Hvernig maður verður gestgjafi á Airbnb

Fáðu svörin sem þú þarft til að taka áhyggjulaust á móti gestum.
Airbnb skrifaði þann 16. nóv. 2022
4 mín. lestur
Síðast uppfært 16. nóv. 2022

Aðalatriði

  • Undirbúðu eignina þína og búðu til spennandi skráningu

  • Stýrðu því hvenær og hvernig þú tekur á móti gestum

Ef þú ert að velta gestaumsjón fyrir þér en ert ekki viss um hvernig þú getur vakið athygli gesta eða skapað frábæra upplifun fyrir gesti erum við þér innan handar. Að verða gestgjafi á Airbnb er skemmtileg og gefandi leið til að tengjast nýju fólki og afla aukatekna og það er eðlilegt að spurningarnar séu margar í upphafi.

Þetta þarftu að gera til að byrja að taka á móti gestum.

1. Leggðu mat á hvort eignin þín henti

Ekkert rými er of lítið eða of einstakt til að skrá á Airbnb! Finna má rétta gestinn fyrir hverja eign. Þú þarft bara að gefa réttu væntingarnar með því að lýsa eiginleikum eignarinnar á heiðarlegan og nákvæman hátt, allt frá þröngum dyragáttum til ryðgaðra stiga.

Einnig er mikilvægt að kynna sér hvaða lög og skattar gilda um skammtímaútleigu á staðnum áður en byrjað er að taka á móti gestum. Airbnb getur ekki veitt þér leiðbeiningar varðandi lagamál eða skattaráðgjöf en við getum hjálpað þér að finna upplýsingar um reglur um gestaumsjón.

2. Undirbúðu eignina þína fyrir komu gesta

„Ég hef þá kenningu að gestir þínir endurspegli gjarnan hver þú ert,“ segir ofurgestgjafinn Jake frá Big Bear í Kaliforníu. „Persónuleiki þinn kemur fram á heimilinu og það höfðar til fólks með svipaðan lífsstíl og smekk.“

Áttu safn af gömlum kvikmyndaplakötum úr ýmsum áttum? Jafnvel stafla af flottum listasögubókum? Láttu það sjást! Með því að sýna persónuleika er skráningin líklegri til að skara fram úr.

Mundu að taka til þegar þú flikkar upp á eignina og reyndu að bjóða grunnþægindi eins og salernispappír, sápu og handklæði svo að upplifun gesta verði frábær. Litlir hlutir, eins og vínflaska eða konfektkassi er einnig leið til að dekra við gesti og láta þeim líða vel.

3. Skráðu eignina þína

Það kostar ekkert að skrá eign. Airbnb innheimtir aðeins þjónustugjald þegar bókunin er staðfest. Gjaldið er almennt 3% af millisamtölu bókunarinnar og það hjálpar okkur að standa undir kostnaði við rekstur Airbnb, eins og þjónustuverið sem er opið allan sólarhringinn, gestgjafavernd og fleira.

Við leggjum okkur fram um að skráningarferli eignar sé einfalt. Þú getur meira að segja skráð eignina þína í 10 einföldum skrefum. Við erum þér ávallt innan handar ef þú hefur einhverjar spurningar og margar leiðir eru færar til að tengjast öðrum gestgjöfum.

„Á sumum markaðssvæðum getur þú fengið samband við fulltrúa ofurgestgjafa eins og mig,“ segir ofurgestgjafinn Magaly frá East Wenatchee í Washington. „Við erum þér innan handar til að gera ferlið eins einfalt og mögulegt er.“

Þegar þú bætir við skráningarupplýsingum þínum skaltu veita myndunum sérstaka athygli því þær eru oft það fyrsta sem gestir taka eftir áður en þeir bóka. Sumir gestgjafar ráða atvinnuljósmyndara og aðrir nota snjallsímana sína til að taka frábærar myndir sem fanga smáatriði og anda eignarinnar.

4. Ákveddu hvernig þú sinnir gestum

Þú hefur alltaf fulla stjórn á því hvenær og hve oft þú tekur á móti gestum á Airbnb. Með því að nota dagatals- og bókunarstillingar getur þú lokað fyrir dagsetningar handvirkt þegar eignin er ekki laus, valið tiltekna innritunar- og útritunartíma, sett inn lágmarks- eða hámarksdvöl gesta og fleira.

„Við ákváðum snemma að við yrðum með þriggja daga lágmarksdvöl,“ segir gestgjafinn Lucy frá East Sussex, Englandi. „Það þýddi minna umstang á milli gesta sem gaf mér meiri tíma til að sinna öllum smáatriðum gestaumsjónarinnar sem ég hef mjög gaman af.“

Þú getur einnig notað húsreglurnar til að greina frá væntingum og því sem má og má ekki gera í eigninni þinni.

5. Stilltu verðið hjá þér og fáðu greitt

Þú ræður alfarið verði þínu á Airbnb. Þegar þú setur upp verðstefnu þína skaltu íhuga hvað aðrir innheimta þar sem þú ert, þægindin sem þú býður upp á og árstímann. Þetta getur hjálpað þér að finna rétta verðið fyrir þig og gestina þína.

Það er auðvelt að setja upp útborgunarmáta á Airbnb undir greiðslur og útborganir í aðgangsstillingum. Útborgunarmátar eru til dæmis bankamillifærslur eða bein millifærsla, Payoneer debetkort, PayPal og Western Union en þeir eru breytilegir eftir búsetu hvers og eins.

Hvar má finna aðstoð og úrræði

Mikilvægt er að muna gestgjafar eru ekki einir í ferlinu. Airbnb styður gestgjafa á marga vegu, þar á meðal með:

Þú átt heima innan samfélags Airbnb, sama hver þú ert og hvers konar eign þú ert með. „Það sem er flott við Airbnb er að við höfum öll eitthvað mismunandi fram að færa,“ segir Magaly. „Gangi þér vel og njóttu gestgjafahlutverksins!“

Gestgjafar sem koma fram í þessari grein og myndbandi eru hvorki starfsmenn Airbnb né fylgja fyrirmælum Airbnb. Þeir hafa unnið með Airbnb til að deila hugsjón sinni og búa til þetta myndskeið. Allar skoðanir, reynslutengdar upplýsingar eða yfirlýsingar eru sannar, koma frá þeim sjálfum og eru ekki opinberar yfirlýsingar frá Airbnb.

Aðalatriði

  • Undirbúðu eignina þína og búðu til spennandi skráningu

  • Stýrðu því hvenær og hvernig þú tekur á móti gestum

Airbnb
16. nóv. 2022
Kom þetta að gagni?