Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig þú tekur á móti gestum á eigin forsendum

  Stýrðu því hvernig þú tekur á móti gestum með því að breyta stillingum þínum og útskýra húsreglur.
  Höf: Airbnb, 10. nóv. 2020
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 28. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Þú getur takmarkað gestafjölda í skráningunni og afmarkað hvaða þægindi standa gestum til boða

  • Húsreglur hjálpa þér til við að stilla væntingar og sýna gestum hvernig gestgjafi þú ert

  • Bókunarstillingarnar þínar ákvarða hvenær gestir geta bókað eignina þína og hve mikinn fyrirvara þú þarft til að undirbúa þig fyrir gesti

  Það gæti verið nýtt fyrir þér að bjóða fólk sem þú hefur aldrei hitt velkomið í eignina þína. Airbnb hefur stillingar og eiginleika til að stýra því hvernig og hvenær þú tekur á móti gestum svo að það sé þægilegra.

  Þú getur sniðið bókunarstillingarnar eftir þörfum þínum, framboði og óskum, allt frá því hvaða rými standa gestum til boða til þess hve margir gestir geta gist.

  Hafðu engar áhyggjur þótt þú sért ekki viss um hvaða bókunarstillingar eða húsreglur ættu að gilda: Við sýnum þér valkostina og gefum nokkur dæmi um hvernig má taka á móti gestum á eigin forsendum.

  Hafðu skráninguna á eigninni skýra og ítarlega

  Skráningin gefur gestum forsmekk af eigninni svo að þeir átta sig betur á skipulagi þar og verði áður en þeir ganga frá bókun. Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú útbýrð skráninguna þína:

  • Hvaða gistináttaverð og gjöld þú vilt innheimta: Þú setur gistináttaverðið sem þú innheimtir af gestum sem gestgjafi á Airbnb. Alltaf er hægt að breyta verði áður en þú samþykkir bókun og það getur verið mismunandi frá degi til dags eða milli árstíða. Þú getur einnig bætt við viðbótargjöldum fyrir ræstingar, aukagesti og fleira. Með verðábendingum okkar er hægt að hafa arðbært en jafnframt samkeppnishæft verð.
  • Gestafjölda á staðnum: Tilgreindu að hámarki hve marga gesti þú leyfir á sama í tíma í eigninni. Gestir geta aðeins bókað eignina þína ef heildarfjöldi fólks í hópnum þeirra er sá sami eða minni en þú hefur sett upp í bókunarviðmiðunum þínum.
  • Hvaða þægindi eru í boði fyrir gesti: Þótt þú sért með grill eða þvottavél og þurrkara þarftu ekki að bjóða þeim upp slíkt Þú getur tilgreint þægindi sem gestir mega, og mega ekki, nota í eigninni, sem og viðeigandi takmarkanir. Gestgjafinn Brian frá Newport, Rhode Island, skrifar til dæmis í skráningarlýsingu sinni: „Gestir geta notað þvottavélina mína og þurrkarann ef þeir spyrja leyfis.“

  Tilgreindu húsreglurnar hjá þér

  Húsreglur hjálpa þér til við að stilla væntingar og skýra frá því hvernig gestgjafi þú ert. Þær hjálpa gestum einnig að ákveða fyrirfram hvort eignin þín henti þeim.

  Húsreglur koma fram á skráningarsíðunni þinni og gestir verða að fara yfir þær og samþykkja þær áður en þeir bóka. Gestir fá þær einnig sendar þegar bókunin hefur verið staðfest.

  Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú semur húsreglurnar:

  • Hvort eignin henti gæludýrum: Sumar eignir henta þeim ekki. Þú getur nefnt í húsreglunum hvort þú leyfir besta vin mannsins..
  • Hvaða rými standa gestum til boða: Gestir þurfa ekki að hafa aðgang að öllum hlutum eignarinnar. Gestgjafar eru hvattir til að afmarka í húsreglum svæði sem eru ekki fyrir gesti, til dæmis einkaskápar eða einkasvalir.
  • Reglur varðandi reykingar: Til að koma í veg fyrir misskilning hjá gestum mælum við með því að taka skýrt fram í húsreglum hvort reykingar séu leyfðar á staðnum. Sumir gestgjafar leyfa gestum að reykja á tilteknum svæðum, svo sem á verönd, en aðrir banna reykingar með öllu. Ef þú býrð í fjölbýli eða þarf að fylgja reglum húsfélags skaltu athuga hvort einhverjar reglur gildi um reykingar og nefna þær þá í skráningarlýsingunni.
  • Hvort viðburðir séu í lagi: Sumir gestgjafar leyfa gestum að koma saman vegna ættarmóta, brúðkaupsveisla og annarra viðburða hjá sér en aðrir takmarka heimsóknir meðan á dvöl stendur. Það er undir þér komið að ákveða hvað hentar fyrir þig og eignina þína. Þú getur tilgreint hvaða viðburðir eru leyfilegir, og hvaða viðburðir eru það ekki, í húsreglunum. Hafðu í huga að þar til annað verður tilkynnt er fleirum en 16 (á bæði við um heimsóknir og gistingu yfir nótt) bannað að koma saman sama hvort gestgjafi gefi leyfi fyrir slíku. Frekari upplýsingar er að finna í reglum okkar um samkvæmi og viðburði.
  • Venjur einstaklinga og á staðnum: Ef það er hefð fyrir því á staðnum að gestir fari úr skónum áður en þeir fara inn á heimili, eða ef þú vilt einfaldlega að ekki sé gengið um eignina á skónum, skaltu taka það fram í húsreglunum. Sumir gestgjafar nefna einnig í húsreglum t.d. hvenær á að vera orðið kyrrt, hvernig eigninni er læst og hvernig á að henda rusli.
  Athugaðu: Húsreglur verða að vera í samræmi við reglur og skilmála Airbnb, þar á meðal þjónustuskilmála okkar og reglur gegn mismunun. Ef þú vilt fá upplýsingar um hvernig þú bætir við eða breytir húsreglum getur þú gert það hér.

  Veldu bókunarstillingarnar hjá þér

  Notaðu dagatals- og bókunarstillingarnar okkar til að stilla framboð og tilgreina hverskonar bókanir þú vilt fá. Þegar þú ákveður bókunarstillingar þínar skaltu íhuga eftirfarandi:

  • Framboð: Það er undir þér komið hvenær þú vilt bjóða gestum eignina þína. Ef þú verður ekki í bænum, færð vini eða fjölskyldu í heimsókn eða getur stundum ekki tekið á móti gestum getur þú lokað dagatalinu þínu tiltekna daga. Þú getur einnig stillt fastan undirbúningstíma fyrir hverja bókun til að hafa laust milli dvala ef þú vilt frekar hafa nægan tíma fyrir þrif eða ef þú vilt taka þér frí milli gesta.
  • Hvernig gestir geta bókað: Þú getur valið hvernig gestir bóka eignina þína sem gestgjafi: annaðhvort með því að nota hraðbókun eða með því að senda bókunarbeiðni. Með hraðbókun getur fólki sem uppfyllir öll skilyrði þín fyrir gesti og samþykkir húsreglurnar þínar bókað eignina þína tafarlaust þegar hún er laus. Þú getur farið yfir og samþykkt hverja bókunarbeiðni fyrir sig með bókunarbeiðni.
  • Hve lengi þú vilt að gestir gisti: Þú getur ákveðið lágmarks- og hámarksdvöl í eigninni þinni í samræmi við lög á staðnum. Sumir gestgjafar breyta skilyrðum sínum út frá árstíðabundinni eftirspurn og krefjast þess að lágmarksdvöl verði í tvær nætur eða jafnvel viku á háannatíma.
  • Fyrirvari: Ertu ekki viss um hvenær þú getur tekið á móti gestum fram í tímann? Ekkert mál. Notaðu stillingarnar þínar til að stjórna hve langt fram í tímann þú vilt samþykkja bókanir. Þá geta gestir ekki gengið frá bókun daga sem þú getur ekki staðið við. Þú getur einnig stillt hve mikinn fyrirvara þú þarft áður en gestir koma á staðinn. Þú getur til dæmis notað stillingarnar þínar til að koma í veg fyrir bókanir samdægurs eða næsta dag ef þú vilt hafa meiri fyrirvara fyrir komu gesta.
  • Komu- og brottfarartímar gesta: Aðrar bókanir geta orðið fyrir truflun þegar gestir útritast seint eða koma snemma, einkum þegar það er ekki hlé á milli bókana. Þú getur notað stillingar til að festa komu- og brottfarartíma gesta og skráninguna til að lýsa því af hverju það er mikilvægt að gestir haldi sig við þessa tíma (til dæmis: „Ræstitæknirinn mætir kl. 11:00“).

  Mundu að það er alltaf hægt að breyta bókunarstillingum. Einnig getur verið gagnlegt að fara reglulega yfir bókunarstillingarnar svo að þær endurspegli framboð hjá þér og hvernig þú vilt sinna gestum.

  Vertu öruggur gestgjafi

  Gestgjafar kunna að meta gesti sem fara með eignir þeirra eins og sínar eigin. Við hjá Airbnb höfum innleitt ýmsar reglur og vernd til að hjálpa þér að vekja áhuga gestanna sem eignin þín hentar.

  Skýr skráningarlýsing, ítarlegar húsreglur og uppfærðar bókunarstillingar geta til viðbótar við þessa vernd hjálpað til að fólk fari vandlega um eignina þína svo að þú getir fundið til meira öryggis og boðið gestum þínum betri upplifun.

  Aðalatriði

  • Þú getur takmarkað gestafjölda í skráningunni og afmarkað hvaða þægindi standa gestum til boða

  • Húsreglur hjálpa þér til við að stilla væntingar og sýna gestum hvernig gestgjafi þú ert

  • Bókunarstillingarnar þínar ákvarða hvenær gestir geta bókað eignina þína og hve mikinn fyrirvara þú þarft til að undirbúa þig fyrir gesti

  Airbnb
  10. nóv. 2020
  Kom þetta að gagni?