Hvað eru gestgjafaklúbbar Airbnb?

Gakktu í gestgjafaklúbbinn á þínu svæði og njóttu góðs af ábendingum gestgjafa nærri þér.
Airbnb skrifaði þann 8. mar. 2023
3 mín. lestur
Síðast uppfært 8. mar. 2023

Samkvæmt gögnum Airbnb ná gestgjafar sem ganga í gestgjafaklúbb betri árangri en þeir sem gera það ekki. Nýir gestgjafar sem ganga í klúbb eru 86% líklegri til að ljúka þremur gistingum en þeir sem eru ekki í klúbbi og meðlimir njóta hærri tekna og einkunna í umsögnum ásamt því að eiga betri möguleika á að verða ofurgestgjafar.

Eins og einn gestgjafi orðar það: „Ég nýt þess að geta treyst á tengslanet gestgjafa á staðnum til að deila úrræðum og hugmyndum. Klúbburinn nýtist gestgjöfum einnig vel til að átta sig á nýjum breytingum á reglugerðum varðandi gestaumsjón í sýslunni.“

Hvað er gestgjafaklúbbur?

Gestgjafaklúbbar á Airbnb samanstanda af gestgjöfum frá svæðinu sem tengjast bæði á netinu og í eigin persónu til að spyrja spurninga, deila ábendingum, fagna afrekum og ræða gestaumsjón.

Sjálfboðaliðar sem eru gestgjafar og kallast samfélagsleiðtogar, leiða hópana og stofna til umræðna ásamt því að skipuleggja samkomur og sjálfboðastarf. Leiðtogar eiga einnig í samstarfi við Airbnb til að miðla nýjustu fréttum ásamt fræðsluefni þannig að meðlimir klúbba séu ávallt með puttann á púlsinum.

Allir klúbbar eru með lokaðan Facebook-hóp og því er nauðsynlegt að vera með aðgang til að geta tekið þátt í samræðum. Klúbbar standa einnig fyrir samkomum sem eru opnar öllum gestgjöfum. Sumir halda samkomur í eigin persónu á meðan aðrir gera það á netinu.

Gestgjafaklúbbar eru fyrst og fremst stuðningsnet sem hægt er að leita til þegar þörf er á góðum ráðum eða einfaldlega til að spjalla við aðra gestgjafa.

Svona gengur þú í gestgjafaklúbb

Það eina sem þú þarft til að ganga í gestgjafaklúbb er gestgjafaaðgangur á Airbnb og aðgangur að Facebook. Klúbbarnir eru yfir 600 talsins um allan heim í 90 löndum og því eru góðar líkur á því að þú finnir klúbb nálægt þér. Ef þú býrð á svæði þar sem enginn klúbbur er enn til staðar getur þú stofnað gestgjafaklúbb.

Þegar þú hefur fundið klúbbinn á þínu svæði er ekkert mál að slást í hópinn:

  1. Opnaðu Facebook-hópinn sem er tengdur á kortinu og sendu inn beiðni um að ganga í hópinn.

  2. Svaraðu aðildarspurningunum til að hjálpa okkur að staðfesta gestgjafaaðganginn þinn.

  3. Þegar beiðnin hefur verið samþykkt gerist þú meðlimur klúbbsins.

Ávinningur þess að vera hluti af gestgjafaklúbbi

Mögulega er stærsti ávinningur þess að vera í gestgjafaklúbbi sá að með því einu að opna netið er hægt að nálgast gagnlegar athugasemdir varðandi skráninguna eða spyrja aðra gestgjafa út í atriði sem tengjast gestaumsjón, hvort sem það varðar staðbundnar reglugerðir eða bestu ræstingaþjónustuna.

Þar sem þú getur mætt á samkomur færð þú einnig tækifæri til að kynnast gestgjöfum á þínu svæði sem getur svo leitt til vináttu eða faglegra tengsla sem þú getur reitt þig á ef eitthvað kemur upp eða þig vantar greiða.

Það sem gestgjafaklúbbarnir snúast um

Klúbbar hafa staðið fyrir kynningu á fyrirtækjum á staðnum, átt frumkvæði að sjálfbærniverkefnum, talað fyrir reglum um skammtímaútleigu og sinnt sjálfboðastarfi í sameiningu. Samkomur leiða oft til myndun mikilvægra tengsla eða samfélagslegra áhrifa. Hér eru tvö dæmi:

  • Gestgjafaklúbburinn í Girona á Spáni bauð þekktum innanhússhönnuði á spurningafund þar sem meðlimir gátu spurt spurninga um hvernig megi bæta eignir sínar.

  • Hópur samfélagsleiðtoga í Panama skipulaggði strandhreinsun fyrir gestgjafaklúbbinn sinn sem tókst mjög vel.

Færslur á Facebook skapa oft tækifæri til að veita aðstoð. Hér eru dæmi frá gestgjafaklúbbnum í Catskills og Hudson Valley í New York:

  • Samfélagsleiðtogi spyr hvernig gestaumsjónin gangi hjá öllum og leggur sig fram um að láta sér detta í hug mögulegar úrbætur fyrir aðra gestgjafa.

  • Gestgjafi spyr hvernig hægt sé að koma í veg fyrir tvíbókanir.

  • Gestgjafi spyr eftir meðmælum með verktaka sem sér um byggingu gufubaða og snjómokstursþjónustu.

  • Gestgjafi spyr hvort einhver geti tekið á móti 10 manna hópi í viku.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
8. mar. 2023
Kom þetta að gagni?