Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig hægt er að finna svörin sem þú þarft varðandi COVID-19 og ferðalög

  Ef þú þarft að breyta eða hætta við bókun þá eru hér nokkur gagnleg úrræði.
  Höf: Airbnb, 13. mar. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 28. apr. 2021

  Uppfært 30. mars 2020

  Hvort sem þú ert gestgjafi eða gestur hafa margir í samfélagi okkar á Airbnb skiljanlega áhyggjur af því að taka á móti gestum eða að ferðast núna. Við vitum að það tekur lengur en vanalega að ná sambandi við þjónustuverið okkar. Teymið okkar hjálpar eins mörgum gestgjöfum og ferðamönnum og það getur en við vitum hve pirrandi það er þegar svarið kemur ekki strax.

  Við þurftum að loka nokkrum vinnustöðum um víðan heim til að vernda heilsu og öryggi starfsfólks okkar. Þrátt fyrir að við gerum fólki kleift að vinna eins mikið og mögulegt er að heiman eru mörg teymi í heiminum með færri á vakt. Þrátt fyrir þessar áskoranir viljum við gera allt sem við getum til að hjálpa.

  Auk þess að svara símtölum ykkar og skilaboðum eins fljótt og við getum opnuðum við Airbnb.com/COVID til að gefa ykkur þá aðstoð og upplýsingar sem þið þurfið. Hægt er að leysa úr mörgum algengum vandamálum á Netinu og það á sérstaklega við um bókanir sem falla undir reglur okkar um gildandi málsbætur.

  Hér eru nokkrar leiðir fyrir þig til að finna svör á þessum erfiðu tímum:

  Fylgstu áfram með Airbnb.com/COVID19

  Nýjar upplýsingar koma fram á hverjum degi svo að það getur verið flókið að fá gesti eða ferðast. Við svörum algengustu spurningum ykkar til þess að hjálpa ykkar að haldast vel upplýst um stöðu mála. Þetta þarftu að hafa í huga:

  • Fáðu frekari upplýsingar um reglur okkar um gildar málsbætur: Gestir geta fengið gjaldgengar bókanir endurgreiddar að fullu eða í formi ferðainneigna og gestgjafar geta afbókað þær án gjalda. Athugaðu að þjónustuver okkar hjálpar eins mörgum gestgjöfum og ferðamönnum og mögulegt er og svartíminn gæti verið lengri en venjulega. Við viljum fullvissa þig um að ef bókunin þín uppfyllir skilyrði afbókunar samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur munu ferðamenn fá hana endurgreidda að fullu eða í formi afsláttarkóða og gestgjafar munu geta afbókað án gjalda.
  • Fylgstu með uppfærslum: Við munum útvíkka frekar reglur okkar um gildar málsbætur (þar á meðal gjaldgengar dagsetningar og svæði) eftir því sem aðstæður breytast svo að við bendum þér á að bókamerkja þessa grein í hjálparmiðstöðinni.

  Opnaðu hjálparmiðstöðina

  Þótt við vitum af mikilvægi þess að ná sambandi við þjónustufulltrúa má finna nauðsynlegar upplýsingar í hjálparmiðstöð okkar til að svara spurningum varðandi gestaumsjón eða ferðalög. Dæmi um algengustu spurningar sem við fáum frá gestgjöfum og ferðamönnum:

  Fáðu frekari upplýsingar um nýju aðstoðartengla og þjónustuforrit okkar

  Við erum að vinna í nokkrum aðstoðartenglum og þjónustuforritum, sem við köllum „sveigjanlegri bókanir“, til að hjálpa gestgjöfum að taka á móti gestum og til að veita gestum meira öryggi á ferðum sínum á þessum óvissutíma.

  • Við munum kynna leitarsíur fyrir ferðamenn til að finna skráningar með sveigjanlegri afbókunarstefnu. Við höfum safnað ábendingum fyrir gestgjafa um að bjóða sveigjanlegar afbókunarreglur og aðrar hugmyndir til að hughreysta gesti sem eru að skoða mögulegar ferðaáætlanir.
  • Við erum að kynna nýjan aðstoðartengil fyrir gestgjafa til að afbóka tilteknar bókanir án gjalda; án þess að þurfa að leita aðstoðar hjá þjónustuveri okkar. Þetta mun gera gestgjöfum kleift að endurgreiða gestum sem get ekki ferðast núna en falla ekki undir reglur okkar um gildandi málsbætur.. Gestur getur óskað eftir endurgreiðslu með aðstoðartenglinum og gestgjafi getur endurgreitt gestinum beint að fullu eða að hluta til í stað þess að þurfa að hafa samband við þjónustuver okkar.
  • Ef bókun þín hefst eftir nokkrar vikur biðjum við þig einnig um að íhuga að bíða með að hafa samband við þjónustufulltrúa okkar. Þeir geta þá brugðist fyrst við beiðnunum sem eru meiri áríðandi og veitt þér svo þá athygli sem þú þarft.

  Þakka þér eins og alltaf fyrir að taka þátt í samfélagi Airbnb. Við kunnum að meta þolinmæði þína í gegnum þessa erfiðu tíma.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Airbnb
  13. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?