Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Taktu frábærar skráningarmyndir með símanum þínum

  Snjallsíminn þinn getur gert meira en þú heldur, allt frá uppsetningu á eigninni til að ganga frá breytingum.
  Höf: Airbnb, 3. mar. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 3. mar. 2020

  Aðalatriði

  • Skráningar með gæðamyndum skara fram úr í leitarniðurstöðum og eru bókaðar oftar

  • Sýndu bestu myndina þína fyrst: fyrsta myndin hjá þér er sýnd í leitarniðurstöðum gesta

  • Taktu ljósmyndir með símanum þínum til að vekja strax áhuga gesta. Þú getur alltaf bætt við atvinnumyndum síðar

  Myndirnar þínar geta haft mikil áhrif á hversu vel skráningin þín gengur. Skráningar með gæðamyndum skara yfirleitt fram úr í leitarniðurstöðum og eru bókaðar oftar. Rannsóknir Airbnb sýndu fram á að gestir líta einna helst á ljósmyndir við leit að gistingu. Sem betur fer þarftu ekki að vera atvinnuljósmyndari, eiga dýran myndavélbúnað eða eyða öllum deginum í uppsetningu fyrir myndatöku til að fá hágæðamyndir. Það eina sem þú þarft er snjallsími, einn til tveir klukkutímar og ábendingarnar hér á eftir.

  Gættu að tímasetningu

  Góð lýsing er munurinn á myrku og drungalegu herbergi og björtu og notalegu herbergi.

  • Taktu einungis myndir að degi til þegar dagsbirtan er mest
  • Lagaðu gluggatjöld svo að sólin skíni inn og kveiktu á lömpum í myrkum hornum ef þess þarf. Ekki treysta á flassið í símanum en þá geta myndir orðið ertandi fyrir sjón.
  • Þegar þú undirbýrð myndatökuna á símanum getur þú pikkað á mismunandi hluta skjásins til að stilla birtustigið. Smelltu á marga staði á myndinni til að ná bestu birtunni.

  Stilltu upp fyrir góða mynd

  Lykilatriðið við myndatöku er að finna rétta staðinn og sjónarhornið fyrir hvert herbergi.

  • Haltu símanum beinum og láréttum til að taka landslagsmyndir
  • Á mörgum símum er hægt að velja rúðunet eða „grid view“ sem gagnast til að taka örugglega beinar myndir. Berðu línu í rúðunetinu saman við vegg eða húsgagn eins og náttborð.
  • Beygðu þig eða farðu á hnéin ef þú þarft svo að húsgögnin sem skipta mestu máli séu fyrir miðju á myndum. Þetta gæti verið rúmið inni í svefnherbergi eða kannski sófinn í stofunni.

  Taktu fleiri myndir

  Skráningin þín þarf að segja alla söguna: Hvernig mun eignin þín reynast mögulegum gestum? Settu nógu margar myndir af heimilinu í skráninguna til að stilla væntingar og ná til gesta sem eiga eftir að hafa það gott á staðnum.

  • Ljósmyndunarteymi Airbnb mælir með því að taka þrjár myndir af hverju herbergi
  • Myndir úr mismunandi hornum í hverju herbergi sýna heildarmyndina

  Ekki gleyma smáatriðunum

  Gestir vilja sjá það sem er einstakt við eignina þína: myndasafn úr orlofi inni á gangi eða stafla af flottum, gömlum vattteppum inni í svefnherbergi. Skráningin þín getur staðið upp úr með svona myndum.

  • Haltu símanum nærri því sem þú vilt sýna til að ná frábærri mynd
  • Snertu hlutinn á skjánum og myndavélin í símanum skerpir vanalega þann hlut og minnkar áherslu á bakgrunninum svo að aðalatriðið sést enn betur

  Gerðu breytingar til batnaðar

  Ekki hafa áhyggjur ef þú náðir ekki fullkominni mynd. Breytingartólin með myndavélum flestra snjallsíma geta hjálpað þér að fínstilla myndirnar. Þú getur gert næstum allar myndir betri með því að fínstilla birtustig, skerpu og mettun.

  • Birtustig: Flestar myndavélar stilla birtustigið sjálfkrafa svo að það er gott að taka myndina af meðalbjörtu svæði í herberginu, þ.e.a.s. ekki bjartasta glugganum eða myrkasta horninu. Flestar myndir batna þó við aukna birtu í eftirvinnslu.
  • Skerpa: Munurinn á birtu og myrkri á ljósmyndinni gefur henni skerpu. Myndir verða flatar og litlausar þegar skerpan er of lítil. En ef skerpan verður of mikil með of dökkum og ljósum svæðum verður erfitt að sjá hvað er á myndinni. Lítil aukning á skerpu getur gert myndir skýrari.
  • Mettun: Þetta er litastyrkurinn á myndinni. Myndin getur ljómað meira með aukinni mettun en það er auðvelt að metta hana of mikið.

  Þú getur einnig skoðað aðrar breytingar til að sjá hverjar þér þykja bestar. Mundu bara að gera ekki of mikið. Myndirnar ættu að vera notalegar og bjartar en þær ættu einnig að líta eðlilega út.

  Aðalatriði

  • Skráningar með gæðamyndum skara fram úr í leitarniðurstöðum og eru bókaðar oftar

  • Sýndu bestu myndina þína fyrst: fyrsta myndin hjá þér er sýnd í leitarniðurstöðum gesta

  • Taktu ljósmyndir með símanum þínum til að vekja strax áhuga gesta. Þú getur alltaf bætt við atvinnumyndum síðar

  Airbnb
  3. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?