Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

  Einföldun innritunarferlisins

  Fylgdu þessum tillögum til að taka vel á móti gestum án nokkurrar streitu.
  Höf: Airbnb, 3. jan. 2020
  4 mín. lestur
  Síðast uppfært 9. jún. 2021

  Aðalatriði

  • Hjálpaðu til við að stilla væntingar með því að eiga samskipti við gesti áður en þeir koma

  • Sjálfsinnritun getur vakið áhuga gesta sem leita sér að þessum þægindum

  • Einfaldar innritunarleiðbeiningar geta dregið úr misskilningi

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um að gleðja fyrstu gestina

  Innritun gesta getur sett tóninn fyrir allan heimsóknina. Það er lykilatriði að tryggja að gestir eigi auðvelt með að finna og komast inn í eignina sem skapar afslappaða upplifun og getur ýtt undir jákvæðar umsagnir. Hér eru nokkrar ábendingar til að tryggja að innritun gangi snurðulaust fyrir sig.

  Góð samskipti leggja grunninn

  Í fullkomnum heimi væru allar innritanir fyrirhafnarlausar en hlutirnir ganga ekki alltaf fyrir sig eins og ætlað var. Besta tólið til að berjast gegn óvæntum vandamálum á ferðalögum eru skýr samskipti á milli þín og gestanna þinna.

  Áður en gestir koma skaltu láta þá vita hvort þú verðir á staðnum til að taka á móti þeim eða hvort þeir innrita sig sjálfir. Spyrðu gestina um áætlaðan komutíma og láttu vita hvernig megi hafa samband við þig.

  „Áður en gestir koma skrifa ég þeim skilaboð þar sem ég þakka þeim fyrir og sendi húsleiðbeiningar ásamt akstursleiðbeiningum,“ segir ofurgestgjafinn Ann frá Penobscot í Maine.

  Finndu hentugan innritunarmáta

  Mikilvægt er að hafa í huga hvernig þú tekur á móti gestum og hvenær þú ert laus þegar þú velur innritunarmáta. Sumir gestgjafar vilja taka á móti gestum, afhenda þeim lykilinn og kynna þá fyrir eigninni. Aðrir gestgjafar (og margir gestir) kjósa frekar sjálfsinnritun.

  Í skráningalýsingunni getur þú látið vita hvort þú leyfir sjálfsinnritun (kostur sem sumir gestir leitast eftir) og stillt þá innritunar- og útritunartíma sem henta þér best í bókunarstillingunum.

  Áður en gestir koma skrifa ég þeim skilaboð og þakka þeim fyrir og sendi þeim húsleiðbeiningar og akstursleiðbeiningar.
  Ann,
  Penobscot, Maine

  Sjálfsinnritun einfölduð

  Þú getur auðveldað gestum að innrita sig með því að bjóða upp á lyklabox, snjalllás eða talnaborð. Mundu bara að uppfæra kóða og samsetningar milli gistinga til að tryggja öryggi eignar þinnar.

  Bættu innritunarleiðbeiningum við skráninguna þína

  Hvort sem þú velur að taka á móti gestum þínum æi eigin persónu eða láta þá hafa lykil getur þú bætt ítarlegum leiðbeiningum fyrir innritun við skráninguna svo að innritun þeirra verði fyrirhafnarlaus.

  Þegar þú hefur bætt innritunarleiðbeiningunum við hlutann „upplýsingar fyrir gesti“ í skráningarflipanum verða þær gerðar aðgengilegar gestum í flipanum „ferðir“ þremur dögum fyrir komu þeirra. Leiðbeiningarnar verða einnig í komuleiðbeiningum þeirra tveimur sólarhringum fyrir innritun ásamt leiðarlýsingu að eigninni þinni og upplýsingum um þráðlaust net.

  Bjóddu gesti velkomna

  Að bjóða gesti velkomna er síðasta og kannski mikilvægasta skrefið í innritunarferlinu. „Maður vill að fólk fái hlýlegri upplifun en á hefðbundnu hóteli,“ segir gestgjafinn Chris frá Cleveland. „Ég svara spurningum eins fljótt og ég get.“ Hér eru nokkrar tillögur um hvað þú getur gert:

   • Þráðlaust net: Birtu kóðann fyrir þráðlausa netið á sýnilegum stað. Þetta er oft það fyrsta sem gestir leita að.
   • Húsleiðbeiningar: Vertu með útprentað afrit sem er auðvelt að nálgast og inniheldur upplýsingar eins og leiðbeiningar um bílastæði, mikilvægar upplýsingar um þægindi þín og ábendingar um notkun tækja.
   • Ferðahandbók: Búðu til ferðahandbók sem er barmafull af tillögum um veitingastaði, gönguferðir á staðnum, aðgengisvænni afþreyingu og fleiru til að sýna uppáhaldsstaðina þína.
   • Handskrifaður miði: Íhugaðu að skilja eftir persónuleg, handskrifuð skilaboð ef þú getur. Það hefur góð áhrif.
   • Fylgdu málum eftir: Athugaðu með gestina eftir komu þeirra til að tryggja að allt sé til staðar svo þeir geti notið dvalarinnar. Þú getur gert það í eigin persónu, með textaskilaboðum eða með skilaboðakerfi Airbnb.

   Aðalatriði

   • Hjálpaðu til við að stilla væntingar með því að eiga samskipti við gesti áður en þeir koma

   • Sjálfsinnritun getur vakið áhuga gesta sem leita sér að þessum þægindum

   • Einfaldar innritunarleiðbeiningar geta dregið úr misskilningi

   • Kynntu þér meira í handbók okkar um að gleðja fyrstu gestina
   Airbnb
   3. jan. 2020
   Kom þetta að gagni?