Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Við kynnum öryggisreglur vegna COVID-19

  Uppfærðar öryggiskröfur fyrir samfélag Airbnb taka gildi 12. október.
  Höf: Airbnb, 6. okt. 2020
  15 mín. myndskeið
  Síðast uppfært 28. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Við deilum uppfærðum viðmiðum fyrir gesti og ræðum gæðahýsingu til að tryggja að allir standi við væntingar samfélagsins okkar

  • Við erum einnig að kynna uppfærðar öryggisreglur vegna COVID-19 sem gestgjafar og gestir þurfa að skuldbinda sig til að fylgja frá og með 12. október

  Halló öllsömul,

  Ég heiti Catherine, alþjóðlegur yfirgestgjafi Airbnb, og færi nú gestgjafafréttir í fimmta sinn.

  Frá því að við kynntum þessar breytingar í ágúst höfum við lagt áherslu á að endurbyggja nánari tengsl milli starfsmanna okkar og gestgjafa. Ef þú hefur ekki séð fyrri myndskeiðin frá mér getur þú skoðað þau hér.

  Ég vil þakka þeim ykkar sem hafið gefið ykkur tíma til að viðra hugmyndir og spurningar með mér á vinnustofum okkar og í athugasemdum og tölvupóstum. Við njótum þeirrar innsýnar sem þið hafið gefið okkur í skilaboðum við vinnu okkar og breytingar.

  Í gestgjafafréttum dagsins ræði ég um viðmið gesta og gestgjafa sem og nokkrar viðbótarkröfur varðandi öryggi sem við erum að kynna fyrir öllum á Airbnb vegna COVID-19.

  Uppfærð viðmið fyrir gesti

  Mörg ykkar hafið sagt mér að þið hafið áhyggjur af tiltekinni hegðun gesta í eignunum ykkar. Þótt okkur virðist þetta lýsa litlu hlutfalli gesta erum við engu að síður þeirrar skoðunar að allir gestir verði að koma fram við ykkur, eignir ykkar og nágranna af virðingu.

  Í því skyni erum við að útvíkka áreiðanleikaviðmið gesta á fimm sviðum. Þessi viðmið eiga upptök sín beint úr tillögum ykkar og ná meðal annars yfir:

  • Síðbúin útritun án leyfis
  • Innritunartímar virtir að vettugi
  • Óheimil gæludýr (að undanskildum þjónustudýrum)
  • Fiktað í samþykktum öryggisbúnaði eða hann fjarlægður
  • Ekki farið að húsreglum á staðnum sem eru í stíl við reglur og stefnur Airbnb

  Þetta byggir á þeirri vinnu sem við unnum á síðasta ári þegar við kynntum áreiðanleikaviðmið fyrir gesti. Fyrr á árinu kynntum við einnig alþjóðlegt bann okkar á samkvæmishaldi. Og við höfum fryst, eða fjarlægt, um 100.000 aðganga frá áramótum vegna brota gegn reglum okkar og viðmiðum.

  Það sem eftir er árs ætlum við að fjárfesta í endurbótum á kerfum okkar og ferlum. Það mun hjálpa okkur að ná að tryggja samræmda framkvæmd, hraðari svartíma og meiri heildarábyrgð gagnvart gestum.

  Gæðahýsing

  Það sem ég hef lært af gestgjöfunum sem ég hef hitt á vinnustofum gestgjafa og í félagsmiðstöðinni undanfarið er að framúrskarandi gestaumsjón byggir alltaf á trausti og snýr í grunninn að þrennu: gæðum, tengingu og samfélagi.

  Mun minni líkur eru á að ferðamaður sem verður fyrir slæmri reynslu með gestgjafa á Airbnb bóki aftur á Airbnb. Þetta getur einnig haft áhrif á orðspor gestgjafa í samfélagi þeirra og jafnvel leitt til strangari reglugerða á staðnum.

  Við tókum eftir því nýlega að fjöldi skráðra eigna stóðst ekki væntingar okkar um gæði. Rétt eins og við afskráum gesti til að vernda samfélag Airbnb höfum við ákveðið að loka eða taka út skráningar eigna sem valda reglulegum alvarlegum vandamálum eða sem fá reglulega lágar einkunnir í umsögnum og hafa ekki staðist væntingar gesta.

  Margir þættir hafa áhrif á gæði en eftirfarandi dæmi sýna hvað felst í góðri gestaumsjón:

  Í flestum tilvikum hafa gestgjafar þessara eigna verið látnir vita. Við höfum einnig útbúið áfrýjunarferli til að taka á öllum athugasemdum.

  Uppfærðar kröfur tengdar COVID-19

  Næstum 1,5 milljón skráningar hafa tekið upp ítarlegri ræstingarreglur Airbnb frá því í júní. Þetta eru vinsælustu skráningarnar á Airbnb með þrefalt fleiri bókunum en skráningar sem fylgja ekki ræstingarreglunum.*

  Ég hef heyrt frá gestgjöfum sem hafa beðið okkur um að einfalda og útskýra ferlið. Við erum því að útvega ný úrræði og tól til að það verði einfaldara að læra og innleiða fimm skrefa kerfið okkar.

  Þessi skref eru m.a.:

  1. Undirbúningur og loftræsting rýmisins
  2. Þrif á öllum herbergjum
  3. Hreinsun yfirborða
  4. Yfirferð á öllum herbergjum
  5. Endurstilling á eign fyrir gesti

  Við erum auk þess að aðlaga viðbrögð okkar með aukinni vísindaþekkingu í sameiginlegu átaki okkar til að tryggja öryggi samfélagsmeðlima í kófinu. Frá og með 12. október:

  Frá og með næstu viku munu gestgjafar sem bjóða gistingu fá kvaðningu í appinu sínu eða stjórnborðinu með fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar og síðu þar sem staðfesta má öryggiskröfur vegna COVID-19. Ef þú staðfestir ekki kröfurnar fyrir 20. nóvember 2020 getur verið að þér berist varnaðarorð eða að aðgangur þinn verði frystur og, í sumum tilvikum, fjarlægður af Airbnb.

  Athugaðu: Ef þú hefur þegar vottfest ítarlegri ræstingarreglurnar þarftu bara að samþykkja að nota grímu og gæta nándarmarka í stuttri kvaðningu. Nýir gestgjafar þurfa einnig að skuldbinda sig til að fylgja þessum öryggisreglum.

  Ef þú ert upplifunargestgjafi á Airbnb í landi, eða á svæði, þar sem staðbundnar upplifanir eru hafnar á ný sömdum við sérstakar ræstingarleiðbeiningar og ráðleggingar og kröfur varðandi heilsu og öryggi fyrir þig.

  Önnur úrræði fyrir ræstingar

  Við höfum skrifað ítarlegri greinar um ræstingar í úrræðamiðstöðinni til að útskýra þessar kröfur betur. Sjá:

  Takk fyrir allar athugasemdirnar sem þið deilduð með okkur. Ég hef aftur samband eftir nokkrar vikur til að kynna spennandi nýja eiginleika og reglur í öðrum gestgjafafréttum.

  Þangað til er alltaf hægt að merkja mig beint í félagsmiðstöðinni: @Catherine-Powell. Við kunnum að meta athugasemdir ykkar og byggjum allt sem við gerum á þeim.

  *Byggt á innanhússgögnum Airbnb frá 18. júní til 30. september 2020

  **Að undanskildum gestgjöfum sem bjóða gistingu á meginlandi Kína

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Við deilum uppfærðum viðmiðum fyrir gesti og ræðum gæðahýsingu til að tryggja að allir standi við væntingar samfélagsins okkar

  • Við erum einnig að kynna uppfærðar öryggisreglur vegna COVID-19 sem gestgjafar og gestir þurfa að skuldbinda sig til að fylgja frá og með 12. október

  Airbnb
  6. okt. 2020
  Kom þetta að gagni?