Að nota tímasett skilaboð til að spara tíma

Gerðu samskipti við gesti sjálfvirk, allt frá handskrifuðum miðum til þakkarbréfa.
Airbnb skrifaði þann 19. nóv. 2020
6 mín. lestur
Síðast uppfært 16. feb. 2024

Aðalatriði

  • Þú getur notað tímasett skilaboð til að gera bókunar-, innritunar- og brottfararsamskipti sjálfvirk

  • Sérstök merki, svokallaðir flýtikóðar, kalla fram upplýsingar úr hverri bókun til að bæta persónulegu viðmóti við

Við höfum heyrt frá gestgjöfum að það geti verið leiðinlegt að skrifa sífellt sömu skilaboðin til gesta. Með því að nota verkfærið okkar fyrir tímasett skilaboð geturðu forðast að endurtaka þig þegar þú átt í samskiptum við gesti.

Með þessu verkfæri er hægt að tímasetja skilaboð sem sendast sjálfkrafa við bókun gesta, inn- og útritun o.fl. Tímasett skilaboð koma sér vel til að miðla venjubundnum upplýsingum um eignina þína.

Hvernig á að tímasetja skilaboð

Þú getur samið og tímasett skilaboð í gestgjafainnhólfinu. Þú ert í raun að búa til sniðmát til að senda öllum gestum þínum sömu gagnlegu upplýsingarnar um gistingu í eigninni þinni.

Þú getur sérsniðið þessi skilaboð með því að bæta við sérstökum merkjum, svokölluðum flýtikóðum, sem virka sem staðgenglar. Flýtikóðar safna upplýsingum úr bókun gests (eins og nafni viðkomandi og innritunardegi) og skráningarupplýsingum þínum (eins og húsreglum) til að fylla í eyðurnar.

Passaðu að skráningarupplýsingarnar séu fullfrágengnar og uppfærðar því skilaboð með auðum flýtikóðum verða ekki send. Ef þú hefur þegar sent upplýsingar til tiltekins gests getur þú breytt þeim, sleppt þeim eða sent skilaboð fyrr en áætlað var. Þú getur einnig farið yfir ítarlega skrá yfir það sem hefur verið sent.

Frekari upplýsingar um tímasetningu skilaboða

Áður fannst mér ég vera háður símanum og að ég gæti ekki farið í frí. Tímasetning skilaboða sparaði mér um klukkutíma á viku.
Superhost Diana,
Oakland, Kalifornía

Hvenær á að tímasetja skilaboð

Þú getur tímasett skilaboð hvenær sem er. Hér eru nokkrar tillögur að bestu stundunum til að senda tímasett skilaboð ásamt hugmyndum um hvað eigi að segja í þeim.

Mundu að nota fellivalmyndina fyrir flýtikóða til að bæta flýtikóðum við (sýnt hér að neðan með feitletrun) þegar þú skrifar. Ekki slá þá inn í skilaboðin þín. Þegar þú hefur lokið við að skrifa velur þú hvaða athafnir gests láta skilaboðin sendast í fellivalmyndinni fyrir tímasetningu.

Stuttu eftir bókun

Með því að senda senda þakkarskilaboð strax eftir bókun getur þú látið gesti vita að beiðnin komst til skila, ýtt undir góð fyrstu kynni og veitt mikilvægar upplýsingar og ábendingar fyrir komandi gistingu.

Gott getur verið að senda skilaboðin skömmu eftir að bókunin er staðfest með því að nota aðgerðina „eftir bókun“ þegar þú semur tímasett skilaboð.

Hér er dæmi um skilaboð (með flýtikóðum) sem þú gætir notað:

Halló, eiginnafn gests,
Takk fyrir að bóka hjá okkur!
Ég hlakka að taka á móti þér á skráningarheiti á innritunardegi.
Endilega segðu okkur frá ferðinni þinni svo að við getum gert innritunina hjá þér sem
þægilegasta. Vanalega er hún frá og með kl. innritunartími.
Hér eru smá upplýsingar um hverfið:
Hverfi
Hér eru smá upplýsingar um samgöngur:
Samgöngur
Finna má gagnlegar ábendingar um borg í ferðahandbókinni.
Við deilum innritunarupplýsingunum nokkrum dögum fyrir ferðina.

Áminning um gistingu á næstunni

Nokkrum dögum fyrir innritun er gott að rifja upp upplýsingar um dvölina sem fer að hefjast svo að gestir geti skipulagt komu sína.

Þú getur sent þessi skilaboð með allt að 14 daga fyrirvara með því að nota aðgerðina „fyrir innritun“. Þú gætir viljað endurtaka upplýsingarnar sem þú deildir í skilaboðunum „eftir bókun“. Aðrar mikilvægar upplýsingar:

  • Þú getur innritað þig hvenær sem er eftir kl. innritunartími á innritunardegi.
  • Eignin er að heimilisfang og hér er leiðarlýsing: Leiðarlýsing.

Leiðbeiningar fyrir innritunardag

Innritunardagurinn er mikilvægur dagur! Þrátt fyrir að þú hafir nýlega deilt innritunarleiðbeiningum finnst mörgum gestum gott að fá helstu upplýsingar aftur rétt fyrir komu.

Þú gætir sent þessi skilaboð að morgni innritunardags með því að nota aðgerðina „fyrir innritun“. Þú gætir til dæmis sent gestum þínum aftur leiðarlýsingu og innritunartíma. Hér er dæmi um skilaboð:

Við hlökkum til að taka á móti þér í skráningarheiti!
Svona innritar þú þig: Leiðbeiningar fyrir innritun.
Við minnum á að hér eru húsreglurnar okkar:
Húsreglur
Þráðlausa netið heitir heiti á þráðlausu neti og lykilorðið er lykilorð
fyrir þráðlaust net.

Fyrsti dvalardagurinn

Fyrsti morguninn sem gestirnir dvelja hjá þér er góður tími til að heilsa stutt upp á þá, athuga hvort allt sé í lagi og bjóðast til að svara spurningum sem þeir kunna að hafa.

Þú getur notað aðgerðina „eftir innritun“ til að semja skilaboð til að bjóða gesti þína velkomna. Margar hugmyndanna hér að ofan gætu virkað fyrir þessi skilaboð en þú getur auk þess notað hugmyndaflugið. Þú gætir sagt eitthvað á borð við:

Halló, eiginnafn gests!
Við vonum að þú skemmtir þér vel
og njótir eignarinnar. Láttu okkur vita ef það er eitthvað sem við getum gert
til að gera dvöl þína enn þægilegri.

Daginn fyrir útritun

Daginn fyrir útritun gætir þú minnt gesti þína á hvernig þeir eigi að útrita sig, hvar þeir eigi að skilja lykla eftir, hvernig þeir eigi að ganga frá þvotti og rusli o.s.frv.

Með því að nota aðgerðina „fyrir útritun“ geturðu sent skilaboð á borð við eftirfarandi:

Halló, eiginnafn gests,
Örstutt áminning um að útritun sé á morgun
(útritunardagur), hvenær sem er fyrir kl. útritunartími. Gerðu
eftirfarandi fyrir útritun:

  • Farðu með ruslið í ruslatunnurnar við bílskúrinn
  • Slökktu á öllum ljósum og hitastilli
  • Læstu öllum dyrum við brottför

    Takk fyrir að gista hjá okkur! Við vonum að þú hafir skemmt þér vel
    á skráningarheiti. Okkur þætti vænt um að þú myndir skilja eftir umsögn fyrir
    dvöl þína.

      Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

      Aðalatriði

      • Þú getur notað tímasett skilaboð til að gera bókunar-, innritunar- og brottfararsamskipti sjálfvirk

      • Sérstök merki, svokallaðir flýtikóðar, kalla fram upplýsingar úr hverri bókun til að bæta persónulegu viðmóti við

      Airbnb
      19. nóv. 2020
      Kom þetta að gagni?