Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Uppsetning framúrskarandi skráningar

  Gerðu skráninguna betri með gæðamyndum, samkeppnishæfu verði og fleiru.
  Höf: Airbnb, 18. nóv. 2020
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 1. júl. 2021

  Aðalatriði

  • Skrifaðu ítarlega og nákvæma skráningarlýsingu

   • Sjáðu til þess að dagatalið og bókunarstillingarnar séu rétt

    • Uppfærðu skráninguna
    • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

    Skráningin er algjör undirstaða. Hún er jú fyrsta tækifærið til að ná athygli mögulegra gesta með fallegum myndum, vinsælum þægindum og ítarlegri lýsingu á eigninni. Einnig er mikilvægt að stilla dagatalið og verðið vandlega, sem tryggir að þú fáir aðeins bókanirnar sem þú vilt fá, þegar þú vilt og á réttu verði.

    Uppfærðu hvenær og hvernig gestir bóka

    Sem gestgjafi ræður þú því hvenær og hvernig gestir bóka. Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga:

    • Dagatalsstillingar: Tilgreindu stystu og lengstu gistingu sem gestir geta bókað, komdu í veg fyrir beiðnir samdægurs og fleira. Þetta er allt í dagatalsstillingunum. Ekki gleyma að uppfæra dagatalið hjá þér með því að loka á dagsetningar þegar þú getur ekki fengið gesti eða þegar þú verður í burtu.
    • Bókunarbeiðnir: Með þessum eiginleika getur þú farið yfir bókunarbeiðni áður en þú samþykkir hana. Passaðu bara að svara gestinum innan sólarhrings.
    • Hraðbókun: Gestir leita oft eftir eignum með hraðbókun.

    Fullkomnaðu skráninguna með lykilupplýsingum

    Þessar ábendingar geta hjálpað til að skráningin þín veki athygli hjá mögulegum gestum í leitarniðurstöðum.

    • Semdu ítarlega lýsingu. Passaðu að titill þinn og lýsing nái yfir allt sem gestir ættu að vita um eignina þína, t.d. að segja frá nálægri afþreyingu utandyra. Einn gestgjafi með notalega eign við sjóinn skrifar til dæmis: „Gakktu niður á strönd úr einkaafdrepi.“
    • Skráðu þægindin hjá þér. Samkvæmt könnun* Airbnb eru dæmi um vinsæl þægindi þráðlaust net, sjálfsinnritun, vinnusvæði fyrir ferðatölvu, ókeypis bílastæði og staðir sem leyfa gæludýr. Mundu því að taka fram þau þægindi sem standa til boða hjá þér.
    • Settu hreinlætið í forgang. Við gerum kröfu um að allir gestgjafar sem bjóða gistingu** skuldbindi sig til að fylgja fimm skrefa ferli ítarlegra ræstingarreglna Airbnb til að tryggja öryggi samfélagsmeðlima meðan á COVID-19 stendur.
    • Húsreglur: Með húsreglum eru gestir látnir vita við hverju má búast og þeir fá betri mynd af því hvernig gestgjafi þú ert. Notaðu húsreglurnar þínar til að deila nauðsynlegum upplýsingum með væntanlegum gestum eins og hvort bannað sé að reykja.

    Vertu með frábærar myndir til vekja áhuga gesta

    Gæðamyndir sýna persónuleika þinn og stíl svo að það er gott að uppfæra myndirnar oft og muna að sýna ákveðin atriði.

    • Hugaðu sérstaklega vel að fyrstu myndinni hjá þér. Hún er það fyrsta sem gestir sjá í leitarniðurstöðum ásamt titli skráningarinnar. „Þegar ég leita að eign á Airbnb byrja ég alltaf á að skoða ljósmyndirnar. Hugsaðu því um muninn á þínu heimili og heimilum annarra,“ segir gestgjafinn Candida.
    • Vertu með myndir af allri eigninni. Gestir geta farið í sýndarferð um eignina þína ef þú ert með um þrjár myndir af hverju herbergi frá mismunandi sjónarhornum.
    • Skrifaðu lýsandi myndatexta. Vertu viss um að taka allt athyglisvert fram í myndatextanum. Mundu til dæmis að benda á pool-borðið eða baðkerið.
    • Leggðu áherslu á aðgengiseiginleika. Margir gestir leita að aðgengiseiginleikum. Því er mikilvægt að taka þá fram í skráningarupplýsingum og á myndum.

    Skoðaðu fleiri ábendingar um góða myndatöku fyrir skráningar í kennsluefni okkar um ljósmyndun

    Vertu með samkeppnishæft verð

    Verðið sem þú setur á eignina þína er alfarið undir þér komið. Nokkur atriði sem er gott að hafa í huga:

    • Verð skiptir gesti oft mestu máli við leit að eign og því er mikilvægt að staðfesta að eignin þín sé á góðu verði miðað við staðsetningu og þægindin sem þú býður. „Leitaðu á netinu og skoðaðu aðrar skráningar, hótel og skammtímaútleigu í nágrenninu. Hvað er í boði? Hvað kosta hinar eignirnar?“ mælir ofurgestgjafinn Nick með. Frekari upplýsingar
    • Þegar þú setur gistináttaverð hjá þér er gott að hugsa um viðbótargjöld eins og ræstingagjöld**, gjöld fyrir aukagesti, þjónustugjöld og skatta á staðnum og áhrifin sem þessi kostnaður hefur á heildarkostnað gesta.
    • Hjá nýjum gestgjöfum getur verið gott að byrja með verð undir meðalverði á nótt þangað til ein eða tvær jákvæðar umsagnir koma.
    • Með snjallverði getur þú verið með samkeppnishæft verð þannig að verðið breytist sjálfkrafa í takt við eftirspurn eftir eignum sem eru áþekkar þinni.

    Frekari upplýsingar um þjónustugjöld

    Gátlisti fyrir árangursríka skráningu

    Viltu fá sem mest út úr skráningunni? Hér er stuttur gátlisti til að byrja á:

    • Er dagatalið rétt stillt?
    • Hefurðu prófað hraðbókun?
    • Ertu með skýra skráningarlýsingu og titil sem vekja athygli?
    • Koma öll þægindin fram?
    • Ertu með fjölbreytt úrval af góðum myndum og myndatextum?
    • Er gistináttaverðið samkeppnishæft?

    Þegar þú hefur hafið gestaumsjón og fengið athugasemdir frá gestum er góð hugmynd að uppfæra skráninguna reglulega og passa að samantektin og myndirnar sýni sannarlega það sem er einstakt við eignina.

    * Rannsóknin var unnin af rannsóknarteymi Airbnb í maí 2020 og könnunin náði til 2.660 gesta hjá Airbnb í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu

    **Að undanskildum gestgjöfum sem bjóða gistingu á meginlandi Kína. Frekari upplýsingar

    Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

    Aðalatriði

    • Skrifaðu ítarlega og nákvæma skráningarlýsingu

     • Sjáðu til þess að dagatalið og bókunarstillingarnar séu rétt

      • Uppfærðu skráninguna
      • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar
      Airbnb
      18. nóv. 2020
      Kom þetta að gagni?