar ýmsu leiðir og gefum frábær ráð frá gestgjöfum sem hafa þegar nýtt sér þessa leið til að vera sýndargestgjafar.
Hafðu einfalda leið fyrir gesti til að komast inn í eignina
Þrjár vinsælar leiðir fyrir sjálfsinnritun eru lyklabox, snjalllásar og talnaborð. Þú ættir að vita af eftirfarandi fyrir um þessar leiðir:
Lyklabox (búnaður til að geyma lykla) eru auðveld í uppsetningu. Lyklabox eru vanalega á viðráðanlegu verði og hafa oft möguleika á að gestir setji inn kóða til að sækja lykilinn sjálfan. Þú getur falið lyklaboxið eða fest það á hurð eða vegg og breytt kóðanum milli gesta.
Þú getur einnig notað hugbúnað þriðju aðila til að samstilla snjalllásinn við aðgang þinn að Airbnb. „Við erum með rafræna hurðarlæsingu frá NUKI sem tengist Airbnb,“ segir gestgjafinn Pascal frá Brunswick í Þýskalandi. „Gesturinn fær kóðann sjálfkrafa með tölvupósti og heimildin varir jafn lengi og dvölin.“*
Með talnaborði (þegar gestir opna dyrnar með kóða) þarf engan lykil. Þú getur deilt kóða fyrir talnaborðið með gestum áður en þeir innrita sig og þeir geta nota sama kóða alla dvölina. Sumir gestgjafar eru með talnaborð til öryggis: Þó að Pascal sé með snjalllás er hann einnig með „talnaborð fyrir þá sem vilja nota það“.
Ekki gleyma að setja inn leiðbeiningar fyrir innritun í Airbnb appinu
Það er auðvelt að segja gestum þínum nákvæmlega hvar lyklabox er að finna eða hvernig nota á snjalllás eða talnaborð; bættu leiðbeiningunum einfaldlega við í appinu okkar. Frekari upplýsingar
Gerðu samskipti við gesti auðveldari og skilvirkari
Margir gestgjafar um allan heim bjóða nú þegar sjálfsinnritun. Hérna eru tvær ábendingar gestgjafa um samskipti við gesti fyrir komu:
- Sendu gestum of miklar upplýsingar svo að þeir viti við hverju má búast áður en þeir mæta. Mary Ellen frá Merrimack, New Hampshire, sendir gestum „ítarleg innritunarskilaboð“ með kóðanum að lyklaboxinu nokkrum dögum áður en bókunin hefst; og bónusábendingu. „Við mælum með því að skrifa allt niður af því að tengingin getur verið slæm á leiðinni upp í íbúðina,“ segir hún.
- Útbúðu tímabundin skilaboð og sniðmát fyrir skilaboð með innritunarupplýsingum til að spara tíma. Katrina frá Saskatchewan, Kanada, sendir öllum gestum sínum sömu skilaboð áður en gistingin hefst og lætur vita að hún sé alltaf til taks ef eitthvað kemur upp á. Hún minnir þá einnig á hvar upplýsingar um sjálfsinnritun er að finna; á bókunarsíðunni við aðgang þeirra að Airbnb og í innritunartölvupósti frá Airbnb.
Útbúðu öruggt ferli við sjálfsinnritun
Sjálfsinnritun getur einfaldað líf gesta en gestir bera ábyrgð á því að ferlið hjá þeim sé öruggt. Ef þú notar lyklabox ættir þú að breyta númerinu milli gesta og vera viss um að enginn annar geti nálgast lyklana meðan á bókuninni stendur.
Ef þú notar snjalllás eða lyklaborð er mikilvægt að breyta kóðanum að lokinni hverri bókun. Eins og Derek í Tennessee nota sumir gestgjafar síðustu fjórar tölurnar í símanúmeri gesta sem kóðann hjá sér. Þá eiga allir auðveldara með að muna hann.
Ekki sleppa því að bæta sjálfsinnritun við skráninguna þína
Þegar þú hefur valið sjálfsinnritun skaltu muna að bæta þessum þægindum við skráninguna þína. Gestir geta síað leitarniðurstöður eftir þægindum eigna og því er mikilvægt að taka allt fram sem þú býður upp á.
Umfram allt skaltu muna að sjálfsinnritun getur sparað þér tíma — og þú getur veitt frábæra gestrisni úr öruggri fjarlægð.
*Upptaldar vörur eru aðeins nefndar til skýringar. Airbnb styður ekki, mælir ekki með, ábyrgist ekki og tengist engum varanna sem eru nefndar á annan hátt. Skoðanir nafngreindra gestgjafa eru þeirra eigin og skulu ekki teljast meðmæli eða samþykki Airbnb.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Aðalatriði
Með sjálfsinnritun geta gestgjafar boðið framúrskarandi gestrisni um leið og nándarmörk eru virt
Lyklabox, snjalllásar og talnaborð eru þrjár vinsælar leiðir fyrir örygga sjálfsinnritun
- Bættu sjálfsinnritun við eignina
- Kynntu þér meira í handbók okkar um undirbúning fyrir viðreisn ferðaþjónustu