Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Breytingar á umsögnum, sjálfbærni og fleira frá Catherine

  Við höfum fengið athugasemdir ykkar og kynnum breytingar á umsagnarreglum okkar.
  Höf: Catherine Powell, 22. apr. 2021
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 28. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Við gerum breytingar á umsagnarreglum okkar út frá athugasemdum gestgjafa

  • Gestgjafar geta andmælt umsögnum gesta sem brjóta gegn samkvæmisbanni okkar

  • Skoðaðu nánari upplýsingar um nýju umsagnarreglurnar okkar

  Halló öllsömul,

  Ég vona að þið hafið það gott og njótið fyrstu daga aprílmánaðar. Það er yndislegt vor hérna syðst í Kaliforníu—og nánast allt virðist blómstra!

  Mér er ánægja að hafa aftur samband með mikilvægar fréttir af málefni sem ég veit að er efst í huga margra ykkar, umsagnirnar, ásamt fréttum frá ráðgjafaráði gestgjafa um sjálfbærni og kynningu á nýjum stjórnarmeðlim.

  Umsagnarreglur
  Umsagnir eru það sem Airbnb snýst um. Þær eru kjarni traustsins milli gestgjafa og gesta og oftast sýna þær stærstu kosti gestgjafa frá persónulegu sjónarhorni sem eykur mjög áreiðanleika þeirra. Þegar umsagnarkerfið er hins vegar misnotað rýrir það heiðarleikann og vinsemdina sem einkennir markmið Airbnb. Ég skil þær áskoranir og þann pirring sem umsagnarkerfið okkar veldur og ég hef verið að vinna í helstu athugasemdum gestgjafa

  Við vitum að ósannar, misvísandi eða ómálefnalegar umsagnir eru íþyngjandi og gætu valdið gestgjöfum fjártjóni. Það er flókið mál að taka á slíkum umsögnum, rétt eins og undirliggjandi aðstæðum. Það er engin ein einföld lausn til en við vinnum stöðugt að því að bæta kerfið.

  Eitt af því sem við erum að gera núna, áður en ferðaþjónustan tekur aftur við sér, er að vinna í samverkan samkvæmisbannsins og umsagna. Við reiðum okkur á að starfandi gestgjafar og aðrir samfélagsmeðlimir tilkynni brot á samkvæmisbanni í þeim leiðindatilvikum þegar þau eru haldin. Gestgjafar ættu ekki að óttast neikvæða umsögn fyrir það að tilkynna um veisluhald. Við þurfum að finna lausn á þessari stöðu.

  Samkvæmisbann og umsagnir
  Við erum að innleiða nýjar umsagnarreglur fyrir gestgjafa sem fjalla sérstaklega um brot á samkvæmisbanninu og eru byggðar á athugasemdum frá félagsmiðstöðinni okkar, hópum gestgjafaleiðtoga og ráðgjafaráði gestgjafa. Frá og með deginum í dag geta gestgjafar andmælt umsögnum gesta sem hafa brotið alvarlega gegn reglum okkar um veislur og viðburði í dvölum sínum. Aðstoðarfulltrúi gæti eytt efni og stjörnugjöf umsagnar af notandalýsingu þinni nema í umsögninni séu öryggisupplýsingar svo sem viðvörun gesta um mismunun eða eitthvað hættulegt við eign sem gæti valdið meiðslum.

  Úrræðamiðstöðin er með nánari upplýsingar um þessar nýju reglur.

  Við heyrum hvað þið hafið að segja um umsagnir og umsagnarreglur okkar. Til viðbótar við þessar reglur erum við að skoða leiðir til að safna meiri nýtanlegri innsýn í umsagnarferlinu. Við munum fljótlega færa frekari fréttir um þetta. Markmið okkar er að skapa traust milli gestgjafa og gesta og þróa umsagnarkerfið okkar svo að það henti vel öllu samfélagi okkar.

  Fréttir af ráðgjafaráði gestgjafa
  Að lokum vil ég benda á þá frábæru vinnu sem ráðgjafaráð gestgjafa hefur unnið. Í þessum mánuði hefur Anna úr stjórninni staðið fyrir átakið í fræðslu um sjálfbærni, og bestu venjur í ferðaþjónustu fyrir samfélagið okkar, á hárréttum tíma fyrir dag jarðarinnar. Þú getur lesið meira um Önnu í gestgjafafréttum mánaðarins. Við bættum Pam auk þess við stjórnina fyrir stuttu. Þú ættir að heyra meira frá henni síðar á árinu og ráðinu í hverjum mánuði.

  Við vitum hve mikið er ógert og munum flytja frekari fréttir síðar.

  Bestu kveðjur,

  Catherine

  Aðalatriði

  • Við gerum breytingar á umsagnarreglum okkar út frá athugasemdum gestgjafa

  • Gestgjafar geta andmælt umsögnum gesta sem brjóta gegn samkvæmisbanni okkar

  • Skoðaðu nánari upplýsingar um nýju umsagnarreglurnar okkar

  Catherine Powell
  22. apr. 2021
  Kom þetta að gagni?