Hvaða reglur varðandi gestaumsjón eiga við um þig?

Kynntu þér hvar finna má upplýsingar um landslög, skatta og leyfi fyrir gestgjafa.
Airbnb skrifaði þann 2. sep. 2021
2 mín. lestur
Síðast uppfært 2. sep. 2021

Aðalatriði

  • Á mörgum svæðum eru sérstök lög og skattar fyrir gestgjafa

  • Nálgastu staðbundnar ábendingar í hjálparmiðstöðinni og hjá gestgjafaklúbbum

  • Kynntu þér meira í handbók okkar þar sem gestaumsjón er lýst í víðu samhengi

Setja staðaryfirvöld reglur um skammtímaútleigu? Hvaða skatta þurfa gestgjafar á Airbnb á svæðinu að borga og hver reiknar þá út og innheimtir? Leyfir umsjónarmaður byggingarinnar gestum Airbnb að gista? 

Svona spurningar eru lykilatriði fyrir alla sem eru að íhuga að gerast gestgjafar og þá sem þegar taka á móti gestum.

Við getum hjálpað þér að finna þær upplýsingar sem þú þarft til að gerast gestgjafi þótt Airbnb geti ekki veitt þér leiðbeiningar varðandi lagamál eða skattaráðgjöf þar sem þú ert.

Hvaða reglur og reglugerðir eiga við um þig?

Kröfurnar eru mismunandi milli landa en þær gætu átt við um allt landið, fylkið, borgina og jafnvel hverja fasteign um sig.

Dæmi um staðbundnar kröfur:

  • Skipulagsreglur sem tilgreina hvernig þú getur notað eignina þína
  • Skattar á borð við gistináttaskatt, virðisaukaskatt (VSK) og vöru- og þjónustuskatt (VÞS) sem leggjast á gestgjafa
  • Lög sem gætu kveðið á um gestgjafar verði sér úti um leyfi, skrái eign sína opinberlega eða afli sér ábyrgðartryggingar

Hér eru nokkrar leiðir til að fá frekari upplýsingar um hvers konar reglur og reglugerðir gilda þar sem þú ert:

1. Skoða hjálparmiðstöð Airbnb

Í hjálparmiðstöðinni má finna ýmsar upplýsingar um ábyrga gestaumsjón sem eiga sérstaklega við um svæðið. Þessar leiðbeiningar eru frábær upphafspunktur fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér almennt hvaða kröfur eru gerðar til gestgjafa í sínu landi, fylki, sýslu eða borg.

2. Hafðu samband við staðaryfirvöld

Staðaryfirvöld á mörgum stöðum greina nánar frá reglum og kröfum um skammtímaútleigueru á vefsíðum sínum. Ef þú átt í vandræðum með að finna þessar upplýsingar á Netinu getur þú prófað að senda tölvupóst eða hringja beint í viðkomandi yfirvöld.

3. Hafðu samband við starfandi gestgjafa

Tvær góðar leiðir til að tengjast reyndum gestgjöfum með reynslu af staðbundnum reglum og reglugerðum eru að hafa samband við gestgjafaklúbb á staðnum og að skoða félagsmiðstöðina. Þar sem fáir gestgjafar hafa leyfi til að veita skattalega eða lögfræðilega ráðgjöf er alltaf gott að staðfesta allar upplýsingar sem þú færð.

4. Ráðfærðu þig við fagfólk á staðnum

Lögfræðingar og skattsérfræðingar geta veitt ráðgjöf um þá skatta og þau lög sem eiga við um gestgjafa þar sem þú ert. Með aðstoð þeirra getur þú staðist lög og reglur þegar þú undirbýrð þig fyrir að verða gestgjafi og færð fyrstu gestina á staðinn.

Við vonum að þessar ábendingar hjálpi þér að skilja gildandi regluverk fyrir gestgjafa og veiti þér öryggi til að láta drauma þína um gestaumsjón rætast.

Aðalatriði

  • Á mörgum svæðum eru sérstök lög og skattar fyrir gestgjafa

  • Nálgastu staðbundnar ábendingar í hjálparmiðstöðinni og hjá gestgjafaklúbbum

  • Kynntu þér meira í handbók okkar þar sem gestaumsjón er lýst í víðu samhengi
Airbnb
2. sep. 2021
Kom þetta að gagni?