Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Veldu og breyttu myndum fyrir skráninguna þína

  Athugaðu hvernig bestu myndirnar eru valdar, og þeim er breytt, í símanum þínum.
  Höf: Airbnb, 2. júl. 2020
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 28. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Veldu eftirlætismyndirnar þínar miðað við hve mikinn áhuga þær vekja hjá gestum, hve góðar upplýsingar þær gefa um eignina og hvað þær sýna um persónuleika þinn

  • Breyttu myndum eins og þú værir sérfræðingur með sjálfvirkri aðlögun

  • Notaðu myndatexta til að gefa mikilvægar upplýsingar um eignina og hjálpa mögulegum gestum að ímynda hvernig sé að vera á staðnum

  Lærðu að breyta og velja myndir svo að þín skráning beri af meðal þeirra milljóna eigna sem eru á skrá á Airbnb. Þegar þú hefur undirbúið eign þína og tekið gæðamyndir í snjallsímanum er allt tilbúið til að láta myndirnar skína.

  Hér eru nokkrar ábendingar um val og breytingar á myndum með símanum einum og sér; án nokkurs fagbúnaðar.

  Þú þarft að hafa:

  • Snjallsíma
  • Myndirnar sem þú tókst í öðrum hluta leiðsagnar okkar fyrir ljósmyndun, „taktu gæðamyndir með snjallsímanum þínum
  • 1 til 3 klst. til að velja, breyta og hlaða upp myndum með myndatexta (en það fer eftir stærð eignarinnar og fjölda mynda í skráningunni)

  1. Veldu eftirlætismyndir þínar

  Veldu tvær til fjórar myndir af hverju herbergi gesta til að gefa þeim tilfinningu fyrir eigninni án þess að upplýsingarnar verði yfirþyrmandi. Ljósmyndirnar sem þú velur eru það fyrsta sem gestir sjá af eign þinni og ættu að gefa þeim tilfinningu fyrir hverju herbergi; og verða til þess að þeir vilji bóka eign þína.

  Forsíðumynd

  Forsíðumyndin er birt í leitarniðurstöðum og einnig í grindinni með myndunum fimm á skráningarsíðunni þinni. Vegna mikilvægis hennar ætti þetta að vera fallegasta myndin af eign þinni sem vekur mestu athyglina.

  Grind með fimm myndum
  Efst á skráningarsíðu þinni er grind með fimm myndum; þetta eru einnig fimm fyrstu myndirnar í myndasafninu þar sem allar skráningarmyndir þínar er að finna. Passaðu að efstu fimm myndirnar sýni það áhugaverðasta við eignina þar sem margir gestir leggja hratt mat á skráningar.

  Við val á myndum er gott að leggja áherslu á eitt atriði á hverri mynd:

  • 1. mynd: Veldu forsíðumynd, sem er stærsta myndin sýnd á grind skráningarinnar
  • 2. mynd: Settu eignina í samhengi
  • 3. mynd: Veittu staðfestingu með því að ítreka þema, skipulag eða einkenni eignarinnar
  • 4. mynd: Gerðu eignina persónulegri með því að leggja áherslu á það sem ber af við eignina
  • 5. mynd: Vektu áhuga með því að sýna yfirlit af eigninni, til dæmis frábæra mynd utan frá eða mynd af umhverfi eða verönd

  Myndasafn
  Mundu að þú getur samt sett inn fleiri myndir í myndasafn skráningarinnar þinnar sem inniheldur allar myndirnar af eign þinni. Þannig er hægt að hlaða upp öllum eftirlætismyndunum þínum sem komast ekki fyrir í grindinni svo að gestir geti séð þær.

  Hreinlæti skiptir gesti sérstaklega miklu máli svo að gott gæti verið að setja inn mynd af gátlista fyrir þrif eða hreinlætisvörum fyrir gesti.

  Samsetning mynda til að hafa í huga

  Við val á myndum fyrir grind og myndasafn er gott að hafa fjölbreytt myndefni til að auka áhuga á fasteigninni. Meðal mynda ættu að vera yfirlitsmyndir, venjulegar myndir og nærmyndir..

  2. Sérfræðibreytingar

  Hér eru nokkrar ábendingar fyrir breytingar á myndum svo að þær verði eins og frá fagmanni nú þegar þú hefur valið þær sem þú heldur mest upp á.

  Veldu „sjálfvirka breytingu“ til að nýta snjalltækni

  Veldu ljósmynd úr símanum og veldu breyta. Þegar þú hefur smellt á bæta sjálfkrafa (e. „Auto“ eða „Enhance“) getur þú nýtt þér sjálfvirka aðlögun á birtu, skerpu og hápunktum.

  Lýstu upp skugga

  Notaðu stillingu fyrir skugga til að birta dökka hluta myndarinnar, sérstaklega hornin. Þessi stilling er vanalega í hluta fyrir lýsingarleiðréttingu í myndvinnsluforritinu en passaðu að nota ekki of mikið af henni þar sem myndirnar líta þá út fyrir að þeim hafi verið breytt of mikið. Reyndu að fanga það sem þú sérð á staðnum. Markmiðið er að sýna eignina í réttu ljósi og því ætti ekki að breyta myndum of mikið.

  Dragðu úr birtu þar sem hún er skærust

  Sé sjálfvirk aðlögun ekki nóg er hægt að draga úr of mikilli birtu með hápunktum eins og við glugga eða vegna sólarljóss og lampa. Breyttu hápunktum hóflega rétt eins og þú gerir með skuggatólinu. Þessi stilling er vanalega á sama stað og fyrir skugga.

  Skurður og rétting

  Í 2. hluta fórum við yfir notkun grinda til að rétta myndir og hvernig ná má smáatriðum á mynd með aðdráttarlinsunni. Öll von er ekki úti þótt myndin sé ekki eins og þú vildir að hún væri. Skurðartólið gerir þér kleift að breyta því sem er fyrir miðju og rétta myndina sé þess þörf.

  Svona notar þú hann:

  • Smelltu á skurðarhnapp til að aðlaga myndina þína. Reyndu að breyta ekki hlutföllum með tólinu þegar þú breytir stærðinni.
  • Dragðu hornin á skurðartólinu niður og inn eftir þörfum til að fjarlægja skreytingu sem dregur burt athygli, tómt rými og allt annað sem færir athyglina frá aðalatriðinu
  • Grindinn hjálpar þér að aðlaga myndina þannig að línur verði eins lóð- eða láréttar og unnt er (snúðu skífunni til dæmis þar til borðið eða rúmið er beint)
  • Staðfestu aftur að myndirnar snúi rétt áður en þú setur þær inn. Ef mynd er á hlið eða á hvolfi er einfalt að snúa henni í 90 gráður í hvora áttina sem er þangað til hún snýr rétt.

  3. Skrifaðu lýsandi myndatexta

  Þegar þú hefur breytt myndunum þínum og hlaðið þeim upp fyrir skráninguna þína á Airbnb er komið að því að skrifa myndatexta til að útskýra eign þína fyrir gestum; og sýna persónuleika þinn.

  Hér eru nokkrar ábendingar til að hafa í huga:

  • Leggðu áherslu á aðgengi eignarinnar til dæmis ef stígurinn við innganginn er flatur eða ef dyrnar á baðherberginu eru meira en 80 cm á breidd
  • Útskýrðu það sem sést ekki á myndinni eins og fallega náttúru sem sést frá veröndinni þar sem fólk fær sér morgunkaffið
  • Gestir gera sér ekki alltaf ljóst fyrir því hvar herbergi eru í skipulaginu og er hægt að gefa samhengi með myndatexta. Til dæmis: „Fyrsta svefnherbergið er á annarri hæð með sérbaðherbergi“
  • Taktu skýrt fram að eiginleikar sem sjást á mynd standi gestum til boða. Til dæmis gæti verið eldhúskrókur sem gestir mega nota

  Hér eru dæmi um upplýsandi myndatexta til að veita þér hvatningu.

  Joanna, London

  Frá matsvæði og eldhúskróki okkar er útsýni yfir veröndina og bakgarðinn.

  Jorge Antonio, Mexíkóborg

  Hjónaherbergið uppi er með útsýni yfir pálmatré og hafið.

  Brett, Jóhannesarborg

  Slakaðu á í stofunni okkar og röltu eftir steinlagða stígnum í bakgarðinn.

  Þegar þú hefur sett allar myndirnar inn og skrifað myndatexta skaltu gefa þér smástund til að fara yfir skráninguna þína eins og þú værir gesturinn (eða fá vin þinn til að hjálpa til) svo að þú sýnir eignina örugglega vel.

  Einnig gæti verið gott að fara yfir myndasafnið fyrir hverja árstíð svo að fyrstu myndirnar passi best við. Til dæmis heillar notalegur arinn meira að vetri til en útisvæði. Ef þú bætir svo einhverjum nýjum þægindum síðar við eignina þína skaltu passa að uppfæra myndir af eigninni svo að gestir viti af nýju þægindunum.

  Aðalatriði

  • Veldu eftirlætismyndirnar þínar miðað við hve mikinn áhuga þær vekja hjá gestum, hve góðar upplýsingar þær gefa um eignina og hvað þær sýna um persónuleika þinn

  • Breyttu myndum eins og þú værir sérfræðingur með sjálfvirkri aðlögun

  • Notaðu myndatexta til að gefa mikilvægar upplýsingar um eignina og hjálpa mögulegum gestum að ímynda hvernig sé að vera á staðnum

  Airbnb
  2. júl. 2020
  Kom þetta að gagni?