Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Gisting í sérherbergi: Helstu ráð og ávinningur

  Kynntu þér allt við að deila eigninni þinni frá því að setja reglur og að því að bjóða eftirminnilega dvöl.
  Höf: Airbnb, 12. des. 2018
  6 mín. lestur
  Síðast uppfært 20. nóv. 2019

  Að taka á móti gestum í sérherbergi getur haft marga kosti í för með sér eins og að vekja áhuga gesta sem kunna að meta tengsl við heimamenn, eignast nýja vini um allan heim og skapa umhverfi á heimilinu sem gestum finnist þeir tilheyra. Því geta líka fylgt nokkrar áskoranir eins og að deila eldhúsinu og halda upp á einkamuni. Þess vegna báðum við reynslumikla gestgjafa með sérherbergi að deila helstu ábendingum sínum. Ef þú ert nú þegar gestgjafi með sérherbergi gætu ábendingar þeirra veitt þér innblástur fyrir nýjar hugmyndir. Ef ekki gætu þær veitt þér innblástur til að hefjast handa.

  Láttu koma skýrt fram að þú sért með sérherbergi

  Stundum fletta gestir hratt yfir skráningar þannig að þú skalt vera eins afdráttarlaus og mögulegt er. Gestgjafar stinga upp á að nota nokkur lykilorð þegar skráningarlýsingin er skrifuð.

  • „Láttu orðið herbergi koma fram í titlinum og skráningarlýsingunni og sendu kynningarskilaboð áður en bókað er þar sem kemur fram að þetta sé sérherbergi og [heimilinu] sé deilt með gestgjafanum.“ —Till og Jutta, Stuttgart, Þýskalandi
  • „Mundu að taka fram að gestir þurfi að vera meðvitaðir um að þeir deili heimilinu með eigandanum.“—Helen, Auckland, Nýja Sjálandi
  • „Ég er ótrúlega hreinskilin í skráningarlýsingunni. Ég endurtek mikilvægu atriðin: Eitt baðherbergi, sjónvarp með aðeins eitt loftnet, malarvegur, ekkert þráðlaust net og engin loftræsting.“ —Laurene, Florence, Kanada

  Láttu vita af því hver verður heima

  Ein af helstu ástæðum þess að gestir velja sérherbergi frekar en allt heimilið er til að mynda dýpri tengsl við íbúa. Það getur því komið á óvart þegar það eru aðrir gestir, fjölskyldumeðlimir eða gæludýr á heimilinu sem þeir áttu ekki von á. „Bíddu, hver ert þú?“ einn gestur skrifaði ummæli um dvöl sína í sérherbergi. „Allt var frábært...þar til um morguninn þegar mér varð ljóst að sameiginlega baðherbergið mitt var ekki aðeins fyrir mig og gestgjafann heldur einnig þrjú önnur herbergi í útleigu.“ Þessir gestgjafar hafa komist að þeirri niðurstöðu að raunhæfar væntingar séu lykilatriði:

  • „Láttu það koma skýrt fram í skráningarlýsingunni þinni að þetta sé sameiginlegt rými. Þegar ég hóf gestaumsjón fannst mér eins og ég þyrfti að tipla á tánum og sleppa því að fá fólk í heimsókn en slíkt gengur einfaldlega ekki upp. Nú hef ég því skrifað á skráningarlýsinguna mína að þetta sé virkt heimili og að vinir gætu komið við öðru hverju o.s.frv. þannig að gestir viti fyrirfram hverju þeir eiga von á.“ —Kath, Albany, Ástralíu
  • „[Kvenkyns gesti] gæti þótt óþægilegt að deila baðherbergi með karlkyns gesti. [Karlkyns gestur] gæti átt í vandræðum með hvernig rými hann þarf að deila með öðrum gestum. Þú verður að tryggja að upplifunin sé eins góð og mögulegt er fyrir gestina. Passaðu því upp á að samskiptin séu skýr.“—Emily, Ítalíu

  Taktu á móti gestum þínum til að bera saman bækur ykkar

  Að taka á móti gestum í eigin persónu getur komið sér vel ef þú sérð um gestaumsjón í sameiginlegu rými. Margir gestgjafar sögðu okkur að þeir taki á móti gestum þegar þeir koma með því að sýna þeim um herbergið og húsið, brjóti ísinn með því að setjast niður yfir te- eða kaffibolla og spjalla um atriði eins og þessi:

  • „Gestir mæta þreyttir og jafnvel örlítið áttaviltir. Ef þú [tekur á móti þeim] í upphafi dvalarinnar eru yfirleitt engin vandamál.“ —Maria Jose, Spáni
  • „Við innritun skaltu greina skýrt frá því hvaða svæði gestir geta notað og hvaða svæði eru einkasvæði. Ekki gleyma að láta vita af því að þú væntir þess að eldhúsinu sé haldið snyrtilegu þar sem í menningu sumra gesta er vaninn að elda og borða seinna á kvöldin.“ —Thomas, Basel, Sviss
  • „Ég greini skýrt frá reglum mínum í húsleiðbeiningunum og spjalla við gesti um ljós, glugga, engan hávaða og að koma heim seint eða snemma.“ —Paul, London

  Útvegaðu nákvæmar og ítarlegar húsreglur

  Hafðu þínar eigin þarfir og dagskrá í huga þegar þú býrð til leiðbeiningar um hvernig gestir skulu ganga um eignina þína.

  • „Gestirnir geta notað eldhúsið til að útbúa mat en ég tilgreini okkar eigin matmálstíma svo okkur líði ekki eins og ruðst sé inn á okkur.“ —Francoise, París
  • „Tilgreindu hvort þeir megi nota þvottavélina og sturtuna eftir vild eða aðeins á ákveðnum tímum.“ —Emily, Ítalíu
  • „Fyrir mér er grundvallaratriði að segja: Þetta er reyklaust heimili. Gestir geta reykt á veröndinni bak við húsið svo að reyklaust fólk geti setið á veröndinni fyrir framan.“ —Gerlinde, Kempen, Þýskalandi
  • „Verið vingjarnleg og sveigjanleg en EKKI láta vaða yfir ykkur! Innritun hjá mér er klukkan 16:00 og þú biður mig um innritun klukkan 10:30? Ég svara: Því miður er það ekki mögulegt þar sem núverandi gestir mínir útrita sig ekki fyrr en klukkan 11:00 og það tekur nokkrar klukkustundir að ganga úr skugga um að herbergið sé alveg hreint. Ef þú vilt skilja eftir farangur þinn klukkan 11:00 er það ekkert mál og ég get séð til þess að herbergið sé þrifið aðeins fyrr fyrir þig. Hvernig hljómar klukkan 14:00?“ —Suzanne, Wilmington, Norður-Karólínu

  Gerðu gistinguna eftirminnilega

  Persónuleg atriði eins og heimagerður morgunverður, skreytingar frá listamönnum á staðnum og jafnvel súkkulaði getur gert dvöl gesta sérstaka. Hér eru fleiri hugmyndir frá gestgjöfum:

  • „Fyrir mér [er morgunverðurinn] skemmtilegasti tíminn því við ræðum mikið saman. Margir gestir velja skráninguna mína vegna lífræna morgunverðarins sem kemur fram í titlinum.“ —Celine, Saumur, Frakklandi
  • „Ég svaf í sérherberginu sem ég skráði til þess að fá tilfinningu fyrir því hversu kalt eða heitt það getur orðið og fá beina upplifun af því hvernig gestir myndu upplifa það. Ég bætti við blómastandi með tröppum úr náttúrulegu timbri við hliðina á rúminu þar sem gestir geta sett síma sína, bækur, drykki o.s.frv. og það hefur verið mikið talað um hann.“ —Helen, Auckland, Nýja Sjálandi
  • „Ég kom fyrir bæklingum um borgina ásamt tímaritum. Við [skreyttum með] málverkum eftir listamenn frá staðnum. Gestir kunna að meta þetta og spyrja oft hvar þeir geta keypt þau. Við bættum við niðurfellanlegu skrifborði vegna þess að til okkar koma margir gestir í vinnuferðum.” —Emmanuelle, Rennes, Frakklandi
  • „Ég útbjó herbergin eins og ég myndi vilja sem gestur. Í herbergjunum eru aukahandklæði, ketill með bollum, te og kaffi og gleraugu. Það eru jafnvel nauðsynjar úr apótekinu.” —Christine, Clohars-Carnoët, Frakklandi
  • „Ég kom fyrir framlengingarsnúru og fjöltengi og hvert herbergi er með næturlampa. Á kvöldin hef ég alltaf til boða tvö glös af fersku vatni svo að [gestir] þurfi ekki að fara fram úr á nóttunni, sem þýðir minni hávaða.“ —Ana, Galicia, Spáni
  • „Útvegaðu þér eyrnatappa, í alvörunni! Komdu nokkrum Breathe Easy nefstrimlum fyrir á litlum disk með litlu skilti þar sem á stendur að þeir séu fyrir fólk sem vill prófa!“ —Cathie, Darwin, Ástralíu

  Spurðu út í samskipti

  Hvernig veistu hvenær þú átt að verja tíma með gestum þínum og hvenær þú þarft að gefa þeim pláss? Gestgjafar segja að það sé auðvelt: Spyrðu gesti bara fyrir fram hvernig þeir vilji haga samskiptum. Þeir mæltu líka með öðru sem gott er að hafa í huga:

  • „Sumir gestir eru feimnir við að trufla aðra þannig að ég [býð] þeim að setjast hjá öðrum við borðið.“ —Emily, Ítalíu
  • „Ég sé lítið af viðskiptafólkinu þar sem það er oft með viðskiptavinum og vill hafa næði á kvöldin. Ég gef ferðamönnum margar ábendingar um borgina sem aðeins heimamenn gætu vitað og stundum láta þeir mig vita að þeir vilji gera eitthvað saman. Síðan eru ferðamenn sem ferðast einir alltaf vel skipulagðir með mörg áhugaverð, pólítísk og menningarleg umræðuefni.“ —Christa, München, Þýskalandi
  • „Verið opin og hlutlaus: Gestir hafa mismunandi sýn á heiminn og stjórnmálin. Þetta er kjörið tækifæri til að læra eitthvað nýtt. Verið hlutlaus í byrjun og leyfið samræðunum að þróast náttúrulega.“ —Kath, Albany, Ástralíu

  Þú deilir hluta af heimilinu þínu en einnig hluta af þér. Þú nýtur góðs af því að útskýra stuttlega húsþrifin. Eins og Paul, gestgjafi í London orðaði vel: „Ég lít á hvern gest sem tækifæri til að læra eitthvað nýtt og kynnast manneskju sem ég hefði hugsanlega ekki annars hitt! Sumir hafa verið mjög áhugaverðir, fetað vegi í lífinu sem ég hef aldrei gert og haft skoðanir sem ég deili ekki. En mér finnst mjög gaman að hitta þetta fólk og deila eigninni minni með því. Það er fátt persónulegra en að opna einkaheimili sitt fyrir algjörlega ókunnugu fólki þegar þú býrð þar líka en það er líka ekkert jafn gefandi!“

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Airbnb
  12. des. 2018
  Kom þetta að gagni?