Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Nú hentar vel að uppfæra skráninguna með þessum ábendingum

  Fáðu ábendingar um hvernig má taka á móti gestum á staðnum og í lengri dvöl og hvers vegna nákvæmni skiptir máli.
  Höf: Airbnb, 20. mar. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 28. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um gestaumsjón í kófinu

  Við vitum að óvissa vegna COVID-19 hefur reynst mörgum gestgjöfum okkar íþyngjandi. Og fyrir þau ykkar sem þurfið að taka á lokunum skóla og öðrum truflunum getur virst sem svo að það sé orðið enn erfiðara að ná jafnvægi milli einkalífsins og vinnuskuldbindinga.

  Við erum að vinna að leiðum til að aðlagast og þar á meðal að búa til ný verkfæri svo að gestgjafar geti nýtt sér þær breytingar á ferðahegðun sem við tökum eftir á verkvangi okkar. Til dæmis hefur leit að lengri gistingu nálægt heimilinu meira en tvöfaldast undanfarið. Í Bandaríkjunum er svo 30% aukning á bókunum í fjórar til sex vikur frá því í síðustu viku.

  Hér eru nokkrar leiðir fyrir gestgjafa til að ná til þessara gesta eins og er:

   Bættu við mánaðar- og vikuafslætti. Vegna ferðatakmarkana gætu margir gestir íhugað lengri gistingu sem er nær heimilinu.

   • Nú þegar þú breytir skráningu þinni kemur nýr sprettigluggi þar sem þú getur bestað lengri gistingu með því að breyta stillingum vegna hámarksdvalar og bæta við viku- og mánaðarafslætti. (Minna en 50% gestgjafa bjóða upp á viku- eða mánaðarafslátt og þeir sem gera það fá yfirleitt fleiri bókanir með lengri gistingu.)
   • Gestgjafar með meira en eina skráningu geta breytt þessu fyrir allar skráningar sínar í einu á skráningarsíðu sinni.

   Íhugaðu að uppfæra titil og lýsingu eignarinnar þinnar til að vekja áhuga gesta og vertu viss um að fylgja reglum okkar um efnisinnihald. Við höfum tekið eftir því að sumir þurfa aðeins meira pláss og margir leita eigna fyrir sig eina eða sig og fjölskylduna.

   • Þar sem margir standa frammi fyrir lokun skóla og skipta yfir í fjarvinnu gætu þeir sem bóka gistingu haft áhuga á vinnu- og fjölskylduvænum eignum. Mundu að leggja áherslu á það hvernig eignin þín getur uppfyllt þessar þarfir með því að bæta við myndum og breyta skráningarlýsingunni þinni.
   • Ef eignin þín er með þráðlausu neti eða þægilegri vinnuaðstöðu og/eða ef hún hentar börnum skaltu muna að uppfæra þægindin hjá þér til að þau endurspegli þetta.

   Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að hugsa vandlega um orðin sem valin eru til að lýsa eignum. Við ykkur um að hugsa um það sem á, og á ekki, að gera. Við munum beita ströngu eftirliti vegna margra þessara tilmæla til þess að gestir hafi eins nákvæmar upplýsingar og mögulegt er:

   GERÐU ÞETTA: Breyttu skráningartitlinum og nefndu að eignin þín henti mjög vel fyrir nærgistingu, sem valkostur til að heiman eða fyrir fjölskyldur.
   EKKI: Kynna eignina þína sem „lausa við COVID“ eða „góða sóttkví“. Nú förum við reyndar fram á að gestgjafar nefni ekki „COVID-19“, „kórónaveiru“ eða „sóttkví“ í skráningartitli.

   GERÐU ÞETTA: Leggðu áherslu á bætingar á ræstingarferlinu í skráningarlýsingunni þinni. Þótt ekki megi halda því fram að eignir séu lausar við kórónaveiru má segja frá því hvernig ræstingum er sinnt. (Dæmi: „Vegna kórónaveirunnar leggjum við okkur fram um að sótthreinsa mikið snerta fleti milli bókana.“)
   EKKI: Nýta þér skort á handhreinsiefni, salernispappír eða öðrum nauðsynjum til að ná til gesta. (Dæmi: „Slepptu frá kórónaveirunni! Hér er nægur salernispappír!“)

   GERÐU ÞETTA: Vertu með skimunarspurningar fyrir gesti í húsreglunum eða skráningarlýsingunni. (Dæmi: „Gilda einhverjar ferðatakmarkanir eins og er þar sem þú ert af völdum kórónaveirunnar?“)
   EKKI: Hvetja gesti til að hunsa staðbundnar ferðaráðleggingar og deildu alls ekki upplýsingum um heilsu, öryggi eða ferðaráðleggingar nema frá Airbnb.is/COVID eða stjórnvöldum á staðnum.

   Þangað til munum við deila meiri upplýsingum um þróun ferðalaga og gefa ábendingar til að vekja athygli gesta sem gætu verið að hugsa um ferðalög fram í tímann. Þakka þér eins og alltaf fyrir að vera gestgjafi í samfélagi Airbnb.

   Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

   Aðalatriði

   • Kynntu þér meira í handbók okkar um gestaumsjón í kófinu
   Airbnb
   20. mar. 2020
   Kom þetta að gagni?