Vertu með nóg af þessum hreinsiefnum

Þetta þarftu til að þrífa, hreinsa og undirbúa eignina þína fyrir næsta gest.
Airbnb skrifaði þann 4. jún. 2020
3 mín. lestur
Síðast uppfært 25. jún. 2021

Aðalatriði

  • Vertu viss um að þú hafir allt sem til þarf áður en þú byrjar að þrífa

  • Vertu með nóg af hlífðarbúnaði, ræstingarbúnaði og efnalausnum og útvegaðu vörur svo að gestir geti líka þrifið

  • Að verki loknu skaltu fylla á birgðir svo að allt sé tilbúið fyrir næsta gest

  • Kynntu þér meira í handbók okkar þar sem ítarlegri ræstingar eru kynntar

Er allt tilbúið hjá þér til að gera ræstingarnar enn betri? Í samræmi við 5 skrefa ferli Airbnb fyrir ítarlegri ræstingar, sem byggir á ræstingarhandbókinni, höfum við tekið saman lista með ráðlögðum vörum með öllu frá hlífðarbúnaði til hreinlætisvara fyrir gesti. Hér eru dæmi um vörur sem ætti að hafa nóg af til að þrifin verði skilvirkari.

Hlífðarbúnaður

Þú getur dregið úr áhættu af sýklum og efnum með því að nota eftirfarandi búnað við ræstingar:

  • Einnota hanskar (ráðlagt)
  • Gríma eða klútur fyrir vitum (ráðlagt)
  • Öryggisgleraugu (valkvæm, til að þrífa baðherbergið)
  • Svunta eða sloppur (valkvæmt)
  • Skóhlífar (valkvæmar)
  • Andlitshlíf (valkvæm)

Búnaður

Þú getur sinnt ræstingum með skilvirkum hætti ef þú hefur nokkrar nauðsynlegar vörur. Þetta þarftu að hafa:

  • Sópur og fægiskófla
  • Fata (ef þörf krefur)
  • Afþurrkunarklútur
  • Ruslapokar
  • Örtrefjaklútar
  • Moppa
  • Eldhúsþurrkur
  • Skrúbbbursti
  • Skrúbbpúðar (aðeins eldhús)
  • Tröppur (ef þörf krefur)
  • Salernisbursti
  • Ryksuga
  • Ryksugupokar (ef þörf krefur)
  • Uppþvottavél
  • Þvottavél og þurrkari

Vörur

Við mælum með því að nota aðeins sótthreinsi- og hreinsiefnalausnir sem eru viðurkenndar af viðeigandi ríkisstofnunum (t.d. Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna eða Efnastofnun Evrópu). Vertu með nóg af:

  • Alhliða hreinsiefni
  • Alhliða sótthreinsiefni
  • Glerhreinsir
  • Bleikiklór
  • Þvottaefni
  • Blettahreinsir fyrir þvott
  • Uppþvottalögur
  • Teppahreinsir (ef þörf krefur)
  • Gólfhreinsir
  • Húsgagna-/viðarbón
  • Ofnhreinsiefni (eingöngu í eldhúsi)
  • Ofnfituhreinsir (eingöngu í eldhúsi)
  • Mygluhreinsir (ef þörf krefur)

Þetta þarftu að vita um hreinsun með sótthreinsunarefni
Þú gætir verið að velta fyrir þér hvort vörurnar sem þú notar séu nógu sterkar til að minnka magn sýkla, svo sem baktería og veira. Hér er stutt yfirlit:

  • Gættu þess að sótthreinsiefnin sem þú notar séu viðurkennd. Lista yfir viðurkennd hreinsi- og sótthreinsiefni er að finna hjá þar til bærum eftirlitsyfirvöldum svo sem Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) eða Efnastofnun Evrópu. Í Bandaríkjunum mælir EPA til dæmis með því að nota Clorox-þurrkur, Lysol-úða og önnur algeng sótthreinsiefni.
  • Láttu efni loftþorna. Ef þú fjarlægir sótthreinsiefnið fyrir þann tíma sem mælt er með að efnin þurfi að liggja blaut á er ekki víst að efnin hafi drepið eins mikið af sýklum og fram kemur á merkimiðanum.
  • Nota má sótthreinsiþurrkur. Gættu þess þó að yfirborð séu blaut nógu lengi. Tíminn fer eftir því hvaða vara er notuð og því ber að lesa merkimiða.
  • Ekki nota sótthreinsiefni sem hafa ekki sannað sig. Þó svo að hægt sé að þrífa vel með ediki og ilmkjarnaolíum hafa eftirlitsyfirvöld ekki viðurkennt þessi efni til sótthreinsunar.
  • Blandaðu aldrei saman hreinsiefnum. Við blöndun sumra efna, svo sem bleikiklórs og ammoníaks, geta komið upp eitraðar lofttegundir sem er hættulegt að anda að sér.

Hreinlætisvörur fyrir gesti

Gestir hafa sagt okkur að þeir vilji geta þrifið sjálfir meðan þeir gista í eigninni. Passaðu þig að geyma hreinsivörur þar sem börn hvorki ná né sjá til ef þú tekur á móti fjölskyldum. Vertu með réttar birgðir til notkunar fyrir þær. Þetta er það sem gestir þurfa mest:

  • Eldhúsrúllur
  • Alhliða hreinsiefni
  • Sótthreinsiþurrkur eða -úði
  • Bakteríudrepandi handhreinsir
  • Aukahandsápa

Öryggisábendingar frá sérfræðingum okkar

  • Ekki fara inn í fasteign án ráðlags hlífðarbúnaðar og ekki endurnota óhreinan búnað
  • Lestu allar öryggismerkingar til að vita hvernig nota á hreinsiefni
  • Geymdu allar efnavörur þar sem börn ná ekki til
  • Ekki snerta á þér andlitið við ræstingar til að koma í veg fyrir dreifingu sýkla

Að ræstingunum loknum skaltu athuga hvort styttist í að vanti á einhverjar vörur, eða hvort þær séu við það að renna út, en þá getur þú skipt út, og fyllt á, það sem þarf áður en að næstu ræstingum kemur.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu. Með 5 skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar eru gerðar einfaldar kröfur varðandi ræstingar fasteigna. Frekari upplýsingar um útfærslu þessara skrefa er að finna í heildarútgáfu ræstingarhandbókar Airbnb. Sem gestgjafi gætir þú þurft að grípa til frekari ráðstafana til að vernda þig, teymi þín og gesti og þú ættir alltaf að ráðfæra þig við og fylgja viðeigandi lögum eða leiðbeiningum á staðnum. Airbnb ber ekki ábyrgð á nokkru líkamstjóni eða nokkrum sjúkdómi sem stafar af því að fylgja þessu ræstingarferli. Bókamerktu þessa grein í hjálparmiðstöðinni fyrir ræstingarviðmið og -reglur sem eiga sérstaklega við gestgjafa þar sem þú ert.

Aðalatriði

  • Vertu viss um að þú hafir allt sem til þarf áður en þú byrjar að þrífa

  • Vertu með nóg af hlífðarbúnaði, ræstingarbúnaði og efnalausnum og útvegaðu vörur svo að gestir geti líka þrifið

  • Að verki loknu skaltu fylla á birgðir svo að allt sé tilbúið fyrir næsta gest

  • Kynntu þér meira í handbók okkar þar sem ítarlegri ræstingar eru kynntar
Airbnb
4. jún. 2020
Kom þetta að gagni?