Hvernig gengur bókunarferlið á Airbnb fyrir sig?

Fáðu upplýsingar um fyrirspurnir, bókunarbeiðnir, hraðbókun og fleira.
Airbnb skrifaði þann 9. feb. 2021
2 mín. myndskeið
Síðast uppfært 18. ágú. 2022

Aðalatriði

  • Gestir gætu sent bókunarfyrirspurnir ef þeir hafa einhverjar spurningar varðandi eignina

  • Þú getur notað hraðbókun eða krafist handvirkra bókunarbeiðna

  • Gestaumsjón án aðgreiningar er mikilvægur þáttur þess að ná árangri sem gestgjafi

Bókunarferlið á Airbnb er hannað til að vera einfalt og skýrt. Sem nýr gestgjafi gætir þú þó haft einhverjar spurningar um hvernig það gengur fyrir sig.

Þegar þú hefur öðlast skilning á því hvernig maður tekur við og svarar bókunarfyrirspurnum, kveikir eða slekkur á hraðbókun, fylgist með bókunum og skipuleggur dagatalið fram í tímann ertu klár til að taka á móti fyrstu gestunum.

Móttaka bókunarfyrirspurna

Sumir gestir gætu haft spurningar, t.d. um hvort þeir geti innritað sig fyrr eða nákvæma staðsetningu. Þessir gestir geta sent þér bókunarfyrirspurn áður en þeir bóka. Þegar þér berst fyrirspurn færðu tölvupóst, tilkynningu í innhólfið þitt á Airbnb eða hvort tveggja en það fer eftir stillingunum hjá þér.

Gestir geta byrjað á að senda þér bókunarfyrirspurn þótt þú bjóðir hraðbókun til að fá frekari upplýsingar áður en þeir bóka. Þú hefur sólarhring til að svara skilaboðum þeirra. Þegar þú hefur svarað spurningunum getur þú sent:

  • Forsamþykki ef þú býður ekki hraðbókun en þannig geta gestirnir bókað eignina innan sólarhrings án þess að þú þurfir að aðhafast neitt frekar
  • Sértilboð til að bjóða afslátt (oft notað fyrir lengri gistingu)
  • Höfnun ef þú getur ekki tekið á móti gestinum, að því gefnu að þú fylgir reglum okkar gegn mismunun

Skjár bókunarfyrirspurna býður þrjá valkosti: „Forsamþykkja“, „sértilboð“ eða „hafna.“
Ef þú sækist eftir stöðu ofurgestgjafa þarftu að vera með 90% svarhlutfall (ásamt öðrum þáttum). Reyndu því að svara gestum innan sólarhrings.

Hvernig gestir geta bókað eignina þína

Gestir sem hafa engar spurningar geta bókað gistingu með hraðbókun ef hún er í boði hjá þér eða með bókunarbeiðni, bjóðir þú ekki hraðbókun.

  • Hraðbókun er sjálfgefinn bókunarvalkostur fyrir allar skráningar. Með hraðbókun geta allir gestir sem uppfylla kröfur þínar og samþykkja húsreglurnar bókað lausar dagsetningar í eign þinni samstundis. Hraðbókun gefur einnig til kynna að þú takir á móti öllum þeim sem uppfylla bókunarviðmið þín en það er mikilvægur þáttur þess að vera fordómalaus gestgjafi.
  • Bókunarbeiðnir veita þér sólarhring til að fara yfir og samþykkja eða hafna hverri innsendri beiðni. Þú getur skoðað umsagnir og notendalýsingar gesta. Sumir gestgjafar, sérstaklega þeir sem eru með fágætar eignir eða breytilega dagskrá, kjósa frekar handvirkar bókunarbeiðnir.
Þegar þér berst bókunarbeiðni flettir þú niður til að opna notandalýsingu gests og nýlegar umsagnir.
Við reynum að svara eins hratt og við getum og við reynum að samþykkja eins margar beiðnir og við getum. Það er örugg leið til að bæta stöðuna í leitarniðurstöðum.
Superhosts Danielle and Eli,
Tannersville, New York

Dagatalinu haldið uppfærðu

Þú getur breytt verði og stillingum í takt við eftirspurn á staðnum eftir árstíma. Nokkrar stuttar ábendingar um dagatalið:

  • Lokaðu fyrir tilteknar dagsetningar þegar þú veist að þú getur ekki tekið á móti gestum
  • Stilltu lágmarks og hámarks dvalarlengd
  • Samstilltu Airbnb dagatalið við önnur dagatöl sem þú notar á Netinu þannig að þú vitir alltaf af væntanlegum bókunum

Frekari upplýsingar um dagatals- og bókunarstillingar

Þegar þú hefur öðlast skilning á því hvernig gestir geta bókað eignina þína og hvernig bókunarupplifun þeirra lítur út getur þú einbeitt þér að skemmtilega hluta gestaumsjónarinnar — að taka á móti gestum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Gestir gætu sent bókunarfyrirspurnir ef þeir hafa einhverjar spurningar varðandi eignina

  • Þú getur notað hraðbókun eða krafist handvirkra bókunarbeiðna

  • Gestaumsjón án aðgreiningar er mikilvægur þáttur þess að ná árangri sem gestgjafi

Airbnb
9. feb. 2021
Kom þetta að gagni?