Stökkva beint að efni
Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Fyrstu skrefin með 5 skrefa ferli um ítarlegri ræstingar

  Kynntu þér um hvað þær fjalla; og mikilvægi hreinlætis eins og er.
  Höf: Airbnb, 4. jún. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 28. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Við höfum búið til öryggisreglur vegna COVID-19 til að vernda hvert annað

   • Til að hjálpa gestgjöfum eins og þér að fylgja áskilda fimm skrefa ræstingarferlinu erum við einnig með ræstingarhandbók með ítarlegri upplýsingum og gátlistum fyrir hvert herbergi

   • Þegar gestgjafar lofa að fylgja fimm skrefa ræstingarferlinu verður það merkt á skráningarsíðum þeirra

   • Kynntu þér meira í handbók okkar um ítarlegri ræstingar

    Fólk ferðast núna með öðrum hætti og mörg ykkar hafið sagt okkur að þið viljið fá meiri leiðsögn frá Airbnb um hvernig þið getið verndað ykkur, ástvini ykkar og gesti gegn COVID-19. Stjórnvöld skoða einnig hreinlætishætti fyrir heimagistingu þegar þau semja leiðbeiningar fyrir enduropnun og vernd íbúa.

    Það er mikilvægt með heimsfaraldurinn geisandi að við gerum okkar besta til að hægja á dreifingu COVID-19. Með þetta í huga höfum við kynnt skyldubundnar öryggisreglur sem allir í samfélagi Airbnb verða að fylgja frá og með 12. október 2020.

    Öryggisreglur vegna COVID-19

    Samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga, t.d. hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, verða allir gestgjafar að samþykkja að nota grímu eða andlitshlíf í persónulegum samskiptum og gæta alltaf nándarmarka sín á milli. Gestgjöfum ber einnig að fylgja fimm skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingar milli gesta. Frekari upplýsingar um öryggisreglur vegna COVID-19

    Fimm skrefa ferli um ítarlegri ræstingar

    Gestgjafar með gistingu verða að samþykkja að fylgja fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar. Ferlið er byggt á ræstingarhandbók Airbnb sem var samin í samvinnu við helstu sérfræðinga í hreinlæti við gestaumsjón og lækningar. Til að draga úr ágiskun við ræstingar, og til að hjálpa ykkur að minnka líkur á að dreifa sjúkdómum meðan á COVID-19 stendur og í framhaldinu, höfum við útbúið ferli með skýrum skrefum til að greinilegt sé hvað þarf að gera og hvernig.

    • 1. skref: Undirbúningur. Réttur undirbúningur getur gagnast þér og teyminu þínu að þrífa á skilvirkari og öruggari hátt
    • 2. skref: Þrif
. Það er mikilvægt að byrja á því að fjarlægja ryk og óhreinindi af yfirborðum, svo sem gólfum og borðplötum
    • 3. skref: Hreinsun
. Notaðu sótthreinsiefni til að draga úr magni baktería á mikið snertum yfirborðum, svo sem hurðarhúnum og sjónvarpsfjarstýringum
    • 4. skref: Yfirferð
. Hafðu gátlista fyrir hvert herbergi til hliðsjónar fyrir bestu vinnureglur fyrir þrif og hreinsun mismunandi svæða
    • 5. skref: Endurstilling
. Til að koma í veg fyrir víxlmengun er mikilvægt að ljúka við þrif og hreinsun herbergis, og þvo hendurnar, áður en hlutir eru settir aftur á sinn stað fyrir næsta gest

    Þegar þú lofar að fylgja ræstingarferlinu verður skráningarsíðan þín merkt sérstaklega.

    Gátlistar fyrir hvert skref og fræðsla

    Þú getur haft ræstingarhandbókina til hliðsjónar þegar þú fylgir fimm skrefa ferlinu en hún inniheldur ítarlegar upplýsingar um útfærslu hvers skrefs ásamt gátlistum fyrir þrif hvers herbergis eignarinnar. Við höfum einnig bætt við sérstökum ráðleggingum fyrir COVID-19 eins og hvernig þú getur gætt eigin öryggis við ræstingar.

    Hafðu í huga að ræstingarferlið gæti breyst í takt við þróun sérfræðiþekkingar.

    Við vitum að ferlið mun lengja tíma við ræstingar. Með því að skuldbinda þig til að fylgja fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar milli gesta verndar þú þó þig, gesti þína og alla í samfélagi Airbnb. Til að auðvelda ferlið höfum við tekið saman það sem vita þarf hér í úrræðamiðstöðinni.

    NÆST:
    Hvernig fimm skrefa ræstingarferli Airbnb er útfært

    Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu. Með fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar eru gerðar einfaldar kröfur varðandi ræstingar fasteigna. Frekari upplýsingar um útfærslu þessara skrefa er að finna í heildarútgáfu ræstingarhandbókar Airbnb. Sem gestgjafi gætir þú þurft að grípa til frekari ráðstafana til að vernda þig, teymi þín og gesti og þú ættir alltaf að ráðfæra þig við og fylgja viðeigandi lögum eða leiðbeiningum á staðnum. Airbnb ber ekki ábyrgð á nokkru líkamstjóni eða nokkrum sjúkdómi sem stafar af því að fylgja þessu ræstingarferli. Bókamerktu þessa grein í hjálparmiðstöðinni fyrir ræstingarviðmið og -reglur sem eiga sérstaklega við gestgjafa þar sem þú ert.

    Aðalatriði

    • Við höfum búið til öryggisreglur vegna COVID-19 til að vernda hvert annað

     • Til að hjálpa gestgjöfum eins og þér að fylgja áskilda fimm skrefa ræstingarferlinu erum við einnig með ræstingarhandbók með ítarlegri upplýsingum og gátlistum fyrir hvert herbergi

     • Þegar gestgjafar lofa að fylgja fimm skrefa ræstingarferlinu verður það merkt á skráningarsíðum þeirra

     • Kynntu þér meira í handbók okkar um ítarlegri ræstingar
      Airbnb
      4. jún. 2020
      Kom þetta að gagni?