Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig einn ofurgestgjafi verður vistvænni

  Margt smátt, eins og að nota bolta í þurrkaranum og endurnýta gömul húsgögn, gerir eitt stórt.
  Höf: Airbnb, 21. apr. 2021
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 21. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Ofurgestgjafinn Tiffany deilir ástæðu þess að sjálfbær gestaumsjón er aðgengilegri en þú heldur

  • Hún finnur jafnvægi milli þess að velja græna valkosti og þess að átta sig á því að ekki deila allir gestir skoðunum hennar

  Tiffany, ofurgestgjafi frá Hollywood Beach í Kaliforníu, segir frá því hvers vegna henni er mikilvægt að vera umhverfisvæn ásamt því sem hún hefur lært af reynslunni og hvernig það hefur orðið hluti af velgengni hennar sem gestgjafa.

  Orðið „sjálfbærni“ virðist svo ógnvekjandi. Svo er nú samt ekki.

  Ég tileinkaði mér bara hversdagslegar venjur sem allir venjulegir einstaklingar geta gert. Moltugerð er sjálfbær venja sem líklega kemur upp í hugann hjá mörgum. Það er frábært ef þú getur stundað slíkt! Ég geri það samt ekki. Það eru fjölmargar auðveldar og hagkvæmar leiðir til að draga úr, endurnýta og endurvinna.

  Boltarnir í þurrkarann hafa sparað mér 10 til 15 mínútur við hverja þurrkun.Það skiptir miklu máli þegar ekkert hlé er á milli bókana. Þeir draga ekki aðeins úr orkunotkun heldur eru þeir umhverfisvænn og endurnýtanlegur valkostur í stað einnota þurrkarablaða. Báðar ástæðurnar verða til þess að þú sparar þér pening.

  Ég nota marga gamaldags muni. Af hverju að kaupa fjöldaframleidda, nýja muni þegar nóg er til af einstökum, endurnýtanlegum munum þarna úti sem eru betur gerðir og búa yfir meiri persónuleika? Það skiptir sköpum að gera upp stólapúða eða setja nýjan skerm á lampa sem safnar ryki í bílskúrnum þínum.

  Við erum umkringd landbúnaði og því elska ég að gefa gestum ávexti og grænmeti frá bændum á staðnum. Það styður við samfélagið, minnkar kolefnisspor okkar með því að versla á staðnum og vekur athygli gesta á því mikla úrvali sem Oxnard í Kaliforníu hefur upp á að bjóða.

  Beach Lodge er tveimur húsaröðum frá bændamarkaði og í fimm mínútna akstursfjarlægð frá honum. Því býð ég gestum endurnýtanlega poka sem þeir geta notað þegar þeir versla.

  Við erum 50 skrefum frá vel metinni hreinni strönd. Því miður skilja sífellt fleiri strandgestir eftir rusl sem mengar síðan hafið. Ég vil tryggja að fólk sem gistir heima hjá okkur bætist ekki í þann hóp. Þess vegna bjóðum við upp á endurnýtanlega bolla og geymsluílát.

  Maður sér marga gestgjafa bæta gistirekstur sinn með því að bjóða upp á vín en ég held að sjálfbær gestaumsjón sé önnur leið til að bæta dvölina. Það er ekki bara gott fyrir plánetuna að velja umhverfisvænar venjur heldur getur það einnig stuðlað að sjálfbærni hjá gestum þínum.

  Við erum að reyna að hafa jafnvægi á hlutunum. Þannig bjóðum við upp á eldhúsrúllu en drögum samt úr pappírsnotkun með tauklútum. Þannig hafa gestirnir val. Við pössum þó að bæði eldhúsrúllur og salernispappír séu úr bambus, endurunnum pappír eða PEFC-vottuðum pappír.

  Fræðilega séð eru sjálfbærir ruslapokar frábærir en rannsóknir mínar hafa sýnt að pokar úr plöntuefni hafa tilhneigingu til að leka og rifna vegna ákveðins rusls. Ég get ekki hætt á slíkt því ég veit ekki hvað gestirnir mínir setja í ruslið. Eldhúsið okkar er á þriðju hæð. Ég vil því alls ekki að pokarnir mínir rifni áður en þeir komast í ruslatunnurnar á jarðhæð. Þó að lífbrjótanlegir ruslapokar gangi ekki upp fyrir mig er það frábært ef þeir ganga upp fyrir þig.

  Gestir skilja oft eftir óopnaðan mat sem hægt er að gefa matarbanka á staðnum. Það er einföld leið til að hjálpa bágstöddum í samfélaginu. Já, þú þarft að aka í matarbankann en veltu fyrir þér þeim jákvæðu áhrifum sem það getur haft í för með sér.

  Markmið mitt í ár er að sýna fylgjendum mínum á Instagram að allt þetta sé hægt og að það sé sjálfbært. Vonandi munu komandi gestir ekki aðeins kunna að meta hugsunina sem liggur að baki sjálfbærum venjum okkar heldur munu þeir gestgjafar sem fylgja okkur einnig skilja hvaða áhrif sjálfbærni getur haft á heimili þeirra.
  NÆSTA: Hvernig gestgjafar á Airbnb eru að gera heimili sín sjálfbærari

  Upplýsingar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.


  Aðalatriði

  • Ofurgestgjafinn Tiffany deilir ástæðu þess að sjálfbær gestaumsjón er aðgengilegri en þú heldur

  • Hún finnur jafnvægi milli þess að velja græna valkosti og þess að átta sig á því að ekki deila allir gestir skoðunum hennar

  Airbnb
  21. apr. 2021
  Kom þetta að gagni?