Leyndarmál frá reyndum ofurgestgjafa

Nikki ofurgestgjafi deilir ábendingum sínum, allt frá uppsetningu til þess að skara fram úr.
Airbnb skrifaði þann 3. mar. 2020
3 mín. lestur
Síðast uppfært 7. jún. 2021

Aðalatriði

  • Góð samskipti eru lykilatriði góðrar gestaumsjónar

  • Vektu athygli með frábærum myndum, nákvæmri lýsingu og greindu skýrt frá væntingum við gesti

  • Byrjaðu á lágu verði hjá þér til að fá örugglega bókanir og leystu úr vandamálum svo að þú fáir framúrskarandi umsagnir

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón

Nikki var meðal fyrstu gestgjafana á Airbnb sem fengu stöðu ofurgestgjafa þegar þjónustan hófst fyrst árið 2014. Hún hefur haldið stöðunni í meira en 16 ársfjórðunga í röð.

Hvernig gerir Nikki þetta? Hún lærði að taka á móti gestum frá grunni og byrjaði með litlum bústað í bakgarði sínum í San Francisco. Þessi eina skráning gekk svo vel að hún vildi auka við sig og leigja út allt húsið sitt með þremur svefnherbergjum fyrir fjölskylduferðir.

Hér deilir Nikki leyndardómum að baki árangri sínum sem ofurgestgjafi.

Fyrstu skrefin sem gestgjafi

„Fyrir sex árum gisti ég í fyrstu eign minni á Airbnb í Provence í Frakklandi og ég elskaði það. Þetta var lítið stúdíó í gamla bæ Aix. Það hentaði okkur vel en gestgjafarnir höfðu ekki lagt mikið á sig til að gera það heillandi eða neitt. Ég áttaði mig á að með lítilli fjárfestingu gæti ég gert 18 fermetra gestahúsið í garðinum mínum alveg einstakt. Ég gerði ráð fyrir því að það yrði ekki bókað oft og því kom það mér á óvart þegar það var bókað strax í heila viku.“

Að fá bókanir fljótt

„Í hvert sinn sem ég set nýja skráningu á Netið byrja ég á upphaflegu skráningarverði sem er aðeins 50–70% af markaðsverðinu þar til ég hef fengið að minnsta kosti þrjár umsagnir (eða þar til ég fæ svo margar bókunarbeiðnir að ég get hækkað verðið í samræmi við markaðsverð). Ég geri þetta svo ég geti leyst úr vandamálum án þess að fórna góðum umsögnum og af því að það er mikilvægt að fá margar umsagnir eins fljótt og auðið er svo að skráningin birtist hærra í leitarniðurstöðum.“

Undirbúningur á góðri eign fyrir gesti

„Allt hefst með góðri eign. Hún verður að vera hrein. Ég vil að herbergin séu opin og rúmgóð. Allt þarf að vera snyrtilegt en hönnunin þarf að vera með fallegum áherslum. Eignin verður einnig að vera þægileg, einkum rúmin. Ég fjárfesti í dýnum úr minnissvampi og fólk elskar þær. Þetta er góð æfing í að sýna samkennd. Maður gengur í gegnum rýmið og hugsar um hvernig fólk mun nota það og hannar eignina svo með það í huga.“

Að vekja athygli á Airbnb

„Það skiptir öllu máli að vera með góðar myndir. Atvinnuljósmyndir eru ómissandi. Ég hugsa um hvernig rýmið er, hvort það sé fjölskyldurými eða henti sumum ferðamönnum betur en öðrum og ég set það í titilinn. Skrifaðu mjög góða lýsingu sem er mjög ítarleg og aðlaðandi svo að þú vekir athygli fólks á skráningunni. Lýstu rúmum, rúmfötum, nefndu jafnvel sáputegund eða þægindi sem þú útvegar.“

Væntingar gesta

„Passaðu að lýsa öllum sérkennum eignarinnar í skráningarlýsingunni þinni. Lýstu öllu skýrt og heiðarlega án þess að fæla fólk frá. Þú ættir að gefa gestum nægar upplýsingar til að velja réttu eignina fyrir sig.“

Frábær samskipti

„Góð samskipti eru lykilatriði góðrar gestaumsjónar fyrir mig. Þú kemst í bein samskipti við gest við fyrstu fyrirspurnina. Ég spyr alla mögulega gesti að einhverju þegar ég fæ bókunarbeiðni og ekki af ókurteisi eða hnýsni heldur til að vera viss um að eignin henti þeim vel. Svona byrjar þú í raun vel til að fá umsögn upp á 5 stjörnur.“

Hvað mig varðar eru góð samskipti lykilatriði góðrar gestaumsjónar.
Nikki,
San Francisco

Óvæntur ávinningur þess að vera gestgjafi

„Það sem kom mér mest á óvart er hve frábærir gestirnir hafa verið. Fólk hefur verið heiðarlegt, vingjarnlegt og skilningsríkt. Tekjurnar komu mér einnig á óvart. Ég gerði ekki ráð fyrir því að þetta myndi ganga svona vel, hvað þá að þetta yrði að starfi. Ég hef einbeitt mér að því sem mér líkar við að taka á móti gestum og leitað tækifæra þegar ég sé þau og það hefur gengið mjög vel.“

Aðalatriði

  • Góð samskipti eru lykilatriði góðrar gestaumsjónar

  • Vektu athygli með frábærum myndum, nákvæmri lýsingu og greindu skýrt frá væntingum við gesti

  • Byrjaðu á lágu verði hjá þér til að fá örugglega bókanir og leystu úr vandamálum svo að þú fáir framúrskarandi umsagnir

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón
Airbnb
3. mar. 2020
Kom þetta að gagni?