Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig þú getur samið söguna þína

  Ofurgestgjafarnir Tereasa og David deila uppáhalds frásagnaraðferðum sínum.
  Höf: Airbnb, 26. maí 2021
  8 mín. lestur
  Síðast uppfært 26. maí 2021

  Aðalatriði

  • Að finna, setja saman og segja sögu sína er leið til að tengjast gestum

  • Hugsaðu um upplifanir á heimilinu þínu eða svæðinu sem gestir geta ekki nálgast annars staðar

  • Skapaðu heimilinu sess á samfélagsmiðlum

  • Líttu á hverja hindrun sem tækifæri til að læra og dafna

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón

  Ofurgestgjafarnir Tereasa og David vita hve mögnuð góð frásögn getur verið. Sem foreldrar, náttúruverndarsinnar, hönnunarstjórar, rithöfundar og eigendur Camp Wandawega í Elkhorn, Wisconsin, hafa þau lært hvernig fólk nær saman með góðri frásögn. „Þegar við byrjuðum að grafa upp og birta sögu búðanna (sem leynikrá á þriðja áratug síðustu aldar, fundarstað fyrir mafíuna, hóruhús, sumarbúðir fyrir flóttamenn frá Lettlandi og tengsl okkar við þær) komumst við að því að fólk fann sterk persónuleg tengsl við þær,“ segir Tereasa.

  Hér deila þau góðum hugmyndum um hvernig megi finna og skrifa sögu heimilisins.

  Ofurgestgjafarnir Tereasa og David gefa ráð um hvernig má beisla mátt frásagna.

  1. Finndu það sem vekur athygli

  Tereasa: „Jafnvel þótt eignin þín sé ekki aldagömul leynikrá er alltaf sögu að segja. Byrjaðu á að grafa til að finna söguna þína:

  • Hver er saga heimilisins þíns?
  • Hvað er einstakt við bæinn þinn sem gestir geta ekki upplifað annars staðar?
  • Hverjir eru áhugaverðu fróðleiksmolarnir sem þú gætir tekið sem sjálfsögðum hlut?

  Rannsakaðu málið og segðu frá þessu í skráningunni þinni.“

  David: „Þú getur sagt frá svo mörgu öðru í skráningunni en fjölda svefn- og baðherbergja. Fólk vill vita hvar það getur fengið fullkominn kaffibolla, það vill fá upplýsingar um eftirlætisstaðina þína. Deildu því sem er einstakt við upplifunina sem þú getur boðið. Gestir eru að leita að tengslum og ástæðu til að vera tilfinningalega tengdir og sögur hjálpa okkur að ná saman.“

  2. Fullkomnun er ekki málið

  David: „Við lærðum mjög snemma að við þyrftum að stjórna væntingum fólks fyrir fram af því að það síðasta sem við viljum gera er að valda því vonbrigðum. Því settum við saman stefnuyfirlýsingu um litlar væntingar. Þetta er gamansöm leið fyrir okkur til að kynna óheflað útivistarlífið. Fólk veit þá við hverju má búast (oft leiðinda pöddum, skógardýrum og engri loftræstingu) svo að ef þú þarft egypsk bómullarrúmföt eða nútímaíburð er þetta sennilega ekki rétta eignin fyrir þig.“

  Tereasa: „Við erum alveg laus við látalæti. Svo að við segjum þannig frá þegar við lýsum eigninni okkar. Við ákváðum að vera hreinskilin við fólk. Við settum tón sem var fyndinn en samt óþægilega sannur. Við nýtum okkur miklar ýkjur og þannig sýnum við kímnigáfu okkar sem gerir okkur í raun aðgengilegri. Þú þarft ekki að skrifa auglýsingatexta til að koma vinalega fram. Þú getur einfaldlega lýst eigninni þinni á mjög auðmjúkan hátt.“

  David: „Þegar ég skoða eignir á Airbnb kann ég vel við það þegar persónuleiki einhvers kemur fram í lýsingunni á eigninni. Sérstaklega ef við munum deila rými saman. Ég vil vita að þú sért með kímnigáfu og að ég vilji eyða tíma með þér. Ekki reyna að bulla í mér. Ekki þykjast vera heimsmeistari í neinu. Sýndu bara heiðarleika og gamansemi af því að fólki vill líða vel þegar það gistir hjá þér.“

  3. Vertu á samfélagsmiðlum

  Tereasa: „Skapaðu heimilinu sess á samfélagsmiðlum til að auka áhuga á því og fá fleiri bókanir. Flestir finna okkur fyrst á samfélagsmiðlum. Fólk rekst á myndirnar okkar eða sér okkur á Instagram Það er frábær leið til að byggja upp markhóp og sýna möguleika búðanna. Nokkrar ábendingar:

   • Reyndu að deila svipmyndum af lífi þínu sem fólk vill taka þátt í. Vertu með bók við hliðina á rúminu og sýndu útsýnið bak við rjúkandi kaffibolla við gluggann.
   • Góður stíll og góðar ljósmyndir eru mikilvægur drifkraftur fyrir myndræna frásögn. Vertu með heillandi og fallegt myndefni!“

   David: „Ég hef ekki tölu á því hve margir sem koma til Wandawega segjast hafa séð mynd á Instagram sem fólki vildi upplifa fyrir sig sjálft. Instagram verður að lista yfir það sem fólk vill upplifa á lífsleiðinni. Sjónræn forskoðun á eign þinni hjá markhópi þínum. Þetta er oft ástæða þess að fólk bókar hjá þér.“

   Ekki þykjast vera heimsmeistari í neinu. Komdu einfaldlega fram af heiðarleika og hafðu gaman.
   David,
   Elkhorn, Wisconsin

   4. Lærðu af mistökum

   David: „Við gerðum mörg mistök til að byrja með. En við höfum lært að fagna mistökum okkar, sóðaleika lífsins. Við lærðum til dæmis með frásögn að hægt er að deila of miklu. Þrátt fyrir að fólk vilji endilega heyra af hórumömmunni, mafíunni og morðunum vill það ekki endilega vita nákvæmlega hvar allt átti sér stað; og þá sérstaklega ef það gerðist þar sem fólk sefur. Með tímanum muntu uppgötva hvað virkar, hvað virkar ekki og hvað hefur áhrif á markhóp þinn.“

   Tereasa: „Fyrir okkur snúast mistök um að líta á allar áskoranir sem vaxtartækifæri. Þannig lærir maður.“

   5. Segðu söguna

   Tereasa: „Þegar við hófum þessa för í upphafi óttaðist ég að deila „fyrir“ ljósmyndunum okkar. Ég hélt að enginn vildi gista hjá okkur því allt leit svo illa út. Við höfum í raun fengið flesta gesti út á „fyrir og eftir“ myndirnar okkar.“

   David: „Fólk bregst vel við heiðarleika. Það vill sjá allt ferlið. Það er að leita að persónulegri tengingu. Ekki óttast það að segja frá lífsleið þinni. Sýndu heiðarleika og segðu söguna þína.“

   Aðalatriði

   • Að finna, setja saman og segja sögu sína er leið til að tengjast gestum

   • Hugsaðu um upplifanir á heimilinu þínu eða svæðinu sem gestir geta ekki nálgast annars staðar

   • Skapaðu heimilinu sess á samfélagsmiðlum

   • Líttu á hverja hindrun sem tækifæri til að læra og dafna

   • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón
   Airbnb
   26. maí 2021
   Kom þetta að gagni?