Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Nýr eiginleiki gerir þér kleift að tímasetja skilaboð til gesta

  Vinsælustu gestgjafarnir deila uppáhalds tímasettu skilaboðunum sínum sem þú getur einnig nýtt þér.
  Höf: Airbnb, 19. nóv. 2020
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 9. júl. 2021

  Aðalatriði

  • Tímasettu skilaboðin þín: Sparaðu þér tíma með sjálfvirkum skilaboðum fyrir bókanir, innritun, dvöl og útritun

  • Þú ert við stjórnvölinn: Veldu hvenær þú vilt sleppa eða breyta skilaboðum og fáðu ítarlega skrá yfir það sem hefur verið sent

  • Einstaklingsmiðun fyrir alla gesti: Láttu flýtikóða fylgja með skráningar- og bókunarupplýsingum

  Við höfum heyrt á samtölum okkar við gestgjafa undanfarna mánuði að skilaboðasendingar til gesta geti verið þreytandi. Oft eru þið föst í því að skrifa sömu skilaboðin aftur og aftur. Margir reyndir gestgjafar hafa notað hraðsvör (sem voru kölluð vistuð skilaboð) til að losna við endurtekninguna og gæta samræmis í skilaboðum sínum til gesta.

  Nú erum við að byrja með glænýtt verkfæri fyrir tímasett skilaboð til að einfalda gestaumsjón enn frekar. Þetta verkfæri gerir þér kleift að tímasetja skilaboð sem þú getur sjálfkrafa sent þegar gestir grípa til aðgerða eins og bókunar, innritunar eða útritunar.

  Það besta er að þú hefur stjórn á öllum tímasettum skilaboðum svo að þú getur sérsniðið, sleppt því að senda þau eða sent þau snemma og fengið ítarlega skrá yfir það sem hefur verið sent. Þú getur jafnvel bætt breytum, svokölluðum flýtikóðum, við skilaboðin sem fylla sjálfkrafa út upplýsingar eins og nafn gests, innritunardag og leiðbeiningar, leiðarlýsingu og lykilorð fyrir þráðlaust net úr skráningarupplýsingum og fleira.

  Kynntu þér hvernig þú setur upp tímasett skilaboð eða skoðaðu tillögurnar hér að neðan til að hefjast handa og veita gestum þínum áreiðanlegri samskipti. Notaðu hlekkinn „senda athugasemdir“ í vinstri hliðarstikunni í innhólfinu þínu til að segja okkur skoðun þína á þessum eiginleika og hvernig við getum bætt okkur.

  Vinsælir gestgjafar deila sex algengum tilvikum til að tímasetja skilaboð

  Við höfum rætt við reynda gestgjafa um hvernig þeir hyggjast tímasetja skilaboð og fengið frábærar innherjaábendingar. Hér eru tillögur að bestu stundunum til að senda tímasett skilaboð.

  Athugaðu: Þú getur valið milli margra flýtikóða til að gera skilaboðin þín persónuleg. þeir eru sýndir hér að neðan og með því að nota skástrik (/) má ná í upplýsingar úr bókunar- eða skráningargögnum. Frekari upplýsingar

  Stuttu eftir bókun
  Með því að senda senda þakkarskilaboð strax eftir bókun getur þú látið gesti vita að þú fékkst beiðnina frá þeim, hjálpað til við að skapa góð fyrstu kynni og veitt mikilvægar upplýsingar og ábendingar fyrir komandi gistingu.

  Hvað varðar tímasetningu skaltu íhuga að senda þessi skilaboð skömmu eftir að bókunin er staðfest með því að nota aðgerðina „eftir bókun“ þegar þú semur tímasett skilaboð.

  Hér eru nokkrar hugmyndir um hvað þú gætir látið fylgja með í þessum skilaboðum til að setja tóninn:

  • Kæri/a /fornafn gests/, takk fyrir að bóka hjá okkur!
  • Ég hlakka til að taka á móti þér í /heiti skráningar/ á /innritunardegi/
  • Vinsamlegast deildu ferðaupplýsingum þínum með okkur svo að við getum skipulagt innritunina þína á sem bestan hátt, sem er yfirleitt kl. /innritunartími/ eða seinna
  • Hér eru stuttar upplýsingar um hverfið:
   /hverfi/
  • Hér eru stuttar upplýsingar um samgöngur:
   /samgöngur/
  • Láttu mig vita ef þú þarft einhverjar ábendingar um /borg/
  • Nokkrum dögum fyrir ferðina deilum við innritunarupplýsingunum.

  Áminning um gistingu á næstunni
  Nokkrum dögum fyrir innritun er gott að minna gesti á upplýsingar um gistingu þeirra á næstunni svo að þeir geti farið að skipuleggja komu sína.

  Þú getur sent þessi skilaboð með því að nota aðgerðina „fyrir innritun“. Margar hugmyndir hér að ofan eiga einnig við. Hér eru nokkrar hugmyndir varðandi aðrar lykilupplýsingar sem þú getur miðlað:

  • Þú getur innritað þig hvenær sem er eftir /innritunartíma/ þann /innritunardagur/
  • Eignin er að /heimilisfang/ og hér er leiðarlýsing: /leiðarlýsing/

  Leiðbeiningar fyrir innritunardag
  Innritunardagurinn er mikilvægur dagur! Þrátt fyrir að þú hafir nýlega deilt innritunarleiðbeiningum finnst mörgum gestum gott að fá lykilupplýsingar að nýju áður en þeir koma.

  Þú gætir sent þessi skilaboð að morgni innritunardags með því að nota aðgerðina „fyrir innritun“. Margar hugmyndir hér að ofan eiga einnig við um þessi skilaboð. Þú gætir til dæmis sent gestum þínum leiðarlýsingu og innritunartíma aftur. Önnur skilaboð sem þú gætir notað eru:

  • Okkur hlakkar til að taka á móti þér í /heiti skráningar/!
  • Leiðbeiningar þínar fyrir innritun eru hér: /leiðbeiningar fyrir innritun/
  • Við minnum á að hér eru húsreglurnar okkar:
   /húsreglur/
  • Þráðlausa netið heitir /þráðlaust net/og lykilorðið er /lykilorð fyrir þráðlaust net/

  Fyrsti dvalardagurinn
  Fyrsti morguninn sem gestirnir dvelja hjá þér er góður tími til að heilsa stutt upp á þá, athuga hvort allt sé í lagi og bjóðast til að svara spurningum sem gestirnir kunna að hafa.

  Þú getur notað aðgerðina „eftir innritun“ til að semja skilaboð til að bjóða gesti þína velkomna. Margar hugmyndanna hér að ofan gætu virkað fyrir þessi skilaboð en þú getur auk þess notað hugmyndaflugið! Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • Við vonum að þú skemmtir þér vel og njótir eignarinnar.
  • Okkur langaði bara að hafa samband til að athuga hvort við gætum gert eitthvað til að gera dvöl þína enn þægilegri!

  Útritun
  Daginn fyrir útritun gætir þú minnt gesti þína á hvernig þeir eigi að útrita sig, hvar þeir eigi að skilja lykla eftir, hvernig þeir eigi að meðhöndla þvott og rusl o.s.frv.

  Með því að nota aðgerðina „fyrir útritun“ geturðu sent skilaboð á borð við eftirfarandi:

  • Örstutt áminning um að útritun er á morgun (/útritunardagur/), hvenær sem er fyrir kl. /útritunartíma/. Takk fyrir að gista hjá okkur!
  • Við vonum að þú hafir átt frábæra dvöl í /skráning/

  Þakkaðu fyrir þig eftir útritun
  Sólarhring eftir útritun geturðu þakkað gestum þínum, minnt þá á hversu mikilvægt það er fyrir þig að fá umsögn frá þeim og óskað þeim alls hins besta.

  Með því að nota aðgerðina „eftir útritun“ geturðu sagt eitthvað á borð við:

  • Takk fyrir að velja heimili okkar fyrir ferð þína til /borg/
  • Takk fyrir að dvelja hjá okkur í /heiti skráningar/
  • Umsögn þín fyrir dvölina í /heiti skráningar/ skiptir okkur miklu máli. Enn og aftur, takk fyrir dvölina!

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Tímasettu skilaboðin þín: Sparaðu þér tíma með sjálfvirkum skilaboðum fyrir bókanir, innritun, dvöl og útritun

  • Þú ert við stjórnvölinn: Veldu hvenær þú vilt sleppa eða breyta skilaboðum og fáðu ítarlega skrá yfir það sem hefur verið sent

  • Einstaklingsmiðun fyrir alla gesti: Láttu flýtikóða fylgja með skráningar- og bókunarupplýsingum

  Airbnb
  19. nóv. 2020
  Kom þetta að gagni?