Hvernig hraðbókun virkar

Hraðbókun getur einfaldað bókunarferlið og vakið athygli á skráningunni þinni.
Airbnb skrifaði þann 14. des. 2020
3 mín. lestur
Síðast uppfært 17. nóv. 2022

Aðalatriði

  • Haltu dagatalinu uppfærðu þegar þú notar hraðbókun

  • Veldu þín eigin skilyrði fyrir hraðbókun

  • Bjóða hraðbókun

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

Hraðbókun gerir gestum kleift að bóka lausar dagsetningar samstundis. Þannig þarft þú ekki að fara yfir og samþykkja hverja bókunarbeiðni fyrir sig. Gestum finnst gott að nota hraðbókun og margir gestgjafar hafa sagt okkur að þeir afli meiri tekna með því að nota þetta tól auk þess sem þeim finnst það þægilegra.

Uppfært dagatal er undirstaða þess að ná árangri með hraðbókun. Ef að dagatalið þitt er ekki uppfært gætir þú fengið óvæntar bókanir eða þurft að hætta við bókun vegna skipulagsáreksturs sem gæti leitt til afbókunargjalds. Góð leið til að tryggja að dagatalið þitt á Airbnb sé ávallt uppfært er að samstilla það við aðaldagatalið þitt (iCal, Google o.s.frv.).

Verkfæri sem veita hugarró

Sumir gestgjafar gætu verið hikandi í upphafi við að nota hraðbókun vegna áhyggna af ónægum upplýsingum um mögulega gesti fyrir bókun. Gestir þurfa að uppfylla allar kröfur þínar til gesta og samþykkja húsreglur þínar áður en þeir geta notað hraðbókun.

Þú getur stillt kröfurnar þannig að hraðbókun bjóðist aðeins gestum sem hafa náð jákvæðum árangri sem þýðir að þeir hafa lokið að minnsta kosti einni gistingu og hafa ekki fengið neikvæðar umsagnir auk gesta sem hafa farið í gegnum ítarlega ferli Airbnb um staðfestingu á auðkenni.

Við höfum aukið við staðfestingu á auðkenni fyrir alla bókunargesti sem ferðast til vinsælustu 35 landanna og svæðanna á Airbnb en það eru 90% af öllum bókunum. Þetta mun fara fram á alþjóðavísu snemma árs 2023. Ef þú gerir kröfu um opinber skilríki frá gestum þínum vegna persónulegra ástæðna, eða ef það er krafa um slíkt þar sem eignin er, getur þú óskað eftir því frá gestum með því að senda þeim skilaboð í gegnum innhólf gestgjafa.

Ástæður þess að þú gætir áfram fengið bókunarbeiðni

Þú gætir fengið bókunarbeiðnir frá gestum þótt þú bjóðir hraðbókun. Þetta gæti gerst ef þú hefur ekki uppfært dagatalið þitt í einhvern tíma eða ef þú hefur nýlega þurft að afbóka. Gestir sem uppfylla ekki viðmiðin hjá þér til að geta bókað samstundis geta einnig sent bókunarbeiðnir. Þú þarft að svara öllum beiðnum með því að samþykkja eða hafna bókuninni eða senda mögulegum gestum skilaboð innan sólarhrings.

Ástæður þess að sumir gestgjafar nota ekki hraðbókun

Þrátt fyrir kosti hraðbókunar telja sumir gestgjafar að bókunarbeiðnir henti þeim betur:

  • Þegar aðeins er boðin lengri dvöl. Annie, gestgjafi í Sonoma, Kaliforníu, notar bókunarbeiðnir vegna þess að hún býður aðeins gistingu í 30 daga eða lengur í samræmi við reglur um gistingu þar sem hún er. „Ég myndi gjarnan vilja nota hraðbókun en það eru margir hlutir sem hafa þarf í huga þegar tekið er á móti gestum í svona langan tíma,“ segir hún.
  • Þegar sérstakar persónulegar kröfur eru til staðar. Nichola, gestgjafi í Guelph, Kanada, er með umhverfisnæmi sem krefst þess að engin lykt sé í eigninni. Hún notar því bókunarbeiðnir til að tryggja að gestir séu tilbúnir að samþykkja mjög sérstakar húsreglur hennar. „Ég fæ mígreni af vörum með lykt og því þarf ég að tryggja að gestir mínir hafi skilning á lyktarofnæmi,“ segir hún.
  • Þegar eignin hefur sérstaka eiginleika eða gæti verið áskorun fyrir suma. Til dæmis sérherbergi á heimili þar sem eru gæludýr eða börn eða mjög fábrotið rými sem gæti reynst sumum gestum erfitt. Bókunarbeiðnir geta verið góður kostur svo að gestir viti af öllu sem er sérstakt við heimilið fyrir komu.

Áreiðanleiki er lykilatriði fyrir hraðbókun

Þú ræður því hvort þú velur að nota hraðbókun en mundu að áreiðanleiki er mikilvægur hluti af framúrskarandi gestrisni. Hafðu í huga afbókunarreglur gestgjafa á Airbnb og reyndu að koma í veg fyrir afbókanir þegar mögulegt er.

Ef þú notar hraðbókun og bókun leggst illa í þig þegar gengið hefur verið frá henni (til dæmis vegna þess að væntanlegir gestir spyrja hvort þeir megi brjóta húsreglurnar hjá þér) getur þú afbókað án viðurlaga með netafbókunartólinu, allt að þrisvar sinnum á hverju almanaksári.

Hafðu í huga að þú getur aldrei afbókað ef ástæðan brýtur í bága við reglur Airbnb gegn mismunun. Ef þú fellir niður bókun bendir það til að hraðbókun henti þér ekki eins og er. Þá gæti Airbnb í staðinn sent bókunarbeiðnir fyrir næstu bókanir hjá þér.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Haltu dagatalinu uppfærðu þegar þú notar hraðbókun

  • Veldu þín eigin skilyrði fyrir hraðbókun

  • Bjóða hraðbókun

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar
Airbnb
14. des. 2020
Kom þetta að gagni?