Að láta gesti vita hvað eignin hefur upp á að bjóða

Þú eykur líkur á bókunum með því að tilgreina þægindi og öryggisbúnað.
Airbnb skrifaði þann 14. júl. 2022
1 mín. lestur
Síðast uppfært 16. nóv. 2022

Þægindi eru forgangsatriði fyrir gesti á Airbnb. Þegar gestir leita sér að gistiaðstöðu geta þeir síað leitarniðurstöður þannig að þær birti aðeins skráningar með þeim þægindum sem þeir vilja.

Jafnvel smávægileg atriði eins og sjónvarp eða skyndihjálparbúnaður geta gert ferðalög auðveldari og ánægjulegri fyrir gesti. Því er góð hugmynd að tilgreina allt sem er í boði.

Gestir leita oft eftir eignum sem bjóða:

  • Þráðlaust net
  • Eldhús
  • Þvottavél eða þurrkara
  • Ókeypis bílastæði
  • Loftræstingu
  • Sérstaka vinnuaðstöðu
  • Sundlaug eða heitan pott

Til að bæta við þægindum velur þú atriði úr listanum yfir framúrskarandi þægindi og eftirlæti gesta. Þú getur bætt við þægindum sem þú finnur ekki hér eftir að þú birtir skráninguna.

Næst skaltu taka fram tiltækan öryggisbúnað á staðnum eins og reykskynjara.

Nokkrar stuttar ábendingar:

1. Ekki vanmeta eignina. Ef þú býður upp á þægindi skaltu tilgreina það. Láttu gesti um að ákveða það sjálfir hvort mataraðstaða utandyra með nestistborði sé jafn þægileg og sæti með púðum.

2. Gefðu gestum réttar væntingar. Taktu fram frekari upplýsingar í skráningarlýsingunni, eins og hvort grillið þitt sé gas- eða kolagrill.

3. Hugsaðu eins og gestur. Leiddu hugann að því hvað þú vilt og þarft á að halda sem gestur þegar þú ferðast. Íhugaðu að bæta þessum atiðum við með tímanum ásamt öðrum þægindum.

„Gættu þess að bjóða upp á grunnþægindi,“ segir Harry sem er gestgjafi í Aþenu, Grikklandi, en þannig eykur þú líkur á að fá bókanir. „Ég komst að því að það borgaði sig að eyða smá pening í gufustraujárn og hárþurrku.“

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Airbnb
14. júl. 2022
Kom þetta að gagni?