Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Áframhaldandi skuldbinding okkar um samkennd

  Áframhaldandi skuldbinding okkar um samkennd

  Til að taka á móti gestum eða ferðast með samkennd og virðingu biðjum við þig um að fylgja þessum leiðbeiningum.
  Höf: Airbnb, 11. mar. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 17. apr. 2020

  Uppfært 16. apríl 2020

  Okkur er ljóst að COVID-19 getur raskað daglegu lífi fólks og ferðaáætlunum og dregið úr tekjum af gestaumsjón. Við viljum að allir finni til samkenndar á þessum óvissutímum.

  Reglur okkar gegn mismunun skipta meira máli en nokkru sinni fyrr við þessar erfiðu aðstæður. Allir eiga skilið að tilheyra án tillits til kynþáttar eða þjóðernis. Við vitum að þú gætir haft áhyggjur hvort sem þú ert gestgjafi eða gestur. Hér eru nokkrar leiðir sem gestir sem og gestgjafar geta farið til að fylgjast með stöðunni og sýna samkennd og virðingu:

  Haltu reglulegum samskiptum við gesti þína eða gestgjafa. Við mælum með því að gestir og gestgjafar láti vita af öllum spurningum eða athugasemdum fyrir dvölina. Mundu að gæta sömu varúðar við allar bókanir, óháð því hvaðan gestur þinn eða gestgjafi kemur.

  Við mælum með því að gestgjafar sendi öllum gestum þessi skilaboð áður en bókun er staðfest:

  „Í öryggisskyni vegna heilsu og öryggis allra gesta minna bið ég alla um að svara eftirfarandi spurningum fyrir bókun:

  • Hefur þú, eða einhver sem þú býrð með, ferðast á undanförnum tveimur vikum til nokkurs svæðis sem orðið hefur fyrir áhrifum af völdum COVID-19?
  • Hefur þú greinst með COVID-19 eða hefur þú grun um smit?
  • Gilda einhverjar ferðatakmarkanir eins og er þar sem þú ert af völdum COVID-19?“

  Gestgjafar sem bjóða hraðbókun gætu velt fyrir sér að fella þessar spurningar inn í skilaboð fyrir bókun og allir gestgjafar geta haft þessar spurningar í húsreglunum sínum.

  Viðbótarkröfur gestgjafa (svo sem að gestir sýni frekari gögn við innritun) verða að koma fram í skráningarlýsingunni og þær verða að gilda fyrir allar bókanir.

  Gestum ætti einnig að finnast sjálfsagt að hafa beint samband við gestgjafa til að spyrja sömu spurninga, einkum ef þeir gista í sérherbergi með sameiginlegum vistarverum. Gestir gætu einnig íhugað að spyrja um ræstingarreglur og gestgjafar gætu deilt því hvernig þeir þrífa eignina sína. Með því að leggja þessar spurningar fyrir alla gesti og gestgjafa gerir þú þitt til að virða reglur okkar gegn mismunun.

  Hafðu samband við okkur ef þú hefur áhyggjur af því að fá ekki svar við einhverri þessara spurninga. Við bendum þér á að skoða þessa grein í hjálparmiðstöðinni þar sem við uppfærum upplýsingar um gjaldgengi. Hafðu endilega samband við þjónustuverið okkar ef gestur eða gestgjafi segir nokkuð sem þér finnst benda til þess að þú þurfir að afbóka.

  Frekari upplýsingar um reglur tengdar COVID-19. Við vitum að COVID-19 getur haft áhrif á getu samfélagsins okkar til að ferðast núna og við höfum uppfært hvernig við meðhöndlum afbókanir í tengslum við COVID-19. Frekari upplýsingar um afbókunarleiðir gestgjafa og gesta er að finna í hjálparmiðstöðinni.

  Hafðu samband ef þú þarft að tilkynna mismunun. Við tökum því mjög alvarlega ef okkur er tilkynnt um mismunun innan samfélagsins okkar. Ef þú telur þig hafa orðið fyrir mismunun á Airbnb biðjum við þig um að tilkynna það. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að notandi hafi brotið reglur okkar gegn mismunun munum við grípa til viðeigandi ráðstafana og þar á meðal gæti aðgangi notandans verið eytt í sumum tilfellum.

  Við þökkum þér, eins og alltaf, fyrir að taka þátt í samfélagi okkar á Airbnb og fyrir að vinna með okkur til að skapa heim þar sem allir geta alls staðar átt heima.

  Airbnb
  11. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?