Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fjárhagsaðstoð fyrir gestgjafa

  Fjárhagsaðstoð fyrir gestgjafa

  Gestgjafar á Airbnb sem hafa orðið fyrir áhrifum af COVID-19 gætu átt rétt á opinberum stuðningi.
  Höf: Airbnb, 17. apr. 2020
  1 mín. lestur

  Í kjölfar víðtækra efnahagslegra áhrifa af COVID-19 hafa stjórnvöld um víðan heim sett lög um efnahagslega ívilnun til að hjálpa einstaklingum og smáfyrirtækjum. Sem gestgjafi hjá Airbnb gætir þú átt rétt á fjárhagsaðstoð úr ríkissjóði og/eða frá sveitarstjórn.

  Við höfum greint fjárhagsaðstoð sem stendur til boða þar sem þú ert til að hjálpa þér að finna fjárhagsaðstoð. Við uppfærum þennan lista eftir því sem nýir möguleikar standa til boða eða ef fjármögnun breytist svo að gott gæti verið að athuga reglulega hvort upplýsingar hafi verið uppfærðar. Aðstæður allra gestgjafa eru mismunandi svo að skoða þarf leiðbeiningar um gjaldgengi til að ganga úr skugga um að tiltekin úrræði standi þér til boða.

  Til að fá frekari upplýsingar um úrræði sem þú gætir átt rétt á geturðu byrjað á því að velja svæðið þar sem þú býrð á listanum hér að neðan:

  Við veitum ekki lögfræðiráðgjöf sem verkvangur eða markaðssvæði en við viljum benda þér á gagnlegar upplýsingar og hlekki sem þú getur notað til að skilja betur aðstoðarleiðir. Ef þú hefur aðrar spurningar getur þú haft beint samband við þessar opinberu stofnanir eða ráðfært þig við staðbundinn lögmann, fjármálaráðgjafa og/eða skattalegan fagaðila.

  Airbnb verður áfram málsvari gistisamfélags okkar. Frekari upplýsingar um það sem Airbnb gerir til að styðja við samfélag okkar við þessar fordæmislausu aðstæður er að finna á Airbnb.com/COVID.

  Airbnb
  17. apr. 2020
  Kom þetta að gagni?