Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Við kynnum meðlimi ráðgjafaráðs gestgjafa á Airbnb

  Við kynnum meðlimi ráðgjafaráðs gestgjafa á Airbnb

  Þessir 17 gestgjafar frá 14 löndum munu hjálpa til við að móta framtíð Airbnb.
  Höf: Catherine Powell, 16. des. 2020
  3 mín. myndskeið
  Síðast uppfært 8. jan. 2021

  Aðalatriði

  • Meðlimir ráðgjafaráðs gestgjafa endurspegla fjölbreyttan hóp gestgjafa

  • Meðlimirnir voru valdir með hliðsjón af áhuga þeirra á gestgjafahlutverkinu, framlagi og skuldbindingum til samfélagsins og framúrskarandi frammistöðu við gestaumsjón

  • Ráðið var sett saman til að halda hagsmunum gestgjafa á lofti og fræða samfélagið okkar

  Halló öllsömul,

  Ég heiti Catherine, alþjóðlegur yfirgestgjafi Airbnb, og færi nú aftur gestgjafafréttir. Ef þú vilt kynna þér eldri fréttir getur þú fundið þær hér.

  Í dag er mér ánægja að kynna meðlimi nýja ráðgjafaráðs gestgjafa okkar. Við þá vinnu sem við höfum farið í við að endurbyggja rekstur okkar í kringum gestgjafa höfum við ákveðið að samstarf við gestgjafa eigi að vera kjarninn.

  Ráðgjafaráðs gestgjafa okkar var sett saman til að gefa gestgjöfum rödd við mótun framtíðar samfélagsins okkar. Meðlimirnir 17 koma frá 14 löndum úr fimm heimsálfum og við völdum fjölbreyttan hóp áreiðanlegra og framúrskarandi gestgjafa sem munu standa vörð um hagsmuni alþjóðasamfélags gestgjafa við skipulag og ákvarðanatöku hjá Airbnb árið 2021.

  Í myndskeiðinu hér að ofan kynnist þú meðlimum ráðsins og færð innsýn í það sem í þeim býr og drífur þá áfram eftir kynningu frá mér. Þú getur kynnt þér ráðgjafaráð gestgjafa og lesið stutt æviágrip allra í ráðinu hér.

  Hvernig völdu þið ráðgjafaráð gestgjafa?
  Fjölbreyttur hópur virkra gestgjafa í félagsmiðstöðinni, sem hefur lagt verulega mikið til samfélagsins, var valinn úr verkefni fyrir samfélagsleiðtoga.

  Valinn hópur ráðgjafa gestgjafa innan fyrirtækisins, þar á meðal allir þrír stofnendurnir, meðlimir samfélagsteymisins og ég, völdu upphafsmeðlimi ráðsins. Okkur fannst ánægjulegt að fara yfir notendalýsingar hundruð gestgjafa um allan heim með áherslu á fjölbreytni varðandi staðsetningu, kynþátt, þjóðerni, kyn, tegund skráningar o.fl.

  Getið þið sagt mér meira um viðmiðin fyrir vali ráðsmanna?
  Fyrstu 17 meðlimi ráðsins völdum við út frá fjórum mikilvægum þáttum:

  • Áhuga á gestaumsjón og samfélaginu í kring. Gestaumsjón er meðlimunum í blóð borin.
  • Fólkið hefur gefið verulega mikið af sér til gistisamfélagsins. Þetta eru leiðtogar sem kalla saman gestgjafa og halda hópfundi, ráðleggja nýjum gestgjöfum eða berjast fyrir réttindum gestgjafa á staðnum.
  • Fólkið býður gestum framúrskarandi upplifun. Þessir samfélagsmeðlimir hafa tekið á móti meira en 15.000 gestum samtals og hafa 86 ára reynslu af gestaumsjón í heildina með meðaleinkunn upp á 4,9 stjörnur. Þessir gestgjafar setja gesti sjálfkrafa í fyrsta sæti og bjóða þeim eftirminnilega gistingu.
  • Fólkið hefur sýnt að því ber skyldan til að berjast fyrir betri framtíð hjá öllum gestgjöfum. Gestgjafarnir skilja sannalega hve mikils virði traust gistisamfélag er. Fólkinu er ekki bara hvatning hve miklum frama það nær heldur vill það að allt gistisamfélagið nái saman árangri.

  Hvaða áhrif getur ráðgjafaráð gestgjafa haft?
  Ráðgjafaráð gestgjafa mun hjálpa til við mótun á reglum samfélagsins og nýja þjónustuliði sem og nýja eiginleika og verkfæri sem gera gestgjöfum kleift að ná árangri. Ráðið mun einnig koma að mótun stefnu gestgjafasjóða Airbnb hvað varðar fjárfestingar í samfélaginu.

  Ráðið mun funda með yfirmönnum Airbnb í hverjum mánuðið svo að rödd gistisamfélagsins og hugmyndir gestgjafa heyrist.

  Hvaða frétta má ég búast við frá ráðgjafaráði gestgjafa og hvar verður þær að finna?
  Ráðgjafaráð gestgjafa kemur saman að minnsta kosti einu sinni á mánuði frá og með janúar 2021. Meðlimir munu gefa fréttir eftir hvern fund um helstu stefnur og málefni til að tryggja að gistisamfélagið sé upplýst um framvindu mála og ákvarðanir.

  Þú getur búist við mánaðarlegum uppfærslum í fréttabréfi gestgjafa og reglulegum möguleikum á athugasemdum og umræðum um félagsmiðstöðina. Skráðu þig í áskrift að fréttabréfi gestgjafa, hafir þú ekki gert það nú þegar, með því að óska eftir tölvupóstum undir kynningum og ráðum.

  Hve lengi munu meðlimir ráðgjafaráðs gestgjafa sitja?
  Þessir 17 gestgjafar munu sitja í ráðgjafaráði gestgjafa til eins árs. Við erum þegar byrjuð á góðri umræðu um valferlið fyrir næstu ár og okkur þætti vænt um að heyra hvað þið hafið að segja.

  Hvernig deili ég hugmyndum mínum með ráðgjafaráði gestgjafa?
  Ráðgjafaráð gestgjafa er að finna bestu leiðina fyrir gistisamfélagið til að deila hugmyndum sínum og athugasemdum.

  Þangað til við finnum þessu ferli formlegan farveg er hægt að taka þátt í umræðum í félagsmiðstöðinni þar sem nýju meðlimir ráðsins munu svara spurningum gestgjafa og taka á mikilvægum málefnum með mér og samfélagsstjórum okkar. Haldið endilega áfram að skrifa og pósta og þið getið alltaf merkt mig beint: @Catherine-Powell.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Meðlimir ráðgjafaráðs gestgjafa endurspegla fjölbreyttan hóp gestgjafa

  • Meðlimirnir voru valdir með hliðsjón af áhuga þeirra á gestgjafahlutverkinu, framlagi og skuldbindingum til samfélagsins og framúrskarandi frammistöðu við gestaumsjón

  • Ráðið var sett saman til að halda hagsmunum gestgjafa á lofti og fræða samfélagið okkar

  Catherine Powell
  16. des. 2020
  Kom þetta að gagni?