Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

  Gerðu heimilið þitt fjölskylduvænt

  Úthugsuð aukaatriði geta aukið þægindi fjölskyldna í eigninni þinni.
  Höf: Airbnb, 5. mar. 2020
  7 mín. lestur
  Síðast uppfært 5. mar. 2020

  Aðalatriði

  • Undirbúðu eignina þína fyrir fjölskyldur til að stækka markhópinn og fá fleiri bókanir

   • Láttu fylgja með hluti fyrir börn og ungabörn, eins og leikföng og færanlegt ungbarnarúm

    • Bættu við barnvænum færslum í ferðahandbókina þína

    • Nefndu að eignin sé fjölskylduvæn í skráningarlýsingunni og sýndu það á myndum

    Ferðalög með börnum breyta lífi flestra foreldra. Að vita ekki hvernig barn bregst við umhverfinu, og það eitt að halda á ókunnugar slóðir með börnum, getur valdið öldum foreldrum kvíða. Fjölskylduvæn gisting skiptir svo miklu máli af því að hún dregur úr áhyggjum foreldra varðandi eignina, næði, öryggi og skemmtun.

    Elsie, mamma og stofnandi lífsstílsveldisins A Beautiful Mess þar sem er hægt að finna allt um hið heimagerða, segir frá því hvernig hægt er að útvíkka markhópinn og fá fleiri bókanir með því að gera heimilið fjölskylduvænt. Elsie byggði fyrirtækið sitt í Nashville upp til að leysa sköpunargáfu foreldra úr læðingi. Hér gefur hún fagráð um það hvernig hægt er að höfða betur til foreldra í leit að gistingu; og gera ferðalög með börnum skemmtilegri.

    Gestgjafinn Elsie deilir ráðum sínum um hvernig heimilið er gert fjölskylduvænt.

    „Við Emma systir mín höfum alltaf verið mjög heimakærar og vorum mikið innandyra saman í handavinnu þegar við ólumst upp. Þetta hefur ekki breyst mikið í dag. Það sem við höfum alltaf gert fyrir okkur er nú orðið að lífstílsfyrirtækinu A Beautiful Mess sem hvetur þúsundir um allan heim til að finna ánægjulegan lífstíl heimavið. Ef þú ert að velta því fyrir þér hvað það þýðir nákvæmlega þýðir það einfaldlega að reyna að gera allt upp á eigin spýtur, að læra, dreyma stórt og láta gallana ekki fara í taugarnar á sér. Sem mamma, gestgjafi og framleiðandi hef ég búið til hundruð verkefna fyrir fjölskylduheimili í gegnum árin sem hjálpaði mér að átta mig á því hve mikilvægt það er að undirbúa eignir fyrir börn og fjölskyldur á öllum aldri. Þetta ýtir ekki aðeins undir vellíðan heldur verður einnig til fleiri bókana. Mottóið mitt er „vertu heima og búðu eitthvað til“. Viltu prófa?“

    1. Sinntu litlu börnunum

    „Þetta er nokkuð einfalt og skiptir sköpum fyrir fjölskyldur sem ferðast með litlum börnum. Stundum getur eign verið fjölskylduvæn en samt vantað eitthvað sem gleður börn.

    Hér eru nokkrar tillögur um það sem er hægt að útvega fyrir börn:

    • Nytjahlutir: Vertu með ferðaleikgrind, barnastól, nokkrar bækur og dót á staðnum. Hjá okkur geymum við allt saman í einum skáp.
    • Notalegheit: Það er alltaf gott að vera með fleiri teppi og kodda. Notalegheit eru öllum að skapi.
    • Tuskudýr: Við erum með eitt tuskudýr sem börnin elska. Við sýnum það vanalega á myndum svo að foreldrar viti af því.
    • Góðgæti: Við skiljum oft eftir súkkulaði eða heilbrigt nasl handa börnunum. Fullorðnum finnst það líka gott.“

    2. Varastu hættur

    „Við val á húsgögnum skiptir miklu máli að spyrja sig: „Er þetta endingargott?“ og: „Er þetta öruggt?““ Ekki vera með marga muni úr gleri. Ég vil síst sófaborð úr gleri þegar börn eru með í för. Einu sinni rak dóttir mín höfuðið í skarpt horn á borði á hóteli. Það var ekki gaman.

    Hér eru helstu atriðin sem ætti að forðast:

    • Gler: Vertu með eins lítið gler í eigninni og hægt er, og það á sérstaklega við nálægt gólfinu. Vertu hvorki með sófaborð úr gleri né stóra vasa á gólfinu. Ekki vera með smádót úr gleri.
    • Smádót: Stundum getur eign með of miklu dóti einnig valdið hættu. Það er alltaf öruggara að vera ekki með of mikið af smádóti. Þá eru minni líkur á að hrasa um eitthvað, rekast á eða brjóta.
    • Brothættir munir: Reyndu að setja ekkert í eignina sem er mjög dýrmætt eða óbætanlegt. Slys verða og það ætti ekki að vera stórmál.“

    3. Uppfærðu kaffiaðstöðuna

    „Ég kann alltaf að meta betri kaffiaðstöðu þegar ég gisti í eign á Airbnb. Stundum eru foreldrar einfaldlega úrvinda. Þegar maður kemur inn á heimili með öllu sem maður þarf og kann að meta byrjar dagurinn vel.

    „Ég og maðurinn minn elskum kaffi svo að okkur finnst frábært að geta lagað kaffi með ýmsum hætti (til dæmis er hægt að hafa bjóða bæði sjálfvirka kaffivél og uppáhellingu)! Það er einnig gott að hafa valmöguleika fyrir fólk sem drekkur te og fólk sem drekkur ekki kaffi. Heitt súkkulaði er líka alltaf gott.“

    4. Útbúðu fjölskylduvæna ferðahandbók

    „Frábær ferðahandbók skiptir sköpum. Við erum með ferðahandbók í eignunum okkar með mikilvægum upplýsingum eins og tengiliðum, lykilorði fyrir þráðlaust net og lista yfir staðina sem við elskum. Það breytir öllu að tileinka hluta ferðahandbókarinnar dægrastyttingu með börnum.

    „Við skiljum einnig eftir sérsniðið kort af Nashville fyrir gesti. Þetta er lítil eftirprentun af listaverki sem gestirnir halda eftir en kortið gefur einnig hugmyndir um barnvæna dægrastyttingu í borginni og bestu veitingastaðina fyrir fjölskyldur.“

    5. Nefndu þetta í skráningarlýsingunni

    „Ekki gleyma að nefna beint í skráningunni allt sem þú hefur bætt við heimilið. Athugaðu að fjölskyldur eru einn af stærstu lýðfræðihópunum sem leitar eigna á Airbnb svo að ef það er greinilegt að heimilið þitt henti þeim gæti það aukið bókanir hjá þér verulega. Ekki gleyma að uppfæra skráningarlýsinguna þína með tímanum ef þú bætir einhverju við eignina. Taktu skýrt fram að eignin sé fjölskylduvæn til að fá fleiri bókanir.

    „Mundu að foreldrar elska að hafa pláss til að slaka á þegar krakkarnir eru komnir í rúmið. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir því að foreldrar velja heimili umfram hótel. Sýndu hvað sameignin í húsinu er góð og hvettu fólk til að mynda tengsl. Við bjuggum til myllumerki fyrir heimilið okkar og fólk byrjaði að nota það. Það var indælt að sjá myndirnar og hvað fólk skemmti sér vel. Stundum skilur fólk einnig eftir þakkarskilaboð eða smá gjöf. Það er alltaf indælt að sjá hvernig maður hefur gert ferð fólks betri. Ég trúi því eindregið að ef maður finnur það sem maður elskar og heldur sig við það þá muni annað fólk einnig falla fyrir því.

    „Vonandi hjálpa þessi ráð þér að fá enn fleiri bókanir.“

    Bestu kveðjur, Elsie

    Aðalatriði

    • Undirbúðu eignina þína fyrir fjölskyldur til að stækka markhópinn og fá fleiri bókanir

     • Láttu fylgja með hluti fyrir börn og ungabörn, eins og leikföng og færanlegt ungbarnarúm

      • Bættu við barnvænum færslum í ferðahandbókina þína

      • Nefndu að eignin sé fjölskylduvæn í skráningarlýsingunni og sýndu það á myndum

      Airbnb
      5. mar. 2020
      Kom þetta að gagni?