Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Undirbúðu eignina þína fyrir myndatöku með snjallsíma

  Kynntu þér uppsetningu hvers herbergis með þessum leiðarvísi fyrir fasteignaljósmyndun.
  Höf: Airbnb, 2. júl. 2020
  4 mín. lestur
  Síðast uppfært 2. júl. 2020

  Aðalatriði

  • Þú þarft ekki vera fagmaður til að taka hágæðamyndir með snjallsímanum þínum

  • Herbergi sem er ljósmyndað í náttúrulegri birtu veitir hlýlegri stemningu

  • Snyrtilegt rými getur gert eignina hlýlegri

  • Að sýna uppáhalds bækurnar þínar og sérstæð listaverk getur endurspeglað persónuleika þinn

  Myndir eru besta leið gesta til að átta sig á eign og sjá sig fyrir í henni áður en þeir bóka. Þú þarft ekki að vera atvinnuljósmyndari til að taka frábærar myndir. Hvort sem þú ert að taka myndir af skráningu í fyrsta sinn eða uppfæra myndirnar þínar mun þetta þriggja hluta kennsluefni leiða þig í gegnum undirbúning á eigninni, myndatöku með snjallsíma þínum og val og breytingu á myndum.

  Til að hjálpa þér að undirbúa myndatöku deilum við ábendingum um hvernig þú getur skipulagt eignina eins og þú mundir gera fyrir komu gests. Við útskýrum einnig hvernig þú getur nýtt lýsingu hvers herbergis á sem bestan hátt og gefum þér nokkrar hugmyndir um hvernig þú getur sýnt persónuleika þinn. Byrjum á þessu.

  1. Áttaðu þig á lýsingu

  Hvert er leyndarmál fallegrar ljósmyndunar á fasteignum? Lýsing. Áður en þú getur tekið frábærar myndir þarftu að fylgjast með því hvernig birtan breytist innan og utan eignarinnar yfir daginn.

  Góð dagbirta getur gert eign hlýlegri (hægri) heldur en rafmagnslýsing að kvöldlagi (vinstri).

  Hér eru nokkrar hugmyndir til að gera sem mest úr lýsingunni:

  • Hafðu tíma dags í huga. Ef þú tekur myndir innandyra skaltu gera það á þeim tíma sem þú færð mestu óbeinu, björtu og náttúrulegu lýsinguna sem hjálpar til að láta eignina líta hlýlega út. Taktu myndir af hverju herbergi á þeim tíma dags ef þú getur.
  • Taktu myndir utandyra við sólarupprás eða sólsetur. Töfrastundin er rétt eftir sólarupprás og rétt fyrir sólsetur. Þá er lýsingin mýkri og ekki eins bein sem gefur eigninni hlýlegan gljáa. Þótt sum svæði utandyra líti vel út á þessum tíma, og komi fallega fram á forsíðumynd, hentar lítil birta ekki alls staðar. Íhugaðu að bæta myndum í þessari töfrabirtu við myndasafnið þitt þar sem allar myndirnar af skráningunni eru geymdar.
  • Vertu með eitthvað til vara. Íhugaðu að bæta við lömpum til að skapa stemningu. Þetta er einnig valkostur fyrir eignir með færri glugga eða þegar ekki er hægt að nýta náttúrulega birtu.

  2. Stilltu eigninni upp

  
Skipulag skiptir öllu máli

  Einfaldaðu og taktu til í eigninni áður en þú tekur ljósmyndir svo að hún líti snyrtilega út fyrir gestina þína. 

Hér eru nokkur atriði sem er gott að byrja á að ganga snyrtilega frá:

  • 
Feldu snúrur fyrir aftan rafbúnað og -tæki
  • Dragðu frá öllum gluggatjöldum og gardínum
  • Hristu upp í koddum
  • Sléttu úr rúmfötum
  • Ekki gleyma smáatriðum eins og að setja niður salernissetuna
  • Taktu til á öllum borðum og borðplötum
  • Fjarlægðu hluti af rúminu eins og handklæði, sloppa og fatnað

  Frekari ábendingar um undirbúning fyrir myndatökuna er að finna á gátlistanum í lok greinarinnar.

  Þrífðu eins og gestur sé við það að innrita sig
  Gestir kunna að meta fullvissuna um að þeir séu að bóka eign sem er þrifin og hreinsuð. Gættu því þess að taka myndir rétt eftir að þú þrífur þegar eignin lítur sem best út. Þú getur einnig tekið ljósmynd af móttökukörfu með ræstingavörum svo að gestir fái tilfinningu fyrir því sem er í boði.

  3. Sýndu sögu eignarinnar

  Hluti af því að bjóða gesti velkomna er að deila persónuleika þínum. Gestir eru hrifnir af því að gista á stöðum sem búa yfir persónuleika. Sýndu því atriði eins og arin, sérstæð listaverk eða útisvæði á myndunum þínum. Það er líka sniðugt að leggja áherslu á uppáhalds uppskriftabókina þína eða handgerð kerti frá staðnum á myndum.

  Hér eru nokkrar hugmyndir til að gera eignina þína heimilislegri:

  • Bættu við plöntum og blómum til að gera herbergi hlýlegra
  • Leggðu teppi yfir sófa eða rúm til að veita heimilislegri stemningu og litaáherslu
  • Staflaðu upp nokkrum af uppáhalds bókunum þínum til að gefa gestum tilfinningu fyrir persónuleika þínum; og eitthvað til að lesa

  Búðu þig undir að taka myndir með þessum gátlista

  Við höfum tekið saman lista yfir það sem þarf að huga að fyrir myndatöku:

  Undirbúðu eignina

  • Dragðu frá öllum gluggatjöldum og gardínum
  • Slökktu á ljósum þegar þú tekur myndir inni í herbergjum með glugga
  • Þú getur kveikt á ljósum inni í gluggalausum herbergjum svo að eignin líti notalega út
  • Feldu rafmagnssnúrur í öllum herbergjum
  • Sópaðu eða ryksugaðu gólf
  • Þurrkaðu af
  • Tæmdu ruslafötur
  • Fjarlægðu verðmæti sem þú vilt ekki að sjáist á mynd

  Utandyra

  • Ekki vera með bíla í innkeyrslunni
  • Feldu hluti sem þú vilt ekki að sjáist (garðslöngu, leikföng, verkfæri o.s.frv.)
  • Komdu skreytingum eða plöntum nálægt útihurð snyrtilega fyrir
  • Sinntu nauðsynlegum garðyrkjustörfum, svo sem brúnum blettum á grasi eða runnum sem þarfnast snyrtingar
  • Ef þú býður upp á þægindi fyrir aðgengi, svo sem ramp, skaltu koma þeim fyrir

  Stofa

  • Fjarlægðu óþarfa hluti af borðplötum
  • Hristu upp í koddum og komdu teppum fyrir á sófanum
  • Ef þú hefur arin sem er öruggt að kveikja upp í (og fylgjast með) getur þú látið hann loga fyrir myndatöku
  • Slökktu á sjónvarpinu og feldu allar snúrur

  • Búðu snyrtilega um rúm með hreinum rúmfötum
  • Passaðu að sængin sé slétt og jöfn við rúmfótinn
  • Hristu upp í koddum (hafðu tvo kodda fyrir hvern gest)
  • Taktu til á náttborði, kommóðu og skrifborði
  • Fjarlægðu síma og fjarstýringar af náttborðum
  • Ef þú ert með þægindi fyrir aðgengi, svo sem fjarstýringu fyrir rafmagnsrúm, komdu þeim fyrir

  Baðherbergi

  • Þrífðu baðherbergið
  • Dragðu sturtuhengið frá
  • Settu niður salernissetuna
  • Brjóttu saman handklæði eða hengdu þau snyrtilega upp (mundu eftir því að fjarlægja blaut handklæði)
  • Gættu þess vel að engir blettir séu á speglinum
  • Komdu snyrtivörum fallega fyrir
  • Skiptu út salernispappír með nýrri rúllu
  • Ef þú ert með þægindi fyrir aðgengi, svo sem sturtustól, skaltu koma þeim fyrir

  Eldhús

  • Gakktu frá diskum og matvælum
  • Hreinsaðu borðplötur og yfirborð
  • Sýndu nokkur eldhúsþægindi á borðplötunni eins og espressóvél, tekönnu og grillofn en passaðu að láta ekki sjást í rafmagnssnúrur
  • Komdu öllum matvælum fyrir inni í skápum eða á hillum
  • Reyndu að raða öllum sýnilegum hlutum á samhverfan hátt (hangandi pönnur, barstólar o.s.frv.)
  • Passaðu að aukalegum skreytingum sé fallega uppraðað (eins og ávaxtaskál eða blómum)

  Með því að undirbúa myndatökuna áður en þú byrjar getur þú tekið betri myndir sem hjálpa gestum að sjá sig fyrir sér í eigninni þinni. Nú er allt til reiðu fyrir 2. hluta þar sem þú munt læra hvernig þú tekur myndir af rýminu með snjallsímanum þínum.

  Aðalatriði

  • Þú þarft ekki vera fagmaður til að taka hágæðamyndir með snjallsímanum þínum

  • Herbergi sem er ljósmyndað í náttúrulegri birtu veitir hlýlegri stemningu

  • Snyrtilegt rými getur gert eignina hlýlegri

  • Að sýna uppáhalds bækurnar þínar og sérstæð listaverk getur endurspeglað persónuleika þinn

  Airbnb
  2. júl. 2020
  Kom þetta að gagni?