Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Endurbætur skráninga með tímanum

  Þessar breytingar geta haft áhrif, allt frá nýjum myndum til að bæta við þægindum.
  Höf: Airbnb, 9. des. 2019
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 9. jún. 2021

  Aðalatriði

  • Uppfærðu myndirnar þínar til að gera eignina þína meira heillandi

  • Notaðu athugasemdir gesta, hvort sem þær eru góðar eða slæmar, til þess að bæta skráninguna þína.

  • Farðu reglulega yfir verðlagninguna til að sýna samkeppnisfærni

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón

  Gestgjafar sem ná árangri vita að skráningarlýsing þeirra er aldrei fullkláruð. Þeir nýta hvert tækifæri ferlisins til að gera betur. Þú getur uppfært skráninguna þína til að leggja áherslu á vinsæla eiginleika, endurspegla breytingar á eigninni eða til að vera samkeppnishæfari.

  Ekki viss um hvar eigi að byrja? Hérna eru nokkrar hugmyndir:

  Láttu myndirnar þínar skara fram úr

  Gestir lesa ekki alltaf lýsinguna þína en fletta næstum alltaf í gegnum myndirnar þínar (og grannskoða þær!). Ef þú hefur því nýlega endurhannað eignina þína, bætt við nýjum þægindum eða hefur einfaldlega meiri tíma eða peninga til að eyða í myndatöku skaltu íhuga að taka nýjar myndir.

  • Gerðu forsíðumyndina þína að forgangsatriði. Forsíðumyndin þín birtist fyrst í leitarniðurstöðum. Passaðu að hún veki athygli ferðamanna.
  • Bættu við stuttum myndatexta. Myndatexti hjálpar gestum að fá mikilvægar upplýsingar um eignina þína, eins og hvort það sé rúm í king-stærð í hjónaherberginu eða vönduð espressóvél í eldhúsinu.
  • Þú getur ráðið sérfræðing. Atvinnuljósmyndun getur borgað sig. Athugaðu hvort Airbnb býður atvinnuljósmyndun þar sem þú ert.
  • Taktu faglegar myndir. Þú getur gert margt til að bæta myndirnar af skráningunni þinni með snjallsíma. Taktu betri myndir með þessum ábendingum um ljósmyndun.

  Endurskoðaðu skráningarupplýsingarnar

  Reyndu að hafa skráningarupplýsingarnar eins nákvæmar og uppfærðar og mögulegt er. Mundu að fjarlægja upplýsingar sem standast ekki lengur, til dæmis ef þú hefur minnst á aðgang að sameiginlegri sundlaug sem áður stóð til boða en gerir það ekki nú.

  • Einfaldaðu lýsinguna þína. Flestir gestir hafa ekki tíma til að lesa of miklar upplýsingar. Leggðu því áherslu á það sem skiptir þá mestu máli.
  • Sýndu hvernig þú tekur á móti gestum. Nú veistu líklega betur hvers konar gestgjafi þú ert. Það er ekkert að því að sýna hver þú ert í raun og veru í skráningarupplýsingunum þínum.
  • Talaðu til gestanna sem þú vilt ná til. Kannski hefur þú tekið á móti mörgum fjölskyldum eða viðskiptaferðamönnum. Íhugaðu að breyta tóninum til að tala til slíkra gesta og leggðu áherslu á þá eiginleika sem henta þeim best.

  Nýjum þægindum bætt við

  Hafa gestirnir óskað eftir hárþurrku? Var tekið fram í umsögn að það væri enginn ketill á staðnum? Þetta eru allt frábærar athugasemdir. Notaðu þær til að ákveða hvað þarf að kaupa fyrir eignina og mundu að uppfæra listann yfir þægindi þegar þú hefur bætt þeim við. Hér eru dæmi um vinsælustu þægindin:*

  • Sjálfsinnritun
  • Vinnuaðstaða fyrir ferðatölvu
  • Ókeypis bílastæði
  • Þráðlaust net
  • Sjónvarp
  • Hitari, loftræsting
  • Hárþurrka
  • Morgunverður

  Skoðaðu verðlagninguna aftur

  Ef þú ert nýr gestgjafi á Airbnb gætir þú íhugað að setja gistináttaverð sem er undir markaðsverði til að vekja meiri athygli á skráningunni þinni. Þegar þú hefur tekið á móti gestum um stund og fengið jákvæðar umsagnir til að bæta skráninguna þína skaltu íhuga að endurskoða verðið hjá þér og finna samkeppnishæfasta verðið.

  Bættu stöðu þína í leit

  Reiknirit Airbnb tekur tillit til meira en 100 merkja til að tengja gesti við þær skráningar sem þeir hafa áhuga á.

  Til að bæta stöðu í leitarniðurstöðum gætir þú viljað prófa að bjóða hraðbókun, samþykkja fleiri bókanir, bregðast hratt við og viðhalda jákvæðum umsögnum.

  Leitaðu eftir mikilvægum upplýsingum hjá gestum þínum

  Notaðu athugasemdirnar frá gestum, frábæru umsagnirnar og þær sem eru ekki eins góðar til að fínstilla skráninguna þína. Var talað mjög fallega um veröndina hjá þér? Prófaðu að sýna hana á myndunum. Kannski kom það gestum á óvart að staðsetningin var ekki sú besta til að komast til og frá flugvellinum. Nýir gestir vita betur við hverju má búast ef þessar upplýsingar eru skýrari í skráningarlýsingunni.

  Ef þú getur notfært þér þennan lærdóm til að bæta skráninguna þína geturðu fengið fleiri bókanir, ánægðari gesti og hærri einkunnir; og þú kemst einu skrefi nær því að gerast ofurgestgjafi.

  *Samkvæmt innri gögnum Airbnb um þægindin sem var oftast leitað að eins og staðan var í desember 2020.

  Aðalatriði

  • Uppfærðu myndirnar þínar til að gera eignina þína meira heillandi

  • Notaðu athugasemdir gesta, hvort sem þær eru góðar eða slæmar, til þess að bæta skráninguna þína.

  • Farðu reglulega yfir verðlagninguna til að sýna samkeppnisfærni

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón
  Airbnb
  9. des. 2019
  Kom þetta að gagni?