Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Bjóddu hnökralausa innritun með nýju komuleiðbeiningunum

  Þú getur bætt við leiðarlýsingu, innritunarleiðbeiningum og upplýsingum um þráðlaust net.
  Höf: Airbnb, 13. maí 2021
  12 mín. lestur
  Síðast uppfært 4. jún. 2021

  Aðalatriði

  • Nýju komuleiðbeiningarnar hafa nú að geyma mikilvægar upplýsingar sem auðvelda móttöku gesta og spara þér tíma

  • Gakktu úr skugga um að grunnupplýsingar eins og leiðarlýsing komi fram í þeim hluta skráningarflipans sem inniheldur „upplýsingar fyrir gesti

  Aðkoman, þegar gestir sjá eignina þína í fyrsta sinn, gæti verið mikilvægasta augnablik hverrar ferðar. Gestirnir eru tilbúnir til að koma sér fyrir og skoða sig um eftir að hafa mögulega hlakkað til í marga mánuði. Þetta getur verið spennandi augnablik en öll dvöl gesta gæti litast af óþægilegri innritun ef gestina vantar tilteknar upplýsingar—sem gæti haft áhrif á umsögnina sem þú færð.

  Þar skipta nýju komuleiðbeiningarnar máli. Frá og með þessum mánuði fá gestir handhægar leiðbeiningar fyrir innritun efst á ferðaflipanum, tveimur sólarhringum fyrir innritun. Áður voru þessar upplýsingar aðeins skráðar undir bókunarupplýsingum en gestir þurftu að smella oft og fletta mikið til að finna þær. Í nýju leiðbeiningunum er auðveldara að nálgast nauðsynlegar innritunarupplýsingar á einum skjá svo að gestir hafi það sem þarf, þegar þess þarf þannig að þú getir séð til þess að 5-stjörnudvölin byrji á réttan hátt.

  Komuleiðbeiningarnar eru aðeins ein af meira en 100 breytingum sem við erum að gera á Airbnb til að undirbúa þig undir væntanlega endurkomu ferðalaga og hjálpa þér að tryggja að allt sé aftur til reiðu hjá þér til að taka á móti gestum.

  Þægileg aðkoma fyrir gesti

  Við þurfum að fá smá upplýsingar frá þér. Hefurðu fyllt út alla reitina undir „upplýsingar fyrir gesti“ í „umsjón með eign þinni“? Opnaðu flipann skráningar til að kynna þér þetta, veldu skráningu til að uppfæra og gættu þess að allir reitir undir hlutanum „upplýsingar fyrir gesti“ (undir „umsjón með eign þinni“) séu útfylltir. Fylla þarf út þrjá lykilreiti svo að komuleiðbeiningarnar séu fullnægjandi:

  • Leiðarlýsing
  • Innritunarleiðbeiningar
  • Upplýsingar um þráðlaust net

  Gestir gætu haft áhyggjur af innritunarferlinu, sérstaklega ef þeir eru nýir notendur á Airbnb. Þú getur enn sent gestum skilaboð með ítarlegum leiðbeiningum eða mikilvægum upplýsingum um eignina áður en þeir koma á staðinn svo að upplifun gestanna sé góð. Þú getur einnig tekið á móti gestum í gegnum netið eða á staðnum til að hjálpa þeim að líða betur.

  Innritunarferlið hefur mikið vægi þegar kemur að því að gefa umsögn og því vonum við að komuleiðbeiningarnar auðveldi gestum að finna eignina og njóta dvalarinnar sem stuðlar vonandi að bættum samskiptum við gesti og afslappaðri gestaumsjón.

  Finnst þér forvitnilegt hvað gestirnir þínir fá? Skoðaðu nýju komuleiðbeiningarnar.

  Leiðarlýsing

  Gestir eiga í minni vandræðum með að finna eignina ef allt er útfyllt undir „upplýsingar fyrir gesti“. Þar á meðal heimilisfang og sérstakar leiðbeiningar sem gætu verið gagnlegar.

  Oftast komast gestir alla, eða næstum því alla, leiðina á staðinn með kortaforriti. Þú þarft því ekki að gefa upp nákvæmar upplýsingar um hverja beygju um sig heldur gæti það frekar valdið ruglingi.

  Að hafa upplýsingar sem eru vanalega ekki í kortaforritum getur þó hjálpað gestum að komast vandræðalaust á staðinn. Til dæmis gæti hjálpað að færa þessar upplýsingar inn ef það er inngangur á hliðinni á fjölbýlishúsinu eða ef þú ert með skærrauðan póstkassa fyrir utan húsið.

  Aðkoman

  Þegar gestirnir hafa fundið eignina þurfa þeir að vita hvernig þeir opna dyrnar og koma sér fyrir. Undir „upplýsingar fyrir gesti“ getur þú deilt hlutum á borð við:

  • Innritunarleið (t.d. snjalllás, lyklakassi eða gestgjafi tekur á móti gestum í eigin persónu)
  • Mikilvægast er að gefa innritunarleiðbeiningar og ef þú notar Airbnb appið fyrir iOS eða Android getur þú bætt við ítarlegum innritunarleiðbeiningum með ljósmyndum

  Þegar gestir vita hvort tekið verði á móti þeim eða hvort þú notir lyklabox skaltu reyna að útskýra aðstæður betur í innritunarleiðbeiningunum. Ef þú notar alltaf sama kóða fyrir lyklaboxið getur þú gefið hann upp hér (gestir fá kóðann tveimur sólarhringum fyrir komu). Ef þú stillir sérstakan kóða fyrir hvern gest er gott að segja hér að þú munir senda kóðann með skilaboðum.

  Fleiri breytingar eru í vændum; vonandi getum við minnkað þörfina á að senda skilaboð enn frekar.

  Að tengjast þráðlausu neti

  Þráðlaust net er jafn mikilvægt og rafmagn þessa dagana. Vertu því viss um að gestir eigi ekki neinum í vandræðum með að tengjast því strax. Það er auðvelt að bæta þessum upplýsingum við undir „upplýsingar um þráðlaust net“ þar sem farið er yfir:

  • Heiti á þráðlausa netinu hjá þér
  • Lykilorð fyrir þráðlausa netið hjá þér

  Þetta er svona einfalt! Þótt gagnlegt sé að nefna upplýsingar um þráðlaust net í húsleiðbeiningunum þínum geta upplýsingar um slíkt í komuleiðbeiningunum gert þær aðgengilegar fyrir gesti í símum þeirra og hjálpað þeim að tengjast netinu hraðar.

  Að lokum gæti verið gott að breyta sniðmátum fyrir skilaboð þar sem stór hluti upplýsinganna sem áður þurfti að senda handvirkt kemur fram í nýju og sjálfvirku komuleiðbeiningunum.

  Við erum mjög spennt fyrir þessu nýja tóli og vonum að það gefi þér meiri tíma og enn ánægðari gesti þegar allar upplýsingarnar sem vantar fyrir skráninguna eru komnar inn. Við erum opin fyrir athugasemdum og hlökkum til að heyra hvernig við getum bætt tólið með tímanum. Opnaðu endilega félagsmiðstöðina og skrifaðu okkur athugasemd eða skilaboð.

  Með því að bæta þessum upplýsingum við og nýta hina eiginleikana sem eru nefndir að ofan sérðu til þess að allir gestir fái alltaf fullt af mikilvægum upplýsingum í komuleiðbeiningunum.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Nýju komuleiðbeiningarnar hafa nú að geyma mikilvægar upplýsingar sem auðvelda móttöku gesta og spara þér tíma

  • Gakktu úr skugga um að grunnupplýsingar eins og leiðarlýsing komi fram í þeim hluta skráningarflipans sem inniheldur „upplýsingar fyrir gesti
  Airbnb
  13. maí 2021
  Kom þetta að gagni?