Hvernig þú tekur á móti gestum á eigin forsendum

Taktu á móti gestum á þinn hátt með stillingum og húsreglum.
Airbnb skrifaði þann 10. nóv. 2020
4 mín. lestur
Síðast uppfært 16. nóv. 2022

Aðalatriði

  • Á skráningarsíðunni getur þú tilgreint hve mörgum gestum þú tekur á móti ásamt þægindum í boði

  • Húsreglur hjálpa þér til við að greina frá væntingum og sýna gestum hvernig gestgjafi þú ert

  • Bókunarstillingarnar þínar ráða því hvenær gestir gesta bókað eignina

Það gæti verið nýtt fyrir þér að bjóða fólk sem þú hefur aldrei hitt áður velkomið í eignina þína. Airbnb er með stillingar og eiginleika sem gera þér kleift að stjórna því hvernig og hvenær þú tekur á móti gestum þannig að þér líði sem best við gestaumsjónina.

Þú getur sniðið bókunarstillingarnar að þörfum þínum, framboði og óskum, allt frá því hvaða rými standa til boða til hámarksfjölda gesta.

Hafðu engar áhyggjur ef þú ert í vafa um hvernig þú velur réttu bókunarstillingar fyrir þig eða útbýrð húsreglur. Við leiðum þig í gegnum mismunandi valkosti og gefum nokkur dæmi um hvernig þú getur tekið á móti gestum á eigin forsendum.

Hafðu skráninguna á eigninni skýra og ítarlega

Skráningarsíðan gefur gestum forsmekk af eigninni þannig að þeir átti sig betur á skipulagi og verði áður en þeir ganga frá bókun. Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú útbýrð skráninguna:

  • Hvaða gistináttaverð og gjöld þú vilt innheimta: Þegar þú tekur á móti gestum á Airbnb ræður þú gistináttaverðinu hjá þér. Þú getur alltaf breytt verðinu áður en staðfest bókun liggur fyrir og það getur verið breytilegt frá degi til dags eða milli árstíða. Þú getur einnig bætt við viðbótargjöldum fyrir ræstingar, aukagesti og fleira. Verðábendingar okkar geta hjálpað þér að vera með samkepnishæft verð.
  • Gestafjöldi í eigninni: Tilgreindu hámarksfjölda gesta fyrir hverja bókun á skráningarsíðunni. Gestir geta aðeins bókað eignina ef stærð hópsins er sú sama eða minni en hámarksfjöldinn sem þú hefur tilgreint í bókunarskilyrðunum.
  • Hvaða þægindi eru í boði fyrir gesti: Þótt þú sért með grill eða þvottavél og þurrkara þýðir það ekki endilega að þessi þægindi þurfi að standa gestum til boða. Þú getur tilgreint þægindi sem gestir mega og mega ekki nota í eigninni, sem og viðeigandi takmarkanir. Gestgjafinn Brian frá Newport, Rhode Island, skrifar til dæmis í skráningarlýsingunni sinni: „Gestir geta notað þvottavélina mína og þurrkarann ef þeir spyrja leyfis.“

Ákveddu húsreglurnar hjá þér

Húsreglur hjálpa þér að greina skýrt frá væntingum og hvernig þú nálgast gestaumsjónina. Þær gera gestum kleift að taka upplýsta ákvörðun um hvort eignin þín henti þeim eða ekki.

Húsreglurnar koma nú skýrt fram á fjórum stöðum eða á skráningarsíðunni, staðfestingarskjánum þegar gestir bóka eignina, í tölvupóstinum í kjölfar bókunar og komuleiðbeiningunum sem gestir fá fyrir ferðina. Með grunnreglum má framfylgja öllum þeim reglum sem koma fram í almennu húsreglunum þínum.

Þú getur valið þér almennar húsreglur úr fyrirliggjandi valkostum sem varða eftirfarandi þætti:

  • Gæludýr
  • Viðburði
  • Reykingar og rafrettur
  • Kyrrðartíma
  • Inn- og útritunartíma
  • Hámarksfjölda gesta
  • Myndatöku og kvikmyndun í atvinnuskyni

Eins og áður getur þú einnig bætt viðbótarreglum við almennu húsreglurnar þínar. Í viðbótarreglunum ætti að tilgreina allt sem gestir hafa ekki aðgang að, eins og til dæmis svalir eða skáp til einkanota. Þú getur einnig bætt við reglum sem tengjast staðbundnum háttum (eins og að vera ekki með hávaða meðan á síestunni stendur) og kröfur sem koma ekki fram í almennu húsreglunum (eins og til dæmis að vera ekki á skónum inni).

Hafðu samband við þjónustuverið ef þú telur að gestur brjóti gegn reglum þínum, hvort sem um ræðir þær reglur sem þú valdir eða viðbótarreglurnar. Við aðstoðum þig ef þú þarft að hætta við bókunina.

Athugaðu: Allar húsreglur verða að samræmast reglum og skilmálum Airbnb, þar með töldum þjónustuskilmálum og reglum gegn mismunun.

Hvernig húsreglunum er breytt

Veldu bókunarstillingarnar hjá þér

Notaðu dagatals- og bókunarstillingarnar til að tilgreina framboð og hvers konar bókanir þú vilt fá. Hafðu þetta í huga við val á bókunarstillingum:

  • Framboð hjá þér: Það er undir þér komið hvenær þú vilt bjóða gestum eignina þína. Ef þú verður ekki í bænum, færð vini eða fjölskyldu í heimsókn eða getur ekki tekið á móti gestum á tilteknu tímabili getur þú lokað dagatalinu þínu fyrir þá daga. Þú getur einnig stillt fastan undirbúningstíma fyrir hverja bókun til að skapa svigrúm ef þú vilt hafa lengri tíma fyrir þrif eftir útritun gesta eða taka þér hlé á milli bókana.
  • Hvernig gestir geta bókað: Sem gestgjafi getur þú valið hvernig gestir bóka eignina þína; annaðhvort með hraðbókun eða með því að senda bókunarbeiðni. Með hraðbókun geta einstaklingar sem uppfylla allar kröfur þínar til gesta og samþykkja húsreglurnar þínar bókað lausar dagsetningar í eigninni tafarlaust. Þú ferð hins vegar yfir og samþykkir hverja bókunarbeiðni fyrir sig.
  • Hve lengi gisting varir: Þú getur ákveðið lágmarks- og hámarkslengd gistingar í eigninni í samræmi við staðbundin lög. Sumir gestgjafar aðlaga þessar kröfur að árstíðabundinni eftirspurn og setja kannski skilyrði um tveggja nátta lágmarksdvöl eða jafnvel einnar viku yfir háannatíma.
  • Fyrirvari: Ertu ekki viss um hvenær þú getur tekið á móti gestum á næstunni? Ekkert mál. Notaðu stillingarnar þínar til að stjórna hve langt fram í tímann þú vilt samþykkja bókanir. Þannig geta gestir ekki bókað þá daga sem þú ert ekki við. Þú getur einnig gert ráð fyrir þeim fyrirvara sem þú þarft fyrir komu gesta og til dæmis notað stillingarnar til að koma í veg fyrir bókanir samdægurs eða næsta dag til að hafa meiri undirbúningstíma.
  • Komu- og brottfaratímar gesta: Þegar gestir útrita sig seint eða mæta snemma getur það haft áhrif á aðrar bókanir, sérstaklega ef ekki er hlé á milli bókana. Þú getur notað stillingarnar til að tilgreina komu- og brottfaratíma gesta og tekið fram á skráningarsíðunni hvers vegna það er mikilvægt að gestirnir haldi sig við þessa tíma (t.d.: „Ræstitæknirinn mætir kl. 11:00“).

Mundu að þú getur breytt bókunarstillingunum hvenær sem er. Einnig getur verið gagnlegt að fara reglulega yfir bókunarstillingarnar svo að þær endurspegli framboð hjá þér og hvernig þú vilt sinna gestum.

Sinntu gestaumsjón af öryggi

Gestgjafar kunna að meta gesti sem fara með eignir þeirra eins og sínar eigin. Við hjá Airbnb höfum innleitt fjölda reglna og verndarþjónustu til að hjálpa þér að ná til réttu gestanna fyrir eignina þína.

Skýr skráningarlýsing, ítarlegar húsreglur og uppfærðar bókunarstillingar geta auk verndarinnar stuðlað að því að gestir gangi vel um eignina þína sem gerir þér kleift að sinna gestaumsjón af öryggi og veita þannig gestum þínum ánægjulegri upplifun.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Á skráningarsíðunni getur þú tilgreint hve mörgum gestum þú tekur á móti ásamt þægindum í boði

  • Húsreglur hjálpa þér til við að greina frá væntingum og sýna gestum hvernig gestgjafi þú ert

  • Bókunarstillingarnar þínar ráða því hvenær gestir gesta bókað eignina

Airbnb
10. nóv. 2020
Kom þetta að gagni?