Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Við kynnum Airbnb.org: Húsaskjól á neyðarstund

  Við erum stolt af því að kynna Airbnb.org, nýtt félag sem er ekki rekið í hagnaðarskyni og er innblásið af gestgjöfum.
  Höf: Airbnb, 7. des. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 15. des. 2020

  Aðalatriði

  • Opin heimili eru nú Airbnb.org, óháð 501(c)(3)-stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni

  • Við kynnum einnig stuðningsmerki Airbnb.org til að hampa samfélaginu en örlæti þess skapaði Airbnb.org

  • Gestgjafar sem skrá sig til að bjóða ókeypis gistingu eða gefa styrki með reglubundnum hætti uppfylla skilyrðin til að fá merki

  Við kynnum Airbnb.org
  Þjónusta opinna heimila okkar og framlínugistingar var innblásin af gestgjöfum eins og þér. Í dag erum við stolt af því að tilkynna að þau eru að verða Airbnb.org, nýtt félag sem er ekki rekið í hagnaðarskyni og opnar upp heimili þegar neyðarástand stendur yfir.

  Airbnb.org er óháð 501(c)(3)-stofnun sem nýtur stuðnings gistisamfélags okkar. Frá árinu 2012 hafið þið tekið á móti meira en 75.000 manns - allt frá nauðsynlegum starfsmönnum í framlínunni gegn COVID-19 til brottfluttra frá banvænustu náttúruhamförum heims. Síðustu tvö ár hafa styrktaraðilar safnað meira en USD 1 milljón fyrir þessa viðleitni.

  Að vinna sér inn stuðningsmerki Airbnb.org
  Við hömpum örlæti samfélagsins með því að kynna stuðningsmerki Airbnb.org. Gestgjafar geta veitt Airbnb.org stuðning á tvenna vegu og unnið sér inn merkið:

  • Skráðu þig til að taka á móti fólki sem þarfnast tímabundinnar gistingar án endurgjalds
  • Gefðu styrk með endurteknum hætti

  Gestgjafi
  Merkið veitir gestgjöfum viðurkenningu sem eru með að minnsta kosti eina virka skráningu og bjóða gistingu án endurgjalds til stuðnings við Airbnb.org (áður opin heimili og framlínugisting).

  Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar um gestaumsjón í þágu góðgerðamála.

  Styrktaraðili
  Merkið veitir gestgjöfum viðurkenningu sem eru með virka skráningu á Airbnb og hafa skráð sig til að gefa hlutfall af útborgun sinni fyrir hverja gistingu.

  Þú getur nálgast frekari upplýsingar um hvernig veita má styrk af útborgun þinni hér.

  Algengar spurningar

  Hvernig tengist Airbnb.org opnum heimilum og framlínugistingu?
  Átaksverkefni Airbnb um opin heimili og framlínugistingu eru að breytast í Airbnb.org, 501(c)(3)-stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni. Þó að Airbnb deili samfélagsmeðlimum og teymismeðlimum með Airbnb.org er Airbnb.org óháð samtök með óháða stjórn. Frekari upplýsingar um Airbnb.org má nálgast hér.

  Hvar birtist stuðningsmerki Airbnb.org?
  Merkið mun koma fram bæði á notandalýsingunni þinni sem gestgjafi og á skráningarsíðunum þínum eftir að þú skráir þig til að taka á móti gestum án endurgjalds eða veitir styrki. Merkið þitt verður núna sýnilegt ef þú ert þegar gestgjafi opinna heimila eða styrktaraðili með a.m.k. eina virka skráningu. Ef þú vilt fela merkið þitt getur þú sent tölvupóst á þjónustuverið hér.

  Hefur merkið áhrif á skráninguna mína í leitarniðurstöðum?
  Þetta merki hampar örlátum stuðning þínum við Airbnb.org. Á þessari stundu hefur það ekki áhrif á hvernig skráningar birtast í leitarniðurstöðum og gestir geta ekki síað eftir þeim.

  Hefur þetta áhrif á merki eða stöðu mína sem ofurgestgjafa?
  Stuðningsmerki Airbnb.org hefur ekki áhrif á merki þitt eða stöðu þína sem ofurgestgjafi. Merkið birtist við hliðina á ofurgestgjafamerkinu þínu.

  Mun ég missa merkið ef ég hætti við að taka á móti gestum eða að styrkja Airbnb.org?
  Já, en merkið birtist aftur ef þú ferð aftur að taka á móti gestum eða styrkja.

  • Ef þú vilt afskrá heimilið þitt af opnum heimilum getur þú fundið upplýsingar um hvernig þú gerir það hér.
  • Ef þú vilt stöðva eða gera hlé á endurteknum styrkjum getur þú kynnt þér hvernig það er gert í hjálparmiðstöðinni.

  Hvernig veitir Airbnb aðstoð?
  Airbnb hefur skuldbundið sig til að fjármagna rekstrarkostnað Airbnb .org og því renna öll framlög til góðgerðasamtakanna og fólks sem Airbnb.org þjónar.

  Ef þú vilt koma athugasemdum á framfæri varðandi kynningu á Airbnb.org viljum við endilega heyra frá þér. Þú getur sent tölvupóst á together@airbnb.org. Vinsamlegast hafðu í huga að þú munt ekki fá persónulegt svar frá starfsfólki okkar en við lesum samt allar athugasemdir samfélagsins.

  Aðalatriði

  • Opin heimili eru nú Airbnb.org, óháð 501(c)(3)-stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni

  • Við kynnum einnig stuðningsmerki Airbnb.org til að hampa samfélaginu en örlæti þess skapaði Airbnb.org

  • Gestgjafar sem skrá sig til að bjóða ókeypis gistingu eða gefa styrki með reglubundnum hætti uppfylla skilyrðin til að fá merki

  Airbnb
  7. des. 2020
  Kom þetta að gagni?