Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Farið í gegnum bókunarferlið

  Kynntu þér hvernig unnið er úr bókunarbeiðnum, skilvirk samskipti og fleira.
  Höf: Airbnb, 9. feb. 2021
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 9. jún. 2021

  Aðalatriði

  • Veldu hvernig þú vilt að gestir bóki eignina þína; annaðhvort með hraðbókun eða handvirkum bókunarbeiðnum

  • Tímasett skilaboð hjálpa þér að gera samskiptin við gesti sjálfvirk

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

  Sem gestgjafi er skilningur á bókunarferlinu lykilatriði.

  Þú getur bætt samskiptin og alla upplifun gesta með betri skilningi á samskiptaleiðum við gesti, bókunarmöguleikum og bókunarstöðu.

  Móttaka bókunarfyrirspurna

  Sumir gestir gætu viljað bóka eign eins fljótt og auðið er á meðan aðrir vilja spyrja hvort þeir geti innritað sig fyrr eða fengið afslátt, fá upplýsingar um eitthvað ákveðið varðandi staðinn eða eru með spurningar um þægindin hjá þér áður en þeir bóka.

  Gestir geta byrjað á að senda þér bókunarfyrirspurn með hlekknum til að hafa samband við gestgjafa sem birtist við allar skráningar. Svona getur þú svarað:

  • Með upplýsandi svari um spurningar og athugasemdir gesta
  • Með forsamþykki þannig að gestir geti bókað eignina þína án þess að þú gerir nokkuð annað (ef bókun er lokið innan sólarhrings)
  • Með sértilboði sem er einnig kallað sérsniðið verð. Þetta er annað verð en þú ert með á dagatalinu þínu
  • Með tilkynntri höfnun ef þú getur ekki tekið á móti gestinum. Hún er með fyrirvara um að þú þekkir reglur okkar gegn mismunun og hvaða afleiðingar það hefur að hafna bókunum

  Gestir geta byrjað á að senda þér bókunarfyrirspurn þótt þú bjóðir upp á hraðbókun ef þeir þurfa að staðfesta upplýsingar fyrir bókunina.

  Frekari upplýsingar um bókunarfyrirspurnir

  Að nota hraðbókun

  Með hraðbókun geta gestir bókað lausar dagsetningar sem þýðir að þú þarft ekki að fara yfir og samþykkja hverja bókunarbeiðni fyrir sig. Þú færð tilkynningu þegar gestir bóka hjá þér með hraðbókun. Hraðbókun er sjálfgefinn bókunarvalkostur fyrir allar skráningar þegar þú skráir eign þína.

  Fara fram á handvirkar bókunarbeiðnir

  Sumir gestgjafar, einkum þeir sem eru með fágætar eignir eða breytilega dagskrá, vilja ekki nota hraðbókun og gera kröfu um handvirkar bókunarbeiðnir. Þú hefur sólarhring til að svara þegar gestir senda þér bókunarbeiðni.

  Hvernig bókunarstöður virka

  Bókunarstaða gesta breytist í bókunarferlinu. Mögulegar stöður:

  • Í bið/beðið staðfestingar, ef gestir þínir bíða eftir að þú staðfestir eða hafnir beiðninni—eða ef þeir þurfa að ljúka við staðfestingu auðkennis
  • Staðfest, þegar þú hefur samþykkt bókun
  • Beðið eftir greiðslu, ef bókunarbeiðni hefur verið samþykkt en greiðsla hefur ekki enn verið afgreidd
  • Hafnað, ef þú getur ekki tekið á móti þessum gestum
  • Útrunnin, ef þú svarar bókunarbeiðni ekki innan sólarhrings
  • Afbókun, ef þú eða gestir þínir afbókið staðfesta bókun eða ef gestir þínir hætta við bókunarbeiðni í bið

  Þegar bókun hefur verið staðfest breytist staðan í:

  • Á næstunni, viku fyrir áætlaða innritun gesta
  • Bíður umsagnar, að lokinni ferð gesta og á meðan þú bíður eftir athugasemdum þeirra

  Frekari upplýsingar um bókunarstöður

  Samskipti við gesti

  Gestir þínir þurfa líklega að fá nánari upplýsingar eftir að eignin er bókuð, t.d. leiðarlýsingu, útritunarleiðbeiningar eða ábendingingar um hverfið.

  Skilaboðatól okkar og komuleiðbeiningar hjálpa þér að veita gestum þær upplýsingar sem þeir þarfnast þegar þeir þurfa þær. „Ég er með fimm tímasett skilaboð: Eftir bókun, fyrir komu, eftir komu, útritunarleiðbeiningar og eftir brottför,“ segir gestgjafinn Larry frá Saint George, Kanada. „Það er hægt að sérsníða tímasetta skilaboðakerfið.“

  Þú getur gefið réttar væntingar og gert dvöl gesta betri með því að hafa oft samband og byrja snemma í bókunarferlinu.

  Kynntu þér hvernig tímasett skilaboð eru búin til

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Veldu hvernig þú vilt að gestir bóki eignina þína; annaðhvort með hraðbókun eða handvirkum bókunarbeiðnum

  • Tímasett skilaboð hjálpa þér að gera samskiptin við gesti sjálfvirk

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar
  Airbnb
  9. feb. 2021
  Kom þetta að gagni?