Hvernig sannfærandi titill er saminn

Stuttur og auðlesanlegur titill getur látið eignina skara fram úr í leitarniðurstöðum.
Airbnb skrifaði þann 5. maí 2021
2 mín. lestur
Síðast uppfært 16. nóv. 2022

Titilinn er tækifæri til að vekja athygli á því sem ber af við eignina þína. Það skemmtilega er að finna leið til að gera það í fáum orðum.

Þar sem 75% af leit á Airbnb fer fram í farsímum eða spjaldtölvum er hámarksfjöldi stafa í titlum takmarkaður við 32 stafi að meðtöldum bilum. Þetta kemur í veg fyrir að það skerist af titlum í snjallsímum og spjaldtölvum þar sem minni skjár er til staðar.

Svona skrifar þú sannfærandi titil:

  • Veittu upplýsingar og forðastu endurtekningar. Þú þarft ekki að segja gestum frá því sem er nú þegar tiltekið í leitarniðurstöðum, eins og borg þinni eða bæ og heildarfjölda rúma. Leggðu frekar áherslu á atriði sem geta vakið áhuga gesta, eins og vinsæl þægindi eða nálægð eignarinnar við áhugaverða staði.
  • Forðastu tjákn (emojis) og tákn. Haltu þig við einfalt og lýsandi orðalag (eins og notalegt, heillandi, sveitalegt eða rúmgott). Það er í góðu lagi að nota sértákn en ekki endurtaka þau til áhersluauka (eins og !!! eða ***).
  • Hefðbundinn málfræðistíll er oft auðveldari í lestri. Hefðbundnar málfræðireglur gera ráð fyrir að hástafur sé aðeins notaður í upphafi setningar og það á einnig við um titilinn. Forðastu að nota hástafi í upphafi annarra orða nema að um sé að ræða sérnöfn eins og Geysi.

Prófaðu þessa æfingu ef þú átt í vandræðum með að skrifa stutta lýsingu:

  • Hugsaðu fyrst um það sem gerir eignina þína heillandi og einstaka.
  • Punktaðu niður nokkur orð sem lýsa eigninni eins ítarlega og mögulegt er.
  • Þú þarft ekki að fara nákvæmlega ofan í saumana á öllu. Vektu frekar áhuga gesta á að kanna eignina betur.

Hér eru þrjú dæmi um titla sem eru líklegir til árangurs:

  • Dvalarstaður við sjávarsíðuna með kajökum
  • Rómantískt, viktorískt gestaherbergi
  • Umhverfisvænt stúdíó nálægt KEF

Ertu ekki viss um hvort þú hafir hitt naglann á höfuðið? Þú getur breytt titlinum hvenær sem er. Margir gestgjafar uppfæra titla þegar þægindum er bætt við eða þegar kemur í ljós hvað fyrstu gestunum líkar best.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Airbnb
5. maí 2021
Kom þetta að gagni?