Airbnb Herbergi er glæný nálgun á sérherbergi

Þú getur deilt nánari upplýsingum um þig með gestum í nýju vegabréfi gestgjafa.
Airbnb skrifaði þann 17. jan. 2024
4 mín. myndskeið
Síðast uppfært 17. jan. 2024

Athugasemd ritstjóra: Þessi grein var birt sem hluti af sumarútgáfu Airbnb 2023. Upplýsingar gætu hafa breyst frá fyrstu birtingu. Frekari upplýsingar um nýjustu útgáfu okkar.

Airbnb var í upphafi vettvangur sem gerði ferðalöngum kleift að gista á heimili einhvers annars á viðráðanlegu verði. Gestgjafar sérherbergja hafa í gegnum tíðina brúað bilið á milli fólks og gert gestum kleift að upplifa nýja staði líkt og heimamenn.

Í dag leitast fólk eftir því að ferðast á viðráðanlegu verði, sérstaklega með tilliti til núverandi efnahagsástands. Það leitast eftir tengingu við aðra og ósviknum upplifunum eftir áralanga einangrun sökum heimsfaraldursins.

Þess vegna kynnum við Airbnb Herbergi sem er glæný nálgun á sérherbergi. Uppfærslurnar eru meðal annars:

  • Vegabréf gestgjafa, til að gestir geti kynnst þér áður en gengið er frá bókun

  • Nýr flokkur fyrir herbergi og endurhannaðar leitarsíur sem auðvelda gestum að finna sérherbergi

  • Nýjar upplýsingar varðandi næði til að öllum líði sem best

Vegabréf gestgjafa

Gestir hafa látið það í ljós að þeir vilji vita með hverjum þeir komi til með að deila rýminu áður en þeir ganga frá bókun á sérherbergi. Vegabréf gestgjafa veitir þér fleiri möguleika á að kynna þig fyrir gestum. Það leggur einnig áherslu á tilteknar upplýsingar úr notandalýsingunni þinni og birtir í leitarniðurstöðum og á skráningarsíðunni.

Fyrsta breytingin sem þú munt taka eftir er að notandamyndin þín birtist nú í horni forsíðumyndar skráningarinnar. Gestir geta pikkað eða smellt á hana til að opna vegabréf gestgjafa og nálgast tilteknar upplýsingar um þig sem þú hefur deilt.

Nafn þitt, árafjöldi sem gestgjafi, stjörnueinkunn og fjöldi umsagna frá gestum birtast efst á vegabréfi þínu sem gestgjafa. Fyrir neðan þær upplýsingar má nálgast nýja hluta notandalýsingarinnar þar sem þú getur tilgreint þætti eins og hvar þú býrð, áhugamál þín, nafn gæludýrsins þíns, skemmtilegar staðreyndir og hvað er sérstakt við gistinguna í eign þinni.

Þú getur valið mynd og hvaða upplýsingum þú deilir með því að breyta notandalýsingunni. Þú gætir einnig tekið eftir því að eldri hlutar notandalýsingarinnar eru nú á nýju sniði og því gæti verið góð hugmynd að ganga úr skugga um að upplýsingar um starf þitt, töluð tungumál og staðsetningu birtist á réttan hátt.

Fáðu ábendingar um að taka frábæra mynd fyrir vegabréf gestgjafa

Flokkur fyrir Herbergi

Gestir eiga auðvelt með að finna skráninguna þína í gegnum flokk herbergja efst á heimasíðunni. Með endurhannaðri leitarsíu er einnig einfaldara að skipta á milli sérherbergja, heillra heimila og allra tegunda eigna. Meðalverð fyrir eignir af þeirri tegund sem gesturinn velur birtist nú í leitarsíunni.

Frá og með 3. maí þarf eignin þín að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði til að koma fram í flokki herbergja:

  • Gesturinn hefur sitt eigið sérherbergi með hurð.

  • Gesturinn hefur aðgang að baðherbergi sem er annað hvort sameiginlegt eða til einkanota.

  • Gesturinn hefur aðgang að minnst einu sameiginlegu rými, svo sem eldhúsi, stofu eða bakgarði.

  • Gestgjafar nota sitt eigið nafn á skráningarsíðunni í stað nafn fyrirtækis eða annars nafns.

  • „Sérherbergi“ er valið sem tegund eignar eða herbergis í skráningarstillingum.

  • Sérherbergið er ekki sameiginlegt herbergi, herbergi á hóteli eða orlofssetri, sjálfstætt rými (eins og lítið íbúðarhús úti í garði) eða önnur tegund eignar á þessum lista.

Eignir sem uppfylla ekki þessi nýju viðmið munu ekki birtast gestum sem herbergi í leit eða á skráningarsíðunum. Þú getur valið nýja tegund eignar eða gert breytingar á eigninni þannig að hún uppfylli þessi viðmið. Sendu þjónustuverinu beiðni til að óska eftir því að skráningu þinni verði bætt við eða hún tekin úr flokki herbergja.

Næði og huggulegheit

Gestir sem fletta í gegnum skráningar á sérherbergjum leita oft sérstaklega eftir ákveðnum atriðum sem veita þægindi og öryggi. Við höfum fært þessar upplýsingar hærra á skráningarsíðuna til að hjálpa þér að gefa réttar væntingar:

  • Hvort svefnherbergishurðin sé með læsingu. Gestir vænta þess að geta læst hurðinni hjá sér. Ef sérherbergið hjá þér er ekki með læsingu gæti verið ráðlegt að bæta henni við.

  • Hvort baðherbergið sé aðliggjandi, til einkanota eða sameiginlegt. Allar skráningar á Airbnb verða að sjá til þess að gestir hafi aðgang að baðherbergi með vaski, salerni og sturtu eða baðkari. Upplýsingar eins og hvort baðherbergi gesta sé aðliggjandi og til einkanota, til einkanota (aðgengilegt frá sameiginlegu rými eins og t.d. gangi) eða sameiginlegt, koma nú fram með skýrum hætti á skráningarsíðunni.

  • Hverjir gætu verið til staðar í eigninni. Gestir vilja vita hvort þeir komi til með að hitta aðra í eigninni meðan á dvölinni stendur, s.s. aðra gesti, fjölskyldumeðlimi þína eða meðleigendur. Gefðu réttar væntingar með því að tilgreina hverjir gætu verið til staðar í eigninni.

  • Hvernig samskiptum verður háttað. Gestir njóta þess oft að verja tíma með gestgjöfum sem geta hjálpað þeim að kynnast áfangastaðnum út frá sjónarhorni heimamanns. Þú getur tilgreint hve miklum tíma þú vilt verja með gestum meðan á dvölinni stendur.

Opnaðu herbergi og rými í skráningarstillingum til að bæta þessum upplýsingum við.

Við innleiðum Airbnb Herbergi ásamt 25 uppfærslum fyrir gestgjafa í vikunni sem hluta af sumarútgáfu Airbnb 2023.

Airbnb
17. jan. 2024
Kom þetta að gagni?