Vertu í forsvari fyrir gestgjafaklúbbinn á staðnum

Sameinaðu gestgjafa á þínu svæði til að mynda tengsl, samstarf og deila þekkingu.
Airbnb skrifaði þann 23. nóv. 2020
2 mín. lestur
Síðast uppfært 28. apr. 2021

Aðalatriði

  • Gakktu til liðs við leiðtoga gestgjafaklúbba um allan heim til að efla samfélag gestgjafa á staðnum

  • Með aðstoð Airbnb sjá leiðtogar um Facebook hóp fyrir gestgjafa á svæðinu

  • Styrktu tengsl í gegnum samkomur, bæði staðbundnar sem og á netinu

  • Fáðu aðgang á undan öðrum að athugasemdum, nýjustu eiginleikum Airbnb, þjónustu og reglubreytingum

Hefurðu brennandi áhuga á gestaumsjón og langar að sameina gestgjafa í borginni þinni? Valdir samfélagsleiðtogar eru fulltrúar gestgjafaklúbba um allan heim og eru ómissandi hluti af samfélagi Airbnb. Þeir ljá gestgjöfum rödd í ákvarðanatökuferli Airbnb og byggja upp samstarf með svæðisbundinni eflingu.

„Ég bauð mig fram sem samfélagsleiðtoga vegna þess að það hjálpar mér sem einstaklingi að vaxa og bætir líf mitt,“ segir Robin, leiðtogi gestgjafaklúbbs Colorado Springs. „Ég hef einnig brennandi áhuga á gestaumsjón og hef áhuga á að skiptast á hugmyndum til að skapa betri framtíð sem felur í sér sameiginlega sýn innan samfélagsins míns.“

Lestu meira til að fá frekari upplýsingar um þjónustuna og hvernig þú getur sótt um að verða samfélagsleiðtogi á þínu svæði.

Láttu til þín taka

Meðlimir gestgjafaklúbbsins veita hver öðrum aðstoð við áskoranir, jafnt stórar sem smáar, allt frá hópumræðum um reglugerðir hvað varðar skammtímaútleigu til þess að mæla með þjónustu á staðnum. „Hér erum við í raun keppinautar á erfiðum leigumarkaði eins og stendur og leggjum öll okkar af mörkum til að hjálpa þeim sem á því þurfa að halda. Það er samfélag.“ útskýrir Barb, leiðtogi í Nashville. Samfélagsleiðtogar veita heiðarlegar athugasemdir sem veita innsýn frá hópum sínum á staðnum og gera þeim þannig kleift að taka þátt í að móta stefnu og vöru Airbnb. Þeir sameina einnig gestgjafa á staðnum á aðra áhrifaríka vegu:

  • Umsjón með Facebook hóp: Með aðstoð Airbnb hafa leiðtogar umsjón með Facebook hóp fyrir gestgjafa á svæðinu. Það er vettvangur til að deila fréttum, innsýn og skapa samræður innan gestgjafaklúbbsins.
    Styrking tengsla í gegnum samkomur: Leiðtogar sameina gestgjafa á svæðinu með því að standa fyrir mánaðarlegum vefsamkomum. Gestgjafar læra hver af öðrum með því að nota upplýsingasöfn og úrræði frá Airbnb ásamt því að deila staðbundinni þekkingu sinni og bestu starfsvenjum.
  • Gestgjöfum á staðnum ljáð rödd: Leiðtogar standa í forsvari fyrir samfélag sitt með því að deila sögum, hugmyndum og athugasemdum innan samfélagsteymis Airbnb. Byggðu upp samstarf milli heimafólks til að hafa áhrif á ferðamennsku á svæðinu og skapa breytingar sem stuðla að jöfnuði í samfélagi þínu.
Ég fór úr vel launuðu starfi hjá fyrirtæki yfir í það að stofna rekstur í kringum orlofseignir svo það er frábært að geta hjálpað öðrum að fylgja draumum sínum.
Jeff, Host Club Leader,
Philadelphia

Efling leiðtoga innan samfélagsins

Að byggja upp blómlegt samfélag er hópstarf. Samfélagsleiðtogar fá stuðning og verkfæri frá Airbnb og öðrum gestgjöfum til að leiða gestgjafaklúbbinn á nýstárlegan og frumlegan hátt:

  • Vertu hluti af alþjóðlegu tengslaneti: Taktu þátt ásamt öðrum leiðtogum í sérstökum vefnámskeiðum og upplýsingafundum sem hafa það markmið að hjálpa þér að vaxa, bæði persónulega og faglega.
    Fáðu innherjaaðgang: Leiðtogar fá aðgang á undan öðrum að nýjustu eiginleikum Airbnb, þjónustu og reglubreytingum ásamt því að geta veitt athugasemdir.
 Sem leiðtogi færð þú líka sent sérstakt efni til að deila innan hóps þíns eins og staðbundnar upplýsingar.
  • Fáðu stöðuga fræðslu: Njóttu aðgangs að sérstöku fræðsluefni hvað varðar samfélagsuppbyggingu, skipuleggingu viðburða og bestu starfsvenjur á samfélagsmiðlum.

Hjálpaðu til við að stofna gestgjafaklúbb á þínu svæði

Fylltu út umsóknareyðublaðið fyrir leiðtoga til að gerast leiðtogi starfandi gestgjafaklúbbs eða hjálpa til við að stofna klúbb í borginni þinni.

Aðalatriði

  • Gakktu til liðs við leiðtoga gestgjafaklúbba um allan heim til að efla samfélag gestgjafa á staðnum

  • Með aðstoð Airbnb sjá leiðtogar um Facebook hóp fyrir gestgjafa á svæðinu

  • Styrktu tengsl í gegnum samkomur, bæði staðbundnar sem og á netinu

  • Fáðu aðgang á undan öðrum að athugasemdum, nýjustu eiginleikum Airbnb, þjónustu og reglubreytingum

Airbnb
23. nóv. 2020
Kom þetta að gagni?