Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Frískaðu upp skráningarlýsinguna þína

  Heiðarleg og ítarleg skráningarlýsing hjálpar gestum að sjá sig fyrir sér í eigninni þinni.
  Höf: Airbnb, 18. nóv. 2020
  11 mín. lestur
  Síðast uppfært 14. maí 2021

  Aðalatriði

  • Leggðu áherslu á það sem er einstakt við eignina þína

  • Greindu réttilega frá eigninni til að stilla af réttu væntingarnar

  • Uppfærðu skráningarupplýsingarnar
  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

  Frábær skráningarlýsing er eitt af bestu tólunum sem þú hefur til að fá bókanir og stilla væntingar gesta. Ofurgestgjafar hafa kennt okkur að eignin þarf ekki að vera fullkomin en það er mikilvægt að segja gestum nákvæmlega frá því sem bíður gesta við komu á staðinn. Svona vekur þú áhuga ferðalanga á að dvelja í þinni eign.

  Sýndu sérkennin

  Það eru milljónir skráninga á Airbnb. Hugsaðu aðeins um það sem vekur áhuga og ber af við eignina þína til að segja frá því. Þetta gæti falist í því að leggja áherslu á staðsetninguna eða óvenjuleg þægindi á staðnum. „Við erum í 5 til 10 mínútna gönguferð frá nokkrum af bestu veitingastöðunum og brugghúsunum í Bend“ segja ofurgestgjafarnir Mike og Jill frá Bend, Oregon. „Það tekur 15 mínútur að hjóla, eða 5 mínútur að keyra, að rómuðu fjallahjólaslóðunum [okkar]“.

  Skrifaðu grípandi titil

  Titill skráningarinnar þinnar og fyrsta myndin sannfæra gesti um að smella á skráninguna þína. Því skiptir miklu máli að nýta sér þetta til að leggja áherslu á kosti eignarinnar. Lengri titlar sem undirstrika þægindi eignarinnar og stórir stafi fyrir fyrsta stafinn í hverju orði á ensku virka vel. Í stað þess að skrifa „one-bedroom city apartment“ getur þú til dæmis prófað að skrifa „Charming One-Bedroom Apartment Near Downtown“. Önnur frábær dæmi:

  • „Bústaður við sjóinn: Sána, kajakar og heimabíó“
  • „Íbúð með arni og skrifstofu við torg gamla bæjarins“
  • „Barnvænn kofi nálægt göngustígum og stöðuvatni“

  Segðu söguna af þinni eign

  Skráningin þín er þar sem þú markaðssetur eignina þína og góð frásögn er lykilatriði í frábærri markaðssetningu. Sagan sem þú segir er oft af upplifuninni sem þú býður gestum. Hjálpaðu gestum að sjá sig sem hetjur í eigin ævintýri. Ertu með íbúð á efstu hæð með tré beint fyrir utan? „Þér mun líða eins og þú sért í trjáhúsi!“ Látlaust herbergi í miðborg getur verið „fullkomin miðstöð til að skoða borgina“. Leitaðu einnig innblásturs í ráðleggingum ofurgestgjafanna Tereasa og David um hvernig sé best að segja söguna sína.

  Ofurgestgjafarnir Tereasa og David segja hve öflug frásagnalistin er.

  Hugsaðu eins og ferðamaður

  Þú þarft ekki að vera frábær rithöfundur til að semja aðlaðandi lýsingu en þú þarft að skrifa stuttan og spennandi texta. Byrjaðu á að hugsa eins og ferðamaður: deildu ómissandi upplýsingum fremst í lýsingunni og leggðu áherslu á sölupunktana.

  Gestgjafinn Ryan frá Santa Marta í Kólumbíu segist til dæmis alltaf gefa gestum sínum samhengi fyrir fram. „Við viljum gefa fólki miklar upplýsingar af því að staðurinn er frekar afskekktur,“ segir hann. „Við erum tengd veitukerfum en samt í algjöru dreifbýli. Þegar rafmagnið slær út geta liðið nokkrir dagar þangað til það kemst aftur á.“ Svo lengi sem gestirnir vita þetta fyrir bókun vita þeir að upplifunin verður önnur en í dæmigerðri ferð og þeir geta skipulagt sig í samræmi við það.

  Ef þér dettur ekki í hug góð byrjun getur þú spjallað við vin og lýst því hvernig það er að dvelja í eigninni þinni. Það besta kemur oft strax fram með spennandi og þægilegu orðalagi sem nýtist í góða skráningarlýsingu.

  Sýndu tillitssemi og greindu skýrt frá

  „Alveg við ströndina með stórfenglegu sjávarútsýni í hverju herbergi,“ eru fyrstu orðin í lýsingu gestgjafans Matthew á eign sem hann er með á skrá í Níkaragva.

  Í skráningu Olgu fyrir eign í Mammoth Lakes, Kaliforníu, leggur hún áherslu á þægilegt bílastæði þar sem hún veit að fenginni reynslu hve miklu máli það skiptir fólk að geta auðveldlega tekið skíðabúnaðinn sinn inn. Hún bendir einnig á að hún er með viðararinn á heimilinu af því að hún veit að skíðafólk elskar að slappa af fyrir framan eldinn að loknum degi í brekkunum.

  Notaðu hnitmiðað orðaval

  Fólk rennir oft yfir skráningarlýsingar til að finna eiginleikana sem það vill frekar en að lesa þær vandlega. Texti á vefnum þarf að vera þannig skrifaður að auðvelt sé að renna yfir hann svo að ekki skrifa of mikið. Talaðu um það sem kemur ekki þegar fram annars staðar á skráningarsíðunni og notaðu gátlistann fyrir þægindi til að deila upplýsingum um allt sem þú hefur upp á að bjóða eins og þráðlaust net, bílastæði og loftræstingu. Ef þú gerir það birtist skráningin þín þegar gestir sía eftir þessum þægindunum.

  Sýndu heiðarleika og hreinskilni

  Þótt þú viljir mögulega sýna hve fágæt eignin þín er skaltu ekki lofa of miklu eða ýkja. Mögulegir gestir geta ákveðið strax hvort eignin henti þeim þegar einstakir kostir og gallar koma skýrt fram.

  Það skiptir sérstaklega miklu máli að bæta við aðgengiseiginleikum og benda á allt við eignina sem gæti ollið sumum gestum erfiðleikum. Hlutar fyrir „annað til að hafa í huga“ og „eignina“ eru góðir staðir fyrir slíkar ítarupplýsingar.

  „Passaðu að lýsa öllum sérkennum eignarinnar í skráningarlýsingunni,“ segir ofurgestgjafinn Nikki frá San Francisco. „Lýstu öllu skýrt og heiðarlega án þess að fæla fólk frá. Þú ættir að gefa gestum nægar upplýsingar til að velja réttu eignina fyrir sig.“

  Sýndu persónuleika þinn

  Gestir vilja líklega vita meira um þig hvort sem þú ert með skráð sérherbergi á heimilinu eða margar fasteignir. Það er ekkert að því að sýna hver þú ert í raun og veru.

  Ofurgestgjafinn Tiffany segir frá bestu ráðum sínum varðandi hönnun og gestrisni.

  Fáðu sem mest út úr myndatextum

  Ljósmyndir skipta einna mestu máli þegar gestir ákveða hvort þeir bóki eignina þína og myndatexti er góð leið til að tengja myndirnar við upplifun gesta. Ef þú hefur ekki réttu orðin til að skrifa myndatexta getur þú hugsað um hvað það er sem næst mögulega ekki á myndinni.

  Þegar þú sýnir rúm skaltu segja gestum stærðina á því og hvernig dýna er í því ef við á. Ertu með ljósmynd af notalegum gluggakróki? Þú gætir nefnt að þetta sé fullkominn staður til að koma sér fyrir með bók við sólsetur.

  Leitaðu þér innblásturs í öðrum skráningum

  Lestu vandlega skráningarlýsingar fyrir áhugaverðar eignir til að sækja þér innblástur og skoðaðu umsagnir um aðra gestgjafa til að átta þig á því hvaða upplifanir og smáatriði gestir kunna að meta. Skráningin þín verður líflegri ef þú leitar leiða til að vekja ánægju og það gildir sama hvernig eign þú ert með.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Leggðu áherslu á það sem er einstakt við eignina þína

  • Greindu réttilega frá eigninni til að stilla af réttu væntingarnar

  • Uppfærðu skráningarupplýsingarnar
  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

  Airbnb
  18. nóv. 2020
  Kom þetta að gagni?